Dagblaðið - 09.07.1979, Blaðsíða 19
DAGBLADIÐ. MÁNUDAGUR 9. JÚLÍ 1979.
fþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
landsmeistari
m hafði yfirburði f 110 m grindahlaupi
Gunnar P. Jóakimsson kemur i mark i skemmtilegustu hlaupagrein mótsins, 800
metra hlaupi eftir harða keppni við Ágúst Ásgeirsson og Steindór Tryggvason.
DB-mynd Hörður.
Jöfn keppni
í spjótkasti
Keppni í spjótkasti var mjög
spennandi. Tugþrautarmaðurinn Elías
Sveinsson FH, setti þar nýtt persónulegt
met með 65,22 m kasti, en Einar Vil-
hjálmsson UMSB, sonur Vilhjálms
Einarssonar þrístökkvara, stal sigrinum,
ef svo má segja með því að kasta 65,28 m
í næst síðustu umferð. Sigfús Haraldsson
HSÞ, varð þriðji með 60,64 m.
í 800 m hlaupi kvenna hlupu hinar
kornungu FH-stúlkur, Rut og Ragn-
heiður Ólafsdætur mjög vel. Rut sigraði
á nýju meistaramótsmeti 2:13,7 en Ragn-
heiður varð önnur á 2:14,4 mín.
800 metra hlaup karla var skemmti-
legasta hlaupagrein mótsins. Þar sigraði
Gunnar P. Jóakimsson ÍR á 1:55,2 mín.
eftir mjög harða keppni við félaga sinn,
Ágúst Ásgeirsson, ÍR, 1:55,8 og Steindór
Tryggvason, KA 1:56,0.
í 4x 100 m boðhlaupi kvenna sigraðí
sveit Ármanns á nýju meistaramótsmeti
49,3 sek og í 4x100 metra boðhlaupi
karla hlaut Oddur Sigurðsson sinn annan
íslandsmeistaramótstitil er' sveit KA
sigraði á 43,8 sekúndum.
Síðari dagur mótsins hófst með
keppni í sleggjukasti. Þar létu okkar
sterkustu sleggjukastarar ekki sjá sig.
Stefán Jóhannsson Ármanni, mætti einn
til leiks og hlaut titilinn út á kast sem
mældist 33,86 m. Þess má geta, að
íslandsmet Erlendar Valdimarssonar,
ÍR, er 58,48 m en íslenzkir íþróttamenn
hafa lagt litla rækt við þessa keppnis-
grein.
Fimleikakeppni í
stangarstökki
Keppnin í stangarstökki var ólíkt
skemmtilegri. Fimleikakappinn Sigurður
Sigurðsson, KR gerði þar harða hríð að
18 ára gömlu íslandsmeti, Valbjörns
Þorlákssonar KR, sem er 4,50 m. Stökk
Sigurður 4,45 m og átti góðar tilraunir
við 4,55 m. Sigurður er mjög efnilegur
stökkvari og er engin goðgá að spá því að
hann stökkvi 5 metra innan tíðar, svo
fremi að hann leggi rækt við þessa grein.
í öðru sæti varð annar fimleikakappi,
Kristján Gissurarson Ármanni, með 4,20
m. Elías Sveinsson FH stökk 4,10 m.
Friðrik Þór hlaut sinn annan íslands-
meistaratitil er hann stökk 14,86 m í þri-
stökki. Annar varð Pétur Pétursson,
HSS, með 14,26 og þriðji Helgi Hauks-
son, UBK með 14,17 m.
í kringlukasti kvenna sigraði Guðrún
Ingólfsdóttir Ármanni með miklum yfir-
burðum og setti nýtt meistaramótsmet
42,92 m. í 100 m hlaupi kvenna jafnaði
Lára Sveinsdóttir Ármanni íslandsmet
Ingunnar Einarsdóttur, 11,8 sek. Sigur-
borg Kjartansdóttir KA, hljópá 12,0 sek.
og Sigurborg Guðmundsdóttir Á, á 12,3
sek.
Efnilegir
hlauparar
í 100 metra hlaupi karla hreppti
Oddur Sigurðsson KA, sinn þriðja
íslandsmeistaratitil er hann hljóp á 10.6
sek. Að þessu sinni fékk han mun meiri
keppni því Sigurður Sigurðsson Á, hljóp
á 10,7 sek. Virðist Sigurður ekki kominn
í fulla æfingu og kæmi ekki á óvart þó
hann ætti eftir að veita Oddi meiri
keppni síðar í sumar. Báðir eru þeir
geysilega efnilegir hlauparar.
í 1500 metra hlaupi kvenna setti
Ragnheiður Ólafsdóttir FH, nýtt
meistaramótsmet 4:44,0 en á enn langt í
íslandsmet Lilju Guðmundsdóttur, sem
er4:19,3.
Ágúst Ásgeirsson ÍR, sigraði mjög
örugglega í 1500 metra hlaupi karla en
tími hans var ekkert sérstakur, 4:00,1.
Steindór Tryggvason KA, veitti Ágústi
minni keppni en búizt hafði verið við.
Hann hljóp á 4:06,4 mín. Þriðji varð
Ágúst Þorsteinsson, UMSB, á 4:07,6.
Óskar Jakobsson ÍR var hinn öruggi
sigurvegari í kringlukastinu eins og búizt
hafði verið við en var langt frá sínu
bezta, kastaði aðeins 53,22 m. Elías
Sveinsson, FH, varð annar með 47,25 m.
Er Elías greinilega í mjög góðri æfingu
um þessar mundir og má búast við
góðum árangri hans í Evrópubikar-
keppninni i tugþraut sem fer fram í
Bremen um næstu helgi.
Lára Sveinsdóttir Á, hlaut sinn fjórða
íslandsmeistaratitil er hún sigraði i lang-
stökki, stökk 5,43 m. Hulda Hauksdóttir
USÚ, stökk 5,20 m og varð önnur. Sömu
vegalengd stökk Þórdis Gísladóttir, ÍR.
HM öldunga!
Valbjörn Þorláksson Á, sýndi það og
sannaði, i 110 m grindahlaupinu, að
hann er ekki dauður úr öllum æðum,
þótt hann sé orðinn 45 ára gamall. Hann
hreinlega skildi keppinauta sína, sem.
flestir voru a.m.k. 20 árum yngri en
hann, eftir og sigraði á mjög góðum
tíma, 14,7 sek. Heimsmeistarakeppni
öldunga í frjálsum íþróttum fer fram
síðar og kæmi ekki á óvart þó Valbjörn
kæmi með gullverðlaun þaðan. Annar i
hlaupinu varð Þorsteinn Þórsson UMSS,
á 15.5 sek. og þriðji Aðalsteinn Bern-
harðsson, KA, á sama tíma.
Oddur Sigurðsson, KA, nældi sér í
sinn fjórða íslandsmeistaratitil er hann
sigraði í 400 metra hlaupi á ágætum tíma
48,4 sek. eftir harða keppni við félaga
sinn, Aðalstein Bernharðsson, sem hljóp
á 49,0 sek. Þriðji varð Gunnar P. Jóa-
kimsson ÍR, á 50,8 sek.
í 400 metra hlaupi kvenna fóru
gullverðlaunin einnig til KA. Þar sigraði
Sigriður Kjartansdóttir á nýju meistara-
mótsmeti 56,1 sek., eftir harða keppni
við hina bráðefnilegu Rut-^lafsdóttur,
FH, sem hljóp á 56,6 sék. Helga Hall-
dórsdóttir, KR pá 57,8 sek!
Einkum
KA í 400 m
Sveitir KA sigruðu síðan bæði í 4 x 400
m boðhlaupum karla og kvenna.
Kvennasveitin jafnaði meistaramótsmet
frá 1971 4:12,1. Athygli vakti góð þátt-
taka í hlaupinu. AUs kepptu 6 sveitir og
voru utanbæjarsveitir í 5 fyrstu
sætunum. I karlaboðhlaupinu voru
aðeins tvær sveitir, frá KA og ÍR. Sveit
KA sigraði á 3:27,0. í sveitinni voru
Aðalsteinn Bernharðsson, Steindór
Helgason, Hjörtur Gíslason og Oddur
iSigurðsson, sem nældi sér þar með i sinn
fimmta íslandsmeistaratitil. Sveit ÍR
hljóp á 3:28,3 mín.
Má segja, að mótið hafi tekizt vel og
tímaáætlun hélzt alvegsíðari daginn, sem
hlýtur að vera mjög þýðingarmikið, ekki
sízl fyrir áhorfendur sem voru sárafáir
eins og yfirleitt á frjálsíþróttamótum, en
greinilegt er að frjálsíþróttafólk okkar er
i mikilli framför.
-GA.I-
C'itroen G.S. Club 1977.
Brúnsanseraður, ekinn 33 þús. km.
Einn sá sparneytnasti á markaðinum.
Verð3.7 millj.
VW Variant 1972. Grænn. Verð 1200
þús. Góð kjör.
Volvo 145 station 1973. Grænn, ekinn
129 þús. km. Verð 2.9 millj.
VW 1303 1973. Blár, ný vél. Verð
1350 þús.
Datsun 1204 1976. Blár, sanseraður.
Verð 3.1 millj.
Saab 99 sjálfskiptur árg. 1974.
Rauður. Verð 3.3 millj.
Maverick ’76. Grænsanseraður.
Ekinn 25 þús. milur, 6 cyl„ sjálf-
skiptur, aflstýri. Glæsilegur bfll. Verð
4.2 millj.
Fíat 132 1600 1978, blár, útvarp +
segulband. Verð: 3.9 millj.
Greiðsluskilmálar.
iat 132 G.L.S. 1600 árg. 1975. Blár,
kinn 48 þús. km. Verð 2.2 millj.
Ford Granada 1975. Blár. ekinn 46
þús. ntilur. 8 cyl. m öllu. útvarp og
scgulhand. Verð 4 milljónir. (Skipti).
T MÖGULEG • BILAR FYRIR FASTEIGNASKULDABREF
Subaru 1977 (fjórhjóladrif). Grænn.
Verð3.2 millj.
Förd Escort 1977. Brúnsanseraður,
ekinn 28 þús. km. Vetrar- og sumar-
dekk. Verð3.3 millj.
Audi 100 I..S. 1977. Ekinn 28 þús.,
grænsanseraður. útvarp. Toppbill.
Verð 5.2 millj.
Chevrolet Vega station árg. 1974.
Rauður, 4 cyl., beinskiptur. Verð 2
millj.
('itroen I) super 1974. Grænn, ekinn
95 þús. Verð 2.3 millj.
Austin Mini 1975. Orange, ekinn 40
þús. km. Ný dekk, útvarp. Verð 1350
þús. (skipti möguleg á Citroen G.S.
’74-’75).
Pontiac Grand Prix 1973. Hvitur
m/vinyltopp. 8 cyl. m/öllu
(rafmagnsrúður o. fl.) Eftirsóttur
sportbill. Verð 4 millj. Skipti möguleg.
M. Benz 608 rúta. Hvítur — 18
manna 4 cyl., dísil — 5 gira. Upptekin
vél — kassi — drif. Innfluttur notaður.
Verð 6 millj.
Chevrolet Fleetmaster Sport Coupé
m/blæjum 1947. Rauður, 6 cyl.,
beinskiptur. Allur nýuppgerður. Fá-
gætur fornbill. Verð 2.7 millj.
Ford Escort 1976, silfurgrár, ekinn 45
þ. km„ útvarp og segulband. Toppbíll.
Verð: 2.7 millj.