Dagblaðið - 09.07.1979, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 09.07.1979, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR9. JÚLÍ 1979. 9 Nicaragua: Flótti brostinn áliöSomoza forseta Skæruliðar sandinista hafa hafnað tilmælum Bandaríkjastjórnar sem stefndu í þá átt að hætt yrði bardög- um í Nicaragua. Telja skæruliðar sig eygja sigur í baráttu sinni gegn Somoza forseta landsins og þjóð- varðliðum hans. Orðrómur er á lofti um að nú sé i undirbúningi stórsókn í áttina til höfuðborgar landsins Managua og taka hennar, sem þá væntanlega mundi binda enda á völd Somoza og manna hans i landinu. Flótti er nú brostinn á lið stuðn- ingsmanna Somoza forseta og hafa fregnir borizt af mörgum helztu stuðningsmönnum hans fyrrum, sem nú séu í óðaönn að koma sér úr landi. Orðrómur um að Somoza sjálfur hygðist halda sömu leið er stöðugt borinn til baka af talsmönnum hans. Fregnir af bardögum eru heldur óljósar. Þó er vitað að allir skærulið- ar hafa yfirgefið stöðvar sínar í út- hverfum höfuðborgarinnar, Mana- gua. Alls er óljóst hvort Bandaríkja- stjórn tékst sú ætlun sin að koma á tiltölulega hægfara umbótastjórn í landinu, þegar og ef Somoza fer frá völdum. Margir telja að marxistar sem fylgja sömu stefnu og Castro á Kúbu muni verða sterkasti hópurinn innan sandinistahreyfingarinnar. Hópur skæruliða sandinista með jeppabifreið, sem þeir hafa tekið herfangi af þjóðvarðliðum Somoza forseta. Ghana: ALMENNT FRÍ Á KOSNINGA- DAGINN Ghanabúar ganga að kjörborðinu í dag til að velja milli þeirra tveggja frambjóðenda sem hlutu flest at- kvæði í kosningum til forseta lands- ins, sem fram fóru hinn 18. júni síðastliðinn. Þá voru frambjóðendur tíu talsins en aðeins tveimur þeirra tókst að fá25% greiddra atkvæða. Tilkynnt var í útvarpinu í Accra, höfuðborg landsins, til að tryggja að kosningarnar færu fram með friði og spekt hafi verið ákveðið að loka vín- veitingastöðum um allt land. í kosningunum hinn 18. júni var einnig kosið til þings landsins. Þjóð- legi alþýðuflokkurinn náði þá naum- um meirihluta eða sjötiu og einu þingsæti af eitt hundrað og fjörutíu. Frambjóðandi flokksins til forseta er dr. Hilla Limann en andstæðingur hans er Victor Owusu. Jerry Rawlings flugforingi, sem er helzti foringi byltingarráðs hersins sem gerði uppreisn 4. júni siðastlið- inn tilkynnti í útvarpsávarpi i gær að óeirðir og óspektir í kosningunum yrðu ekki þolaðar. Hann lagði áherzlu á að landsmenn sameinuðust um að leysa úr þeim efnahagsvanda sem Ghana ætti við aðglíma. Hörmungar flóttamanna frá Vietnam halda áfram >íós vegar um Suðaustur-Asiu. Á myndinn sjást nokkrir þeirra klifra upp ströndina á eyju einni við Hong Kong, eftir að skip þcirra hafði strandað þar. Fregnir berast nú af frönsku skipi sem aö- stoðað hefur nauðstadda flóttamenn og tekið þá um borð af fleytum þeirra, sem komnar hafa verið að þvi að sökkva. Skipið er á vegum franskra góðgerðarstofn- ana en stjómvöld í Frakklandi hafa lofað að veita öllum þeim hæli sem um borð verða teknir. Ródesía/Zimbabwe: Muzorewa leitar hjálpar vestra —hyggst síðan fara til Bretlands Muzorewa biskup, forsætisráðherra Ródesíu/Zimbabwe, er kominn til Washington og mun i dag hefja baráttu þar fyrir að opinberir aðilar i Banda- rikjunum viðurkenni stjórn hans og aflétti viðskiptabanni því sem gildir gagnvart landi hans. Að lokinni ferð sinni um Bandarikin mun hann ætla til Bretlands í sömu erindagjörðum. Vitað er þegar að Carter Bandaríkja- forseti er andvígur afléttingu viðskipta- bannsins, þar sem hann telur slíkt geta haft mjög afdrifaríkar afleiðingar fyrir stefnu og orðstí Bandaríkjanna i Afríku. Hann hefur einnig lýst þvi yfir að hann telji kosningarnar sem komu Muzorewa í forsætisráðherrastól ekki hafa verið nægilegar vandaðar. Utan- ríkismálanefnd öldungadeildarinnar í Washington telur að aflétta eigi viðskiptabanni á Ródesíu/Zambabwe. Stjórn Margrétar Thatcher í Bret- landi mun vera á báðum áttum i stefn- unni gagnvart stjórn Muzorewa en hefur þó lýst því yfir að engin ákvörðun verði tekin um viðskipta- bannið gagnvart ríkinu fyrr en 20. ágúst næstkomandi. (Actual Unretouched Photographs) Hrukkurnar burt með Jovan Wrinkles Away™ Nú er hægt að slétta andlitshrukkur á nokkrum mínútum, hrukkur, sem tók mörg ár að safna. Smádropi af Jovan Wrinkles Away™ virkar um leið. Hjálpar til að slétta hrukkur, djúpar sem grunnar, og tekur bauga undan augum svo fljótt að þú sérð næstum hrukkurnar hverfa. Þetta nýja fegurðarefni hjálpar þér að halda andlitinu hrukkulausu, jafnt að degi sem að kvöldi. -Snklkaway- WRINKLESAWAV WRlNKLtS v.,,'.viq!A- pT l Avvay'^ H. MHlj Þúverður undrandi yfir breytingunni. — Líttu inn og fáðu að reyna í næstu snyrtivörubúð. Haltu æskuljómanum við með Jovan Wrinkles Away™. JOPCO HF. - LAUGAVEGI 22 - SÍMI 19130

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.