Dagblaðið - 09.07.1979, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 09.07.1979, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR9. JÚLÍ 1979. 3 Áskorun til húsmæðra: Látið ekki teyma ykkur eins og mýlda kú — Mótmælum verðhækkunum á landbúnaðarvörum Herdís Hermóðsdóttir, Eskifirði, skrifar: Tilkynnt hefur verið um enn eina verðhækkun á landbúnaðarvörum. Ekki eru nema 3 vikur síðan síðasta verðhækkun reið yfir. Nú keyrir sannarlega um þverbak. Að stanzlausum kvörtunum bænda um sölutregðu og offram- leiðslu skuli vera mætt með því móti að hækka enn meir verð búvara er beinlínis storkun við heilbrigða skyn- semi. Tökum t.d. smjörið sem er óseljan- legt sökum okurverðs og hleðst upp í „fjöll”, en er svo hækkað í verði um 440 krónur á kíló og allt kjöt og rjómi einnig um fleiri hundruð krón- ur. Þetta kalla ég að beita fólk þræla- tökum. Stjórnvöld tala fjálglega um að nú megi almenningur ekki kynda verð- bólgubálið. En þáspyr ég: Eigum við að trúa því að stjórnskipað einok- unarokur á almenningi í landinu, eins og hér er um að ræða, sé ekki verð- bólguvaldandi? í annan stað spyr ég: Telja stjórn- völd að 3% launahækkun dekki þá stórkostlegu lífskjaraskerðingu sem hér er um að ræða? Ég segi nei og aftur nei. Hér er aðeins treyst á þýlyndi almennings. Því engin þjóð sem við höfum spurnir af mundi taka þvílíkum trakteringum. Ég hef spurt áður og spyr enn: Hvar eru húsmæðurnar? Eru íslenzk- ar húsmæður orðnar þýlyndastar allra húsmæðra? Eru þær ekki búnar að sjá að þessu heldur áfram þangað til þær taka til sinna ráða? Eru þær ekki farnar að sjá að íslenzkt þjóð- félag er rekið með þrælahaldi þar sem ein fjölmennasta stéttin, hús- mæðurnar, er raunverulega nýtt sem þý. Til þeirra er ekkert tillit tekið, því stanzlaust er gengið á ráðstöfunar- tekjur heimilanna og húsmæðrum ætlað að sjá fyrir sér og sinum á smánarlegum framfærslueyri. Ekki af því að launin séu svo lág heldur af því að tekjur heimilisins eru af þeim teknar af stjórnvöldum eins og hér hefur verið bent á. Er ekki mál að linni? Hættið að láta teyma ykkur eins og mýlda kú, húsmæður! Hættið að láta átölulaust skattleggja ykkur til að greiða íslenzk matvæli ofan í miklu ríkari þjóðir og hættið að láta skattleggja ykkur þegjandi til að fjár- magna framleiðslugrein sem er svo vitlaust rekin að'framleiðendursjálfir halda margra vikna þing, á brauði al- mennings, til að sanna fyrir þessum sama almenningi að þeir haft aldrei tapað meira en nú þegar mest er til þeirra lagt. Húsmæður! Krefjist þess að fá fjármuni sem nú eru veittir bændum til „útflutningsbóta” til lækkunar á þessum vörum hér heima og krefjist þess að sitja við sama borð hvað verð áhrærir og t.d. Færeyingar. Neytendasamtökin hljóta að styðja við bak ykkar ef þau vilja rísa undir nafni. Eflum þau samtök því þau erum við sjálf. Þá er von til þess að það fari að sjást að við erum ekki þrælaættar. LÍTRAFLÖSKUR HAFA SPRUNGID HÉR Bannaðar íísrael vegna dauðaslyss Eiríka Friðriksdóttir skrifar: Hinn 3. júlí sl. var stutt frétt í DB undir fyrirsögninni „ísrael: Lítra- flöskur teknar af markaðnum í kjöl- far dauðaslyss í síðustu viku.” Skýrt var frá því að lítraflaska sem innihélt gosdrykk hefði sprungið í höndum ungrar konu og hún látið lífið. Heilbrigðisráðuneytið í ísrael hafi því ákveðið að banna fram- leiðslu og sölu varnings í lítrafiösk- um. Fólk hér á landi mun hugsa sem svo að ísrael sé langt frá og slík slys komi ekki við sögu hér. Því miður er það ekki rétt. Lítraflöskur hafa sprungiö hér. Árið 1977 var ég ábyrg fyrir rann- sókn á slysum í heimahúsum f.h. nor- rænnar embættismannanefndar um neytendamál. Athuguð voru slys á tímabilinu 1. apríl — 30. september 1977 þar sem vörur í notkun neyt- enda gætu hafa verið slysavaldar. Auk rannsókna talaði ég við fólk beint um slík slys og fékk eftirfarandi upplýsingar um slys þar sem skaðinn var vegna gosdrykkjaflaskna: Maður nokkur hafði keypt sér lítraflösku með gosdrykk í sjoppu. Lagði hann flöskuna á aftursæti í bíl sínum og ók heim. Allt í einu heyrði hann hvell og sá að flaskan var sprungin. Það forðaði honum frá slysi að flaskan var ekki í framsæt- inu. Einnig veit ég til þess að lítrafláska hefur sprungið um borð í íslenzkri flugvél. í öllum tilvikum var einhver hreyf- ing á flöskunum. Langar mig nú að koma fram með tvær tillögur: 1) Að lesendur DB sendi blaðinu upplýsingar um slík slys. Gefið upp nafn og heimilisfang og segið ná- kvæmlega hvar, hvernig og hvenær slysið varð. 2) Að Rannsóknarstofnun iðn- aðarins taki að sér rannsókn á lítra- flöskum; smærri flöskur eru líklega hættulausar. Andvígurákvörðun Benedikts un útivist: íslenzkir þjóð- emissinnar verðaað bregðasthart ogákveðiðvið Guðmundur Jónas Kristjánsson, Flateyri, skrifaði: Hann lýsti sig andvígan ákvörðun Benedikts Gröndal um að leyfa ótak- markaða útivist bandarískra her- manna hér á landi og að taka á móti víetnömsku flóttafólki. „Ef fram heldur sem horfir virðist hér vera í uppsiglingu sú tegund óþjóðlegrar herferðar sem allir þjóð- hollir íslendingar munu verða knúnir til að bregðast snöggt og ákveðið við. Sú spuming vaknar hvort nú sé loks- ins runninn upp sá tími er rétt yrði að hvetja til stofnunar öflugra samtaka islenzkra þjóðernissinna á pólitískum grundvelli. Það verður að gera sjái önnur pólitísk öfl sem þegar eru fyrir hendi ekki sóma sinn í því að snúast hart og ákveðið gegn þessu. ísland skal fyrst og fremst vera fyrir íslendinga sjálfa. Hringiö í síma 27022 milli kl. 13 og 15, eða skrifið Jafnan fyrirliggjandi í miklu úrvali RAFMAGNSm HANDVERKFÆRI 1439 H Heimilisborvél Mótor: 380 wött Patróna: 10 mm Stiglaus hraðabreytir í rofa: 0-2600 sn/mín. Höggborun: 0-36000 högg/mín. 1417 H. Heimilisborvél Mótor: 420 wött Patróna: 13 mm Stiglaus hraðabreytir í rofa og tvær fastar hraðastillingar: 0-900 eða 0-2600 sn/mín. Við SKIL heimilisborvélar fæst gott úrval hagnýtra fylgihluta, svo sem hjólsög, stingsög, smergel, pússi- kubbur og limgerðisklippur. Alla þessa fylgihluti má tengja við borvélina með einkar auðveldum hætti, svo nefndri SNAP/LOCK aðferð, sem er einkaleyfisvernd- uð uppfinning SKIL verksmiðjanna, Ekkert þaft að fikta með skrúfjárn eða skiptilykla heldur er patrónan einfaldlega tekin af, vélinni stungiö í tengistykkið og snúið u.þ.b. fjórðung úr hring, eða þar til vélin smellur í farið. Fátt er auðveldara, og tækið er tilbúið til notkunar. Auk ofangreindra fylgihluta eru á boðstólum hjólsagarborð, láréttir og lóð- réttir borstandar, skrúfstykki, borar, vírburstar, skrúfjárn og ýmislegt fleira sem eykurstór- lega á notagildi SKIL heimilis- borvéla. ÞEIR, SEM VILJA VÖNDUÐ VERKFÆRI, VELJA SKIL Einkaumboö á Islandi fyrir Skil rafmagnshandverkfaeri. FÁLKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 Eigum einnig fyrirliggjandi margar fleiri gerðir og stærðir af SKIL ráfmagnshandverkfærum. Komið og skoðið, hringið eða skrifið eftir nánari upplýs- ingum. — Spurning dagsins Sækir þú málverkasýningar? Stella (og síðan þotin burt): Já, það kemur fyrir stöku sinnum. Sigurður Sigurbjörnsson: Nei, það er mjög sjaldan. Málverk eru orðin svo dýr að þau eru ekki kaupandi þóli maður hefði kannski áhuga fyrir því. Haukur Jónsson, 12 ára: Nei, ég man ekki til að ég hafi nokkurn tíma komið á slika sýningu. Brynja Tómasdóttir, starfsm. á Kleppi: Nei, yfirleitt ekki. Ég hef voða lítinn áhuga fyrir þessum sýningum. Sigurgeir Karlsson, aðstoðarm. kjöt- iðnaðarmanns: Nei, aldrei. Ég hef bara engan áhuga fyrir þvi. Jón Guðmundsson: Nei, yfirleitt geri ég það nú ekki. Ég hef engan sérstakan áhuga fyrir málverkum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.