Dagblaðið - 09.07.1979, Blaðsíða 21

Dagblaðið - 09.07.1979, Blaðsíða 21
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 9. JÚLÍ 1979. 21 D Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir LEYNIR ■ ■ Skemmtilegtmerki! Á ferð okkar um Akranes 1 fyrri viku komum vid á golfvöll þeirra Akurnesinga, Garðavöll. Þar blasir þetta stórskemmtilega merki við vegfarendum og ættu menn ekki að fara i neinar grafgötur um hvaða starfsemi fer þarna fram. Eins og merkið gefur til kynna var golfklúbburínn Leynir stofnaður 1965 og er því tiltölu- lega gamall af golfklúbbi að vera. Völlurínn, eða vallarsvæðið, hefur tekið miklum stakkaskiptum á örfáum árum og Garðavöllur er nú einhver allra skemmtilegasti golfvöllurinn á landinu. DB-mynd Sv. Þorm. Sjö íslandsmet sett í sundi íslenzka sundlandsliðiö keppti í vik- unni i írlandi í 3-landakeppni á milli íslands, írlands og ísrael. írarnir sigruöu örugglega í þessari keppni — hlutu 102 stig. Israel hlaut 58 stig og Ísland 38. Þrátt fyrir botnsætið náöist prýðisárangur hjá okkur i nokkrum greinum og 7 met voru sett. íþróttir Loksunnu Japanir Japanir unnu Pólverja 3—0 í blak- landsleik, sem fram fór um helgina i Poznan i Póllándi. Þetta var þriðji leikur Japananna í ferðinni og fyrri leikjunum töpuðu þeir báðum, 1—3 og 2—3. Pólverjar og Japanir eru á meðal albeztu blakþjóða heims. Bjarni Björnsson setti íslandsmet í 400 metra skriðsundi er hann synti á 4:10,64 en gamla metið, sem hann átti sjálfur, var 4:16,71 mín. og er þetta umtalsverð bæting. Þá voru sett tvö landssveitarmet i boðsundum. Fyrst syntu stúlkurnar 4x 100 metra skriðsund á 4:20,24 en i þessu sundi settu sveitir allra landanna met. í 4 x 200 metra skriðsundi karla synti íslenzka sveitin á 8:11,53 sek. en varð langsíðust engu að síður. Gamla metið var 8:18,4. Þá setti Hugi Harðar- son piltamet í 100 metra baksundi. Reyndar var metið sett í 4x 100 metra fjórsundi og í baksundssprettinum synti Hugi á 1:05,20. Þóranna Héðinsdóttir setti tvö telpnamet. Annað var í 100 metra bak- sundi — þar synti hún á 1:13,70 min. og varð rétt á eftir ísraelsku stúlkunni. Hitt var í 200 metra baksundi — þar synti hún á 2:39,59. Hugi Harðarson setti síðan glæsilegt íslandsmet í 200 m baksundi er hann synti á 2:15,93 min. en gamla metið var 2:17,1 mín. Hugi hefur verið að síbæta árangur sinn í baksundinu og má búast við að hann komist niður fyrir 2:10,0 í haust með sama áframhaldi. Sundlandsliðið hefur þvi gert góða ferð til irlands og Skotlands og mörg met hafa verið sett i ferðinni. Er ekki ástæða til annars en að óska sundfólk- inu til hamingju með þennan árangur þótt ekki myndi hann fleyta okkur langt í alþjóðakeppnum eins og við höfum fengið aðreyna. Sigurður Pétursson sigraði í SR-mótinu —hart barízt um landsliðsstigin á Garðavelli Sigurður Pétursson, GR, sigraði á hinu árlega opna móti þeirra Akurnes- inga, SR-mótinu, sem fram fór á Garðavelli um helgina. Sigurður lék 36 holumar á 144 höggum, en næstur kom Hannes Eyvindsson á 146 höggum. Júlíus R. Júlíusson, GK, varð síðan i 3. sætinu á 148 höggum. Keppni hófst á laugardag og var þá keppt í 2. og 3. flokki sameiginlega. Keppendur þar voru 36 talsins og þar sigraði Loftur Sveinsson GL á 79 högg- um. Um annað sætið var geysilega hörð barátta en þeir Þorsteinn Þor- valdsson GL, Karl Jóhannsson GR og Jens Karlsson GK léku allir á 88 högg- um og urðu að leika bráðabana. Þar sigraði Þorsteinn, Karl varð annar og Jens þriðji. í keppninni með forgjöf sigraði Loftur einnig — lék á 64 högg- um nettó, svo að eitthvað verður skorið af hans forgjöf fyrir næstu keppni ef að líkum lætur. Ingi Árnason GB varð i 2. sæti á 69 höggum nettó, en faðir Lofts, Sveinn Þórðarson GL, varð í 3. -5. sæti ásamt Ólafi Ólafssyni NK og Áma Jakobssyni GR á 72 höggum nettó. í gær var síðan keppt í meistara- og 1. flokki. Ræst var út kl. 8 um morgun- inn í blíðskaparveðri. Keppendur þar voru 47 og hafa aldrei verið fleiri. Sigurður Pétursson lék fyrri 18 holurn- ar á 70 höggum og náði þá því forskoti sem nægðúhonum til sigurs í keppninni og röð efstu manna hélzt nær óbreytt síðari 18 holurnar. Af 10 efstu mönn- um var aðeins einn úr 1. flokki. Það var Skagamaðurinn Guðni Örn Jóns- son, sem lék nú með að nýju eftir tveggja ára hlé frá golfinu. Guðni var í hópi beztu golfleikara landsins þegar hann hætti golfiðkun skyndilega en hefur nú dustað rykið af kylfunum. Keppnin gaf 170 stig til landsliðs og hlaut því Sigurður 32,5 stig til landsliðs fyrir 1. sætið. Röð efstu manna var sem hér segir: 1. Sigurður Pétursson GR 2. Hannes Eyvindsson GR 3. Júlíus R. Júlíusson GK 4. Óskar Sæmundsson GR S^Björgvin Þorsteinsson GA 6.—7. Sigurður Hafsteinsson GR 6.-7. Guðni örn Jónsson GL 8. Háifdán Þ. Karlsson GK 9. Sigurjón Gislason GK 10. Jóhann Kjærbo GS 70—74 = 144 72-74 = 146 74—74= 148 74—76= 150 76—75= 151 76— 78= 154 77— 77= 154 80—75 = 155 76— 79= 155 77- 79= 156 Þá var keppt með forgjöf og þar vann Sigurður einnig og Hannes \arð i 2. sæti. Þá fékk Júlíus aukaverðlaun frá Trico hf. fyrir að vera næstur holu á 5. braut. Mótið va í alla staði mjög vel heppn- að og létu kylfingar vel af vélli Skaga- manna, sem er þeim ti! mikils söma. Hafa þeir lagt ómælda vinnu i að gera hann sem beztan og árangurinn er fyrst að skila sér almennilega nú. Drengjalandsliðið vann Færeyingana íslenzka drengjalandsliðið fór til Færeyja um helgina og lék þar einn landsleik við heimamenn. ísland sigr- aði nokkuð örugglega i leiknum, 3-0 eftir að hafa leitt 1-0 í leikhléi. Með íslenzka liðinu léku nokkrir pilt- ar sem eru um það bil að tryggja sér sæti í aðalliðum félaga sinna og a.m.k. tveir sem leikið hafa í 1. deildinni í sumar. Þeir Ásbjörn Björnsson KA og Ragnar Margeirsson ÍBK. Það var Gísli Bjarnason (Felixsonar) sem skoraði fyrsta mark íslands og var þaðeina mark fyrri hálfleiksins. í þeim síðari bættu þeir Kári Þorleifsson (bróðir Sigurláss úr Eyjum) og Ólafur Þór Kristjánsson við mörkum. Þessir piltar eru úr KR, ÍBV og ÍBK. Á miðvikudaginn er svo gert ráð fyrir að ísland og Færeyjar leiki ungl- ingalandsleik. Addison til Derby Derby County réð á föstudagskvöld til sín Colin Addison, sem fram- kvæmdastjóra. Tommy Docherty hefur setið við stjórnvölinn hjá Derby sl. tvö ár með harla takmörkuðum á- rangri, svo ákveðið var að fá ungan og ferskan mann en Docherty gekk til liðs við fall-lið QPR í vor. Addison var lengst af leikmaður hjá Sheffield United en hefur einnig fengizt við framkvæmdastjórn hjá Hcrcford og Newport County. Hann kom t.d. Hercford úr 4. deild upp í 2. á tveimur árum og tókst að rífa lið Newport af botni 4. deildar og svo i toppbaráttuna. Ekki mun veita af kraftaverkum hjá Derby svo Addison virðist tilvalinn í starfið. V Einstakt úrvai - örugg þjónusta Yfir 200 litlr og gerðir gólfteppa. Glæsileg sýningaraðstaða. Fljót og örugg þjónusta. Mælum og gerum föst verð - tilboð kaupanda að kostnaðar ■ lausu og án skuldbindinga. Góð greiðslukjör — og allar afborganir með póstgíró - seðlum í stað víxla! Hefurðu kynnt þér tilboð l teppadeildarinnar? Teppadeild Jón Loftssqn hf. Hringbraut 121 sími10600

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.