Dagblaðið - 09.07.1979, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 09.07.1979, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 9. JÚLÍ 1979. 13 Að lifa ránlífi eða ekki Líklega gera fæstir okkar mann- anna sér fullkomna grein fyrir þeirri staðreynd, að við, ég, þú og allir hinir, erum dýr jarðarinnar, teljumst til þeirrar dýrategundar sem á fræði- máli mun nefnd Homo Sapiens og út- leggst: hinn hugsandi maður. Réttara sagt gáfum við okkur þetta nafn sjálfir, þar eð við teljum okkur fara lengst i hugsuninni, hvernig svo sem á nú að skilja það. Ég held að fullyrða megi, að ekki nema rétt á skólabekknum fái menn greinilega að vita það, að þeir eru ekki menn. Þeir eru dýr, aðeins af þeirri dýrategundinni sem kölluð er „menn”. Fæstir skilja það til fulls, nema þá vel skynsamir náttúrufræð- ingar, helst sem velt hafa viðfangs- efninu vel og lengi fyrir sér, að við er- um aðeins ein spendýrategundin hér á jörðinni, með alla kosti hennar og galla. Svo samdauna hugsanaganginum í samfélagi mannanna erum við orðin, að við höfum langflest langoftast gleymt því, að við erum aðeins ein dýrategund þessa hnattar og höfum engan siðferðilegan né réttlætanlegan rétt yfir öðrum dýrategundum, þó okkur finnist alltaf svo vera. Alls engan! Nema þá síður væri núorðið vegna framkomu okkar gagnvart öðrum tegundum. Þegar maður staldrar aðeins við og veltir fyrir sér stöðu mála, fyllist maður blygðun af hæstu þekkjan- legri gráðu fyrir það að teljast til þessa flokks. Sjá hvernig dýrategund- in maður drottnar grimmilega yfir öðrum tegundaflokkum hnattar sins. Sjá hvernig hann misnotar og mis- þyrmir öllum þeim tegundum, sem hann getur haft minnstu not af. Hann hremmir sum þeirra í búr, elur þau upp við hinar grimmilegustu að- stæður og líflætur þau ýmist í til- raunskyni eða sjálfum sér til matar. Sum þeirra eltir hann uppi í vélum sínum og drepur á hina ýmsu vegu. Oftast eru vélar hans það vel hugs- aðar, að hann getur náð mörgum þeirra i einu og drepið. Stundum milljónum saman. Þetta heitir jú fyrir þá, sem ekki eru fyllilega með, ,,að veiða”. Sum þeirra hneppir hann einnig i ánauð. Það er aðallega í tvennum tilgangi. Annars vegar þarf hann að láta þau vinna fyrir sig sem þræla sina, svo hann geti haldið uppi lifistandard þeim, sem hann er búinn að telja sjálfum sér trú um að hann geti alls ekki verið án. Hins vegar eru sumar tegundir í ánauð hjá honum, svo hann geti drepið þau og étið, þegar hann þarfnast. Ekki að hafa þau „gömul” og skemmd þegar hátíðirnar hans koma. Sumar tegundirnar hefur hann verið með í ánauð í margar kynslóðir, stundum svo margar að elstu heimild- irnar hans, sem þó eru æði gamlar, þær elstu, skýra svo frá, að þá hafa forfeður sumra þeirra tegunda, sem hann hefur enn í ánauð, verið komnar í fangelsið. Má nærri geta að fjöldi þeirra kynslóða skiptir hundr- uðum, ef ekki þúsundum, síðan þær voru frjálsar. Eina tegundina köllum við víst sauðfé, aðrar geitur og enn aðra hesta. En sumar dýrategundirnar hefur maðurinn þó ekki haft mjög lengi í ánauð og sumar þeirra mjög stutt, og þá vegna þess að hann er alltaf að færa sig upp á skaftið. Hann hafði þær ekki áður i fangelsum sínum. Þeim tegundunum fjölgar alltaf. Að sama skapi fækkar þeim flokkunum alltaf, sem teljast frjálsir enn, þó ýmsa þeirra nytji hann á hina marg- víslegustu vegu samt. Tegundir íhættu Ekki getum við gleymt þeim teg- undunum, sem hann „veiddi” svo duglega af, að þær kláruðust allar. Þetta heitir jú víst á mannamáli, að þær urðu „útdauða”. Margar aðrar tegundir veiðii' hann svo duglega í dag að þær eru alveg við það að klár- ast. Sumum verður vart bjargað, en öðrum þeirra má bjarga. En ekki má það dragast öllu lengur, að hann átti sig á því, vegna þess að mjög fáir ein- staklingar eru eftir af sumum dýra- tegundunum. Af einni stærstu dýrategundinni, eru bara örfáir þeirra, sem stunda þá iðju og hafa búbót af. Gætu þeir hæglega fengið sér aðra framfærslu og jafnvel enn betri, kærðu þeir sig um. En svo skrýtið er þetta nú samt, að þeir vilja það ekki. Ekki af óþverrahugsunarhætti, heldur halda þeir að kannski versni staða þeirra i hópnum. Það vilja þeir ekki fyrir nokkurn mun hætta á. Samt er það nú algjör óþarfi, þvi þeir eru bráð- duglegir og ættu mjög auðvelt með að koma sér fyrir á annan hátt. Þeir gætu meira að segja fengið sér það viðurværi, sem væri enginn átroðn- ingur yfir annarri dýrategund: aflað eins mikillar næringar, ef ekki meiri, og þeir fengju annars úr dauðum lík- ömum umræddrar tegundar, sem þeir veiða nú. Þeir gætu m.a. stund- að alls konar jarðyrkju og ræktað jurtir sér til framfæris og öðrum til næringar. Jurtir eru ekki dýrategund heldur annars konar lífverur, sem vaxa stöð- ugt við góð skilyrði. Þær hafa alls ekki eins sterkar tilfinningar og skynjun dýrategundirnar. Miklu ófullkomnari á allan hátt. Lang- sjaldnast deyja jurtirnar eða særast, séu þær nytjaðar rétt. Hægt er að nytja þær þannig að engin þeirra deyi eða særist, þó nægjanleg nyt sé tekin af þeim. Háttvirtu lesendur. Þar sem við stöldruðum aðeins við og litum um öxl, verður ekki annað séð en að langgrimmasta og miskunnarlausasta samt hræddur um, að við þyrftum að fá okkur fleiri og stærri grátklúta, ef við ætluðum að gráta í sama hlutfalli fyrir þær svívirðingar, sem við fremj- um ennþá daglega. Eru hinar ógeðs- legustu nasistaaðgerðir stríðsins al- gjör hátíð á við þá grimmilegu með- ferð, sem við beitum aðrar dýrateg- undir en okkar eigin í hverri sýslu landsins nær daglega allt árið. Þelta heitir að lifa ránlífi. Miskunnarlaus drottnun grundvölluð á ræningja- sem lifir á hnettinum, eru ekki nema nokkur þúsund einstaklingar eftir. Þessa tegund, sem lifir í úthafinu, veiðir nær eingöngu einn hópur manna, sem býr á eyju norðarlega á hnattkringlunni. Mjög lítill hópur manna miðað við allan fjöldann af þeirri tegundinni, en góður samt. Hefur hann komið sér upp einu skásta félagi allra þeirra mannfélaga sem eru á öllum hnettinum. Þó telur hann sér enn trú um, að hann þurfi að veiða þessa stóru og dásamlegu dýrategund. Hann veiðir þó ekki mjög mörg dýr ár hvert, en samt of mörg að áliti þeirra, sem best vita hjá honum. En vitið þið það, lesendur mínir góðir, að flestir af dýrategundinni „maður” á fyrrnefndri eyju vilja ekki að stóru flökkuspendýrin, sem hópurinn veiðir, séu veidd. Því það dýr jarðarinnar sé því miður sú teg- undin, sem við teljumst einmitt til. Ekki er staða okkar glæsileg meðal samtíðarábúenda okkar á hnettinum. Ég held, að útilokað væri fyrir okkur að halda því fram, að við séum „góð” tegund. Röng þróun Sumir okkar gráta sáran, þegar minnst er á styrjaldir þær, er mann- kynið hefur háð innbyrðis öldi’.n saman. Minnast margir núlifandi ein- staklingar þeirra hryllilegu hryðju- verka, er Hitler og co. frömdu í stríð- inu forðum, m.a. á hina skipulögðu útrýmingu á Gyðingum. Riðu þær aðgerðir þeim kynstofninum næstum því að fullu. Sá hópurinn var næstum því orðinn „útdauða” áður en tókst að stöðva þær aðgerðir. Er ég nú Magnús H. Skarphéðinsson samfélagi: Ræna allt og alla nema okkur sjálf, þegar okkur þóknast i það og það skiptið. í skjóli þekkingar okkar og vits- muna hneppum við aðrar tegundir í ánauð og misþyrmum þeim siðan eftirgeðþótta. Tæplega er þetta Guði þóknanlegt, eða hvað? Jafneinföldum leikmanni og mér er útilokað að fá þá útkomu, hvað þá að sjá mögulega réttlætingu á ósköpunum. Kannski færi best á því, þar sem einn dýrastofn þessa hnattar beitir alla aðra slíku ofríki og svívirðilegum misþyrmingum, að Iifsgangur hnatt- arins yrði stöðvaður? Til að enda þennan hildarleik. Hnötturinn jörð yrði þá „dauður”, i þess orðs merk- ingu, alllanga tíð, þar sem þessi lifs- tilraun á honum hefði greinilega mis- tekist, sem sagt, lífið hefði þróast rangt. Skrattanum einum væri skemmt með þessu áframhaldi. Einni lífskeðju alheimsins yrði þá færra á eftir. (í þessu sambandi er fróðlegt að minnast þess, að í einu best rök- studda og líklega raunhæfasta kenn- ingakerfi, er lýtur að framlífi voru, sem sett var fram af íslendingi um árið 1920, dr. Helga Pjeturss jarð- Iræðingi, eru færð athyglisverð rök að því, að við líkamsdauða okkar jarðarbúa líkömnuðumst við á öðr- um hnöttum annarra sólkerfa í efnis- heiminum okkar. Sem sagt, andlátið væri einungis flutningur af þessu Itnattkríli á mjög merkilegan lif- fræðilegan hátt yfir á aðrar lifstöðvar alheimsins. Gætum við þá væntan- lega lylgst vel með þróuninni hér eftir llutninginn ásamt forleðrum okkar frá þeim lífkerfum.) Hér gæti síðan, liklega eftir ntillj- ónir ára, kviknað líf aftur og hafið framsókn sina að nýju. Liklega væri þá ennfremur rniklum mun auðveld- ara að ná réttri stefnu heldur en að breyta þeirri, sem í dag ræður ferð- inni. Það virðist nær úlilokað, meðan þessi darraðardans hcldur áfram. Klórað í bakkann En kannski þarf ekki að eyða lifinu hér. Það eru allar likur á, að það taki ómakið af heimssmiðnum sjálft. Það hefur, skal ég segja ykkur, komið scr i þannig sjálfskaparviti, að þcssi margnefnda dýrategund á vclar til að þurrka út allt líf hnattarins mörg þús- und sinnum og hefur santt aldrci verið duglegri en einmitt þessa síð- ustu tima að smíða enn fleiri maskin- ur af þeirri gerðinni (þótt vitað sé að yfirdrifið sé til af þessu. Léleg hag- fræði þaðl). Svo ekki cr unt að ræða, hvort lífkeðjan hér eyði sér, heldttr í rauninni hvenær. En eigurn við nú ekki aðeins að staldra enn betur við og hugsa okkar gang enn betur en áður? Hvorl virki- lega ekki sé hægl að breyta þessu? Ég, fyrir mig, verð nú að viður- kenna ansi stórt hugleysi. En samt ætla ég nú að reyna að tina lóðin mín þeim megin á vogarskálina, að til betri áttar megi stefna. Þú, sem lest þessar línur, farðu ekki að gefa fölsk loforð eða þá of stór, sem þú getur ekki staðið við. Hugsaðu málið vel og lengi: Hvort það þurfi virkilega að biða okkar dásamlega hnattar að deyja. Að tæmast alveg? Galtómar borgir, tómir kaupstaðir og tómar sveitirnar. Ég neita að trúa því, fyrr en ég horfi á það úr fjarlægð. Þótt öll skynsamleg rök segi svo, ætla ég samt að berja hausnum við steininn. Ég á ekki nokkurra annarra úrkosta völ. Lesendur góðir, vilduð þið ekki klóra al’ alefli i bakkann með mér, allravinsamlegast? Magnús Hall Skarphéðinsson 6283-4730 Áríðandi tilkynning KV 2010 E með yfir 150 ÞÚS. KRÓNA afslætti. Myndsegulbönd BETAMAX með yfir 300 ÞÚS. KRÓNA afslætti. Afgreiðsla hefst næstu daga Afgreiðsla hefst næstu daga Þetta tilboð er vegna 20 sjónvarp í þessum mánuði ÁRA afmælis myndsegul- færðu þér KBB bandsins hjá SONY VIÐ BJÓÐUM ÞVÍ: Kvik- Ef þig langar til að horfa á myndir, músíkþætti o.m.fl. LÆKJARGÖTU 2 APIS Símar: 27192 og 27133

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.