Dagblaðið - 09.07.1979, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 09.07.1979, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 9. JÚLÍ1979. Hki a *_•» _« ibufcí hruiia-tk-U cru hvtrju siuni og þvl (lýlir slukkviliíiid sér scm mcst má verða. Á Reykja- ¦e-ra* nr 11111111) stMvnA melt Ijosum. Er útkall kom vegni grilUteikar i Hitunl varö þi-ssi þrehldi arekstur við !}___ __u i aftasta bllnum skarst illa og missti Unnur. Var bill sent var á leiA i Harún kvaddur til baka og leit gertaó Itau i voa um aA hjilpa konunni. ASt/DB-mynd Sv. Þorm. Kvöldroðinn talinn eldur Hclgin var átakalítil hjá Slökkviliði Rcykjavikur en þó þurfti nokkrum siiinuni að grípa til bilanna og slökkvi- tækjanna. f gaer i'ór liðið að leikskóla við Fogrubrekku í Kópavogi. Þar stóð lítið barnahús úti á veilinum í björtu báli. Fljótt var slökkt. En þetta er stórbruni í auguni einhvers lítils. Farið var á 2 bílum og sjúkrabil að sumarbústað við Reyki. í ljós kom að kvöldroðinn í rúðum bústaðarins hafði litið út sem eldur — og einhver var- kár verið fljótur að kveðja slökkvi- lið til. Þá var liðið kallað að háhýsi við Hátún 6 vegna reyks frá íbúð. í ljós' kom að verið var að grilla úti á svölum. Allt reyndist í lagi með steikina. ! Auk þessa var kveikt í ruslatunnu við Grettisgötu á sunnudagsnótt og hefði getað orðið bál af. Sömuleiðis var kveikt í bensínleka á Smáragötu. Svo það var í ýmsu að snúast hjá slðkkvi- liðinu. -ASt. Söluturn - Söluturn Óska eftir að kaupa söluturn eða góða verzl- unaraðstöðu fyrir sælgætis- og tóbaksverzlun. Skilyrði að aðstaða sé góð. Góð útborgun fyrir rétta eign. Tilboð ásamt upplýsingum leggist inn á DB merkt „666". IVIunið f rímerkjasöf nun Geðverndar Innlend og erlend frímerki. Gjamu umslögin heil, oinnig vólstimplufi umslög. PósthöH 1308 eða skrifstofa fól. Hafnarstræti S, 'simi 13468. HÚSASMIÐIR geta tekið að sér mótasmíði, nýsmíði eða breytingar. Upplýsingar í síma 36808 frá kl. 6—8 síðdegis eða í síma 76746. Til viðskiptavina Vegna sumarleyfa verður skrifstofa og verk- smiðja lokuð frá og með 16. júlí til 13. ágúst nk. Verzlun Rafha Austurveri, Háaleitis- braut 68, verður opin, svo og viðgerðaþjón- usta, símar 84445 og 86035. HF. RAFTÆKJAVERKSMIÐJAN HAFNARFIRÐI Fjárlaga og hagsýslustofnun óskar eftir að ráða skrifstofumann nú þegar. Góðrar íslensku- og vélritunarkunnáttu er; krafist. Æskilegt er að umsækjandi geti skrifað á ensku og t.d. einu Norðurlandamáli. Laun; skv. launakerfi opinberra starfsmanna. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf óskast sendar fjármála- ráðuneytinu, fjárlaga- og hagsýslustofnun, Arnarhvoli. Fjármálaráðuneytið \ f Orkustefna FramsóknarfBokksins ídeíglunni: J 1—2% af bensíni landsmanna fram- leitt hér heima? „Okkur finnst eðlilegt að kannað sé til hlítar hvort ekki sé eðlilegt að reisa hér á landi litla verksmiðju, í tengslum við Áburðarverksmiðjuna, þar sem framleitt yrði bensín úr vetni og kol- efni. Til Áburðarverksmiðjunnar liggja raflínur sem geta flutt meiri orku en hún þarf á að halda og nýja verksmiðj- an gæti fullnýtt þær. Auk þess er fram- leitt vetni í Áburðarverksmiðjunni. Kolefnið getum við fengið úr mó og mótekja yrði því mögulega stunduö hér á ný í talsverðum mæli! Við hugsum okkur að hægt sé að framleiða 1—2% af bensíni sem landsmenn nota á bila sína." Þetta hafði Guðmundur G. Þórar- insson verkfræðingur að segja um við- fangsefni starfshóps á vegum Fram- sóknarflokksins, sem vinnur um þessar mundir að rannsóknum á orkumálum og orkubúskap íslendinga. Ætlunin er að hópurinn skili tillögum, sem síðar verði birtar sem stefna flokksins í orku- málum. Guðmundur sagði verkefni hópsins ærið yfirgripsmikið. Fjallað er um það, hvaða möguleikar eru til orkusparn- aðar á öllum sviðum og sérstaklega hvar hægt er að útrýma olíunotkun. í því sambandi beinist athyglin að notk- un bíla, en starfshópurinn telur að víða geti rafbilar leyst af hólmi bíla sem nú ganga fyrir bensíni og gasolíu. Ýmsar opinberar stofnanir gætu þannig notað rafbíla. Ljóst væri hins vegar, að lækka þyrfti aðflutningsgjöld, á rafbíl- um, til að örva notkun þeirra, en einnig sagði Guðmundur að endurskoða þyrfti reglur um þungaskatt af slíkum farartækjum. Varðandi olíunotkun fiskveiðiflot- ans beinist athyglin m.a. að ganghraða skipanna, en fram hefur komið að hraðaaukning um einn hnút getur aukið olíueyðslu um 40—50%! Tækni- deild Fiskifélags íslands hefur fram- kvæmt athugun á þessari hlið orku- notkunar og starfshópurinn kannar nú hvernig bezt megi hagnýta niðurstöður hans. Þá liggur fyrir, að margar loðnu- bræðslur hér á landi eyða mun meiri olíu pr. bræðslutónn en sambærilegar verksmiðjur í Noregi. Einangrun íbúðarhúsa hefur og komið við sögu í starfshópunum; hvernig æskilegast sé að einangra, hvort þrefalt gler í gluggum sé vænleg leið til árangurs og hvort skyggt gler í gluggum komi til greina, en það endur- kastar varmageislum inn í húsið aftur. Enn má nefna að hópurinn hefur rætt um notkun varmadæla, sem geta minnkað kostnað vegna rafhitunar um 3/4, hvernig flýta megi lagningu hita- veitna og nýtingu jarðvarma yfirleitt, og styrkingu rafkerfisins í landinu. -ARH Rallad og traiíad í Videy *• ¦raE.'.y.,:.:.: > ',_¦- yc:__* _ "' % - -.• - f. t. *i ¦ ' : **. >¦ * ___K&.^__»\_W • *•,/_. 'íSH _____HL_-' /'' jW I____Hb_, í__£» «"M S'IÍseÉ1 «í'** »> s 1.. ¦ >•. ¦ 6 ^ wt ' ItinMWr n' f ji ' *#*_ ni* _ 4 , ¦MfpM SaBSir1' ^i JðÉI **fe :|» "Y ív '"^ ^ííÉl k*' w P ."* 11 r i m t i "¦ •t' V. .#f ¦'.'":':; ;'::::-:;- ;ílil* 'J \f •; > «N. , Raulað undir klettavegg I miðnætursólinni. Á þessum síðustu tímum, þar sem allir mögulegir og ómögulegir hlutir verða að ralli, vildu Vísnavinir ekki vera minni menn og efndu til vísnaralls í Viðey á föstudagskvöldið. Að vísu skiluðu sér ekki til leiks sumir af hinum eiginlegu Vísnavinum, en þeim mun fleiri vinir Vísnavina. Það reyndist því ákaflega gæfulegur og vinalegur hópur sem Skúlaskeiðið hans Hafsteins skil- aði á land í Viðey. Eftir að hafa rölt dálítið um eyna, skoðað mannvirki, fuglalíf og náttúrufar, settist hópurinn undir litinn klett. Þar upphófst hið eiginlega vísnarall og menn rauluðu gamla slagara og nýja. Meira að segja var flutt frumsamin tónlist. Ljóðskáld fengu líka rúm á dag- skránni. Ragnar Ingi Aðalsteinsson flutti skáldskap sinn og fékk hinar ágætustu viðtökur. Sigurlína sjón- varpsþula Davíðsdóttir snaraði saman vísum á staðnum, sem Vísnavinir og vinir þeirra rauluðu. Skúli Thorodd- sen, forstjóri Félagsstofnunar stúd- enta, sagði glefsur úr sögu Viðeyjar og afgreiddi heilu aldimar á nokkrum mínútum. Hann flutti lika sýnishorn af ágætum skáldskap sínum. Margt fleira var á dagskránni á þess- ari menningarsamkomu í Viðey, fær- eyskur dans hvað þá annað. Viðstaddir voru enda ekkert áfjáðir í að yfirgefa staðinn, þegar Hafsteinn gaf merki til brottfarar. En seint og um síðir tókst að draga alla um borð í Skúlaskeiðið og síðan var rallað og trallað alla leið til lands. -ARH Aöalsteinn Sigurösson vísnavinur flutti méðal annars frumsamda tónlist > Ragnar Ingi Aðalsteinsson trá Vað- brekku flutti skáldskap sinn og fékk varmar viðtðkur viðstaddra. DB-myndir Atli Rúnar

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.