Dagblaðið - 09.07.1979, Blaðsíða 20

Dagblaðið - 09.07.1979, Blaðsíða 20
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR9. JÚLÍ 1979. Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Þóröur Hallgrímsson (sést ekki á myndinni) hefur sent knöttinn i netið hjá Fram cftir gullfallegan undirbúning. Gleðin varð hins vegar skammvinn þvi Framarar jöfnuðu metin rétt á eftir. DB-mynd Hörður. Eyjamenn stálu öðru stiginu —kræktu í jafntefli gegn Fram er Framarar létu verja frá sér vítaspymu Eyjamenn geta svo sannarlega prísað sig sæla með að hafa haft annað stigið með sér heim til Eyja eftir leikinn gegn Fram á Laugardalsvellinum i gær- kvöldi. Eftir að Fram hafði lengst af ráðið gangi leiksins skoruðu Eyjamenn mark á 80. minútu er Þórður Hallgrímsson skaut lúmsku skoti í fjærhorn marksins. Ekki liðu nema tvær mín. þar til Fram hafði jafnað metin. Trausti Haraldsson átti þá gull- l'ullega sendingu inn á Guðmund Steinsson, sem var utarlega vinstra megin í vitateignum. Guðmundur var ekkert að hika heldur skaut þrumunegl- ingu með vinstri fætinum svo að knötturinn bókstaflega söng i netinu KR-ingar voru Ijónheppnir vægast sagt er þeir hirtu annað stigið af KA á Akureyri í gærkvöldi i leik þar sem KA var mun betri aðilinn allan tímann. Það voru rcyndar KR-ingar sem skoruðu fyrst, þvert gegn gangi leiksins. Þeir fengu vitaspyrnu á 70. mínútu og úr henni skoraði Birgir Guðjónsson örugglega. KA jafnaði metin aðeins fjórum minútum síðar og var þar að verki Óskar Ingimundarson af stuttu færi. KA lck undan örlitilli golu i fyrri hálfleiknum og fyrstu minúturnar var jafnræði með liðunum en síðan fór KA að ná undirtökunum og á 22. mínútu átti Óskar Ingimundarson gott skot rétt framhjá og þar með var tónninn gef- inn. Skömmu siðar skapaðist stórhætta við mark KR-inganna eftir aukaspyrnu Elmars Geirssonar, sem var yfirburða- maður á vellinum. Boltinn rúllaði yfir iappirnar á þremur KA-mönnum án þess að þeim tækist að skora. Börkur Ingvarsson álti skot á KA markið á 32. minútu og var það eina tillag KR í marktækifærunum í fyrri hálfleik. Elmar átti hins vegar stórhættulegt skot á 38. mínútu eftir frábæran undir- búning Gunnars G'islasonar. Rétt fyrir lok hálfleiksins var Elmar cnn á ferðinni með þrumuskot, sem Magnús varði vel í horn, en Jóhann Jakobsson átti allan heiðurinn af undirbúningnum. KA hóf siðari hálfleikinn af miklum krafti og á 52. mín. fékk Njáll Eiðsson upplagt tækifæri til að skora. Elmar gaf þá góða sendingu á Njál , en þrumuskot hans var beint á Magnús markvörð. Ekki hefði þurft að sökum að spyrja ef knötturinn hefði farið annars staðar á markið. Á 57. minútu fengu KR-ingar sitt eina almennilega færi i leiknum. Þá kom sending þvert fyrir markið og þremur KR-ingum rétt upp undir þverslá — algerlega óverjandi fyrir annars frábæran mark- vörð Eyjamanna, Ársæl Sveinsson. Gullfallegt mark. Frömurum tókst ekki að bæta við öðru marki og urðu því af dýrmætu stigi í toppbaráttunni. Leikurinn byrjaði fjörlega i blið- unni í gær og strax á 4. mínútu fékk Gunnar Orrason dauðafæri á mark- teig, en Ársæll varði laust skot hans með tilþrifum. Liðin sóttu á víxl, en á 13. mínútu komst Gunnar aftur í dauðafæri. í þettaskiptið var skot hans mjög fast en Ársæll sá enn við honum og varði af snilld. Þetta voru ekki einu skiptin sem Ársæll varði vel og hann mistókst að koma tuðrunni i netið. Rétt á eftir átti Eyjólfur Ágústsson skot rétt framhjá marki KR, en síðan kom reiðarslagið! Á 70. minútu var knötturinn gefinn inn i teiginn hjá KA Haraldur Haralds- son ætlaði að spyrna frá marki en knötturinn hrökk þá alveg óvart upp i önd hans. Var ekkert um annað að ræoa fyrir Grétar Norðfjörð dómara en að dæma vítaspyrnu sem hann og gerði. Úr henni skoraði Birgir Guðjónsson af öryggi. Ekki liðu hins vegar nema fjórar minútur þar til KA hafði jafnað metin. Þá fékk KA aukaspyrnu fyrir miðju Fá úrslit hafa komið jafnmikið á óvart i lengri tima og sigur Magna yfir Breiðabliki i Kópavogi á laugardaginn. Þrátt fyrir nær stöðuga sókn Blikanna allan tímann tókst þeim aðeins einu sinni að skora mark. Var þar Sigurður Grétarsson að verki. Magni fékk tvö færi og nýtti þau bæði. Fyrra markið skoraði Hringur Hreinsson úr vita- spyrnu i fyrri hálfleiknum eftir eina af fáum skyndisóknum Magna. Sigurður jafnaði siðan metin á 63. mínútu en á 70. minútu gulltryggði Þorsteinn Þor- steinsson sigur Magna með fallegu marki. Blikarnir fengu aragrúa færa og t.d. lét Sigurður verja frá sér vita- spyrnu undir lok leiksins. Þrátt fyrír að liggja i vöm megnið af tímanum léku Magnamenn leikinn af skynsemi og náðu fullum afköstum út úr hverjum og einum leikmannanna. Það er vist óhætt að segja að allt geti gerzt i knatt- spyrnunni. Við tapið missti Breiðablik forystusætið í deildinni til FH, en óvist átti eftir að reynast Frömurum óþægur Ijár í þúfu. Átta minútum síðar átti Marteinn Geirsson mjög lúmskan skalla aftur fyrir sig, sem hafnaði i þverslánni en Ársæli var vel á verði að vanda og við öllu búinn. Eyjamenn áttu aðeins tvö skot að marki Fram sem voru umtals- verð. Hið fyrra — skot Valþórs Sigþórssonar — fór rétt fram hjá en Guðmundur, markvörður Fram, varði skot Óskars Valtýssonar vel. Síðan fengu Framarar vitaspymu. Guðmundur Steinsson lék laglega á tvo Eyjamenn en var síðan umsvifalaust skellt flötum og Kjartan Ólafsson sem annars dæmdi helzt ekki neitt, var ekki marki KR. Jóhann Jakobsson skaut þrumuskoti að marki. Magnús mark- vörður hélt ekki knettinum og Óskar lngimundarson, sem hafði fylgt mjög vel eftir, skoraði af öryggi, 1-1. Skömmu síðar skaut Óskar góðu skoti rétt yfir markið og á lokaminútu leiksins fékk Elmar gullið færi til að gera út um leikinn fyrir KA. Hann fékk þá sendingu frá Gunnari Blöndal og ætlaði að sneiða knöttinn i netið, en skot hans fór hárfínt framhjá markinu. Það verður ekki annað sagt en að KR-ingar hafi verið heppnir að ná öðru stiginu úr þessum ieik. Reyndar var liðið mun slakara en menn bjuggust er hversu lengi Januslausir FH-ingar megna að halda þvi. Það voru ftmm leikir i 2. deildinni um helgina og mikið um að vera. Á föstudagskvöldið vann Fylkir ÍBÍ, 4-0, i Laugardalnum og hefði sá sigur eftir atvikum getað orðið mun stærri. Hilmar Sighvatsson skoraði 2 mörk, Guðmundur Einarsson eitt og fjórða markið var sjálfsmark eins ísfirðing- anna. Þá léku einnig Þór og FH á föstudag- inn. FH vann 2-0 með mörkum frá Þóri Jónssyni á 15. mínútu eftir mikinn einleik. Siðara markið skoraði Leifur Helgason. Pálmi Jónsson var rekinn af leikvelli í upphafi s.h. en ekki dugði það Þór til að jafna. FH hafði yfir- burði á öllum sviðum. Fyrir austan léku Þróttur og Austri og lauk þvi uppgjöri með öruggum sigri Þróttar, 24). Þeir Bjarni Jóhann- esson og Björgúlfur Halldórsson skor- uðu mörk Þróttar og Austri situr nú seinn á sér og dæmdi vítaspyrnu. Pétri Ormslev, sem fram til þessa hefur verið mjög öruggur i vítum, var falið að taka spyrnuna. Ársæll sá hins vegar enn við Frömurum og hann varði vítaspyrnu Péturs mjög laglega þrátt fyrir að hann væri augljóslega kominn af stað í hægra hornið löngu áður en Pétur var búinn að spyrna. Við þetta dró nokkuð af Frömurum undir leikhlé og áttu Eyjamenn ívið meira i leiknum þar til flautað var til leikhlés. Framarar hófu síðari hálfleikinn með miklum látum og strax á upphafs- mínútu hans átti Símon Kristjánsson skot yfir úr erfiðri aðstöðu og á næstu mínútu átti Gunnar Bjarnason góðan við fyrir norðan. Liðið leikur ekki fallega knattspymu, en leflcmenn eru í mjög góðri æfingu og mjög snöggir i hreyfingum. Enginn skar sig úr öðrum fremur hjá KR en þess ber að geta að Jón Oddsson lék ekki með. Hjá KA var Elmar allt í öllu og lék frábærlega í einu orði sagt. KA liðið var annars mjög jafnt i leiknum. Áhorfendur voru rétt um 1400 og dómari var Grétar Norðfiörð og dæmdi vel, en þrívegis dæmdi hann skref á markverði liðanna og vakti það ntikla athygli þar sem slikur dómur hefur ekki sézt norðan heiða i mörg ár. -St.A. einn og yfirgefinn á botninum og ekk- ert nema fall blasir við liðinu. Heyrzt hefur að Ágúst Ingi Jónsson hyggist taka skóna fram að nýju og er þá aldrei að vita h vað Austra tekst að gera. í gærdag léku svo Selfyssingar og ís- firðingar á Selfossi og lauk þeim leik með markalausu jafntefli. Selfyssingar eru ekki svipur hjá sjón miðað við í upphafi mótsins, en þá gekk þeim allt i haginn. Staðan í deildinni: FH 9 7 11 21-9 15 Breiðablik 9 6 2 1 20-6 14 Fylkir . 9 5 13 21-13 11 Þór 9 5 0 4 14-14 10 Selfoss 8 3 2 3 13-8 8 ísafjörður 8 2 3 3 13-14 7 Þróttur 8 3 14 8-10 7 Reynir 8 2 2 4 5-11 6 Magni 9 2 16 8-25 5 Austri 9 0 3 6 7-20 3 skalla að marki eftir hornspyrnu. Fyrsta hættulega tækifæri Eyjamanna kom á 55. mínútu. Tómas Pálsson vann þá skallaeinvígi og knötturinn hrökk til Ómars Jóhannssonar. Hann gaf vel fyrir markið en skalli Gústafs Baldvinssonar fór rétt yfir. í næstu sókn átti Gunnar Bjarnason, sem nú lék stöðu miðvarðar og skilaði henni mjög vel, skot rétt framhjá og rétt á eftir átti Gunnar Guðmundsson þrumuskot yfir Eyjamarkið. Á 63. mínútu varði Ársæll glæsilega, skot frá Trausta og sókn Framara var þung. Ársæll var hins vegar sú hindrun sem þeir áttu erfitt með að yfirstíga og þegar liða tók á leikinn rann mesti móðurinn af Frömurum og Eyjamenn tóku að koma meira inn í myndina. Á 74. mínútu munaði minnstu að vit- laus staðsetning kostaði Guðmund i Frammarkinu mark. Óskar Valtýsson tók þá aukaspyrnu úti á vinstri kant- inum og sendi í átt að markinu. Boltinn sveif yfir Guðmund, sem var allt of framarlega, en honum til bjargar lenti knötturinn rétt utan stangar. Ómar Jóhannsson komst í dauðafæri rétt á eftir en var örlitið of seinn og síðan skoruðu Eyjamenn. Ómar tók þá hornspyrnu frá hægri og gaf vel fyrir markið. Gústaf Baldvinsson skallaði mjög laglega fyrir fætur Þórðar Hallgrímssonar, sem skoraði með lúmsku skoti. Framarar brunuðu upp og Guðmundur jafnaði metin eins og áður er greint frá. Eftir mörkin datt hraðinn nokkuð niður og þó Framarar væru atgangs- harðari við markið tókst þeim ekki að knýja fram sigur, sem hefði þó verið fyllilega sanngjarnt. Bæði liðin léku þennan leik nokkuð vel, en hætt er við að Framarar verði ekki meistarar með sliku jafnteflafarg- ani. Þeir hafa nú gert sex 1-1 jafntefli í 8 leikjum og slíkt hljómar ekki nógu sannfærandi. Aftasta vörnin var bezti hluti liðsins i leiknum og þeir Gunnar og Marteinn áttu mjög góðan leik. Þá voru bakverðirnir Símon og Trausti sterkir. Rafn Rafnsson var mjög góður á miðjunni, en framlínumenn Framara, sem voru þrír að þessu sinni í stað tveggja áður, sáust oft á tíðum lítt fyrir. Eyjamenn leika fast, einum um of,1 og gefa aldrei þumlung eftir. Einkum var örn Óskarsson óþarflega grófur i leik sínum og undarlegt er hvernig hann sleppur endalaust við tiltal eins og hann fer í tæklingar. Mótherjinn má þakka guði fyrir að koma ekki fótbrotinn á báðum úr slikri meðferð. Annars var vörnin sterkari hluti liðsins, en frammi var Tómas Pálsson stórhættulegur. Óskar Valtýsson var sami ódrepandi dugnaðarforkurinn á miðjunni, en bezti maður liðsins var tvímælalaust Ársæll markvörður. Markvarzla hans var oft á tiðum stórglæsileg og e.t.v. má segja að hún hafi réttlætt að annað stigið fór til Eyja. -SSv. Ljónheppnir KR-ingar —kræktu íannað stigið á Akureyrí Magni lagði Biikana!

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.