Dagblaðið - 09.07.1979, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 09.07.1979, Blaðsíða 17
17 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR9. JÚLÍ 1979. f íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir BjCrn Borg, hinn óviðjafnanlegi tennissnillingur, vann Wimbledonkeppnina fjórða árið i röð — afrek sem enginn hefur leikið eftir. Navratilova vann öruggt — Billy Jean King krækti ísinn 20. Wimbledontitii Martina Navratilova varði titil sinn í kvennaflokki á Wimbledon tennis- mótinu um helgina er hún vann Chris Kvert Lioyd 6—4, 6—4 í leik, sem aöeins stóð yfir i eina klukkustund. Nai ratilova hafði ailan tímann undir- tökm i leik sínum við Evert Lloyd og sigurinn var átakalítill. Fyrir sigur sinn fékk hún 18.000 sterlingspund. Navratilova, sem er landflótta Tékki, gat nú í fyrsta sinn fangað sigri með móður sinni, sem var veitt sér- stakt leyfi til að fara og fylgjast með Wimbledonkeppninni. Navratilova, greinilega hrærð yfir návist móður sinnar, reyndi af fremsta megni að halda einbeitingu sinni, sem og tókst. Um leið og leikurinn var búinn, sneri hún sér að móður sinni, sem sat á meðal áhorfendanna og hrópaði „einu sinni enn”. „Pabbi og systir min horfðu á mig í þýzka sjónvarpinu í beinni útsendingu og tékkneska sjónvarpið mun sýna meginhluta leiksins,” sagði Navratilova. Leikur Navratilovu og Evert Lloyd var einstefna frá upphafi og olli áhorf- endum talsverðum vonbrigðum. ,,Ég var allan tímann i varnarstöðu og náði aldrei að komast inn í leikinn,” sagði Evert Lloyd eftir keppnina. Leikur Navratilovu var einhver sá bezti sem sézt hefur i úrslitum kvennakeppninnar á Wimbledon og hún var verðugur sigurvegari annað árið í röð. Önnur kona var einnig mjög i sviðsljósinu, en það var hin 35 ára gamal Billy Jean King, sem vann sinn 20. titil á Wimbledon — nokkuð, sem enginn hefur afrekað áður. King lék með Navratilovu i úrslitaleiknum í tvíliðaleik kvenna og unnu þær Betty Stove og Wendy Turnbull í úrslitunum 5—7, 6—3 og 6—2. King, sem vann síðasta titil sinn á Wimbledon 1975, er hún vann einliðaleik kvenna, sló því 45 ára gamalt met landa síns, Elizabeth Ryan, sem vann 19 titla á árunum 1914 til 1934. Ryan var einmitt áhorfandi að leik þeirra á föstudag en varð siðan bráðkvödd á laugardagskvöld eftir leik Borg og Tanner. Lyle vam Scan- dinavian open — Nick Faldo varð 16 höggunáeftirhonum þrátt fyrir óskabyrjiii á mótiru Bretinn Sandy Lyle vann i gærkvöldi Scandinavian Open golfkeppnina, sem fór fram í Helsingborg í Svíþjóð og hófst á fimmtudag. Lyle iék 72 holurnar á 276 höggum, en par vallarins er 73 — þannig aö árangur hans er 16 höggum undir parí, sem er frábær árangur á þessum langa og erfiða velli. Lyle sótti stöðugt í sig veðrið meðan á keppninni stóð og var kominn i 2. sætið eftir 36 holur. Þríðju umferðinni lauk hann á 65 höggum og náði þá eins höggs forskoti, sem hann náði að auka í tvö högg á lokaum- ferðinni. Spánverjinn Severiano Ballesteros varð annar á 279 höggum og þriðji varð Mike Krantz frá Bandaríkjunum á 281 höggi. Mesta athygli vakti, að Nick Faldo, Englendingurinn ungi sem leiddi eftir fyrsta daginn varð aftarlega á merinni og lék á 292 höggum, sem er að vísu mjög góður árangur — par vallarins. Enn verr gekk þó hjá Simon Owen, sem var með efstu mönnum eftir fyrstu umferðina. Hann átti ágæta möguleika þegar 36 holum var lokið, en síðan hefur hans ekki verið getið á fréttaskeytum frá Reuter. Greinilegt að eitthvað hefur farið heldur betur úr- skeiðis hjá kappanum. Sömu sögu er að segja af Mike Ferguson frá Ástralíu, sem leiddi eftir fyrsta daginn með Faldo. Hann lék á290 höggum. Árangur Lyle í þriðju umferðinni — 65 högg — er jafnt bezta skori, sem náðst hefur á jtessum golfvelli. Hér á eftir er listi yfir þá, sem urðu í efstu sætunum. Sandy Lyle (Englandl) 73—69—65—69 = 276 Severíano Ballesleros (Spáni) 70—72—60—69 = 279 Mike Krants (USA) Ken Brown (Englandi) Dale Hayes (S-Afríku) Kamonn Darcy (írlandi) Michael Kine (Englandi) Terry Gale (Astraliu) Eddie Polland (Englandi) Peter Townend(Englandi) Armando Savedra (Argent.) 71—71—68—69 = 28! 71— 70—72—71 = 284 70—72—71—71 = 284 70— 73—74—68 = 285 73—71—69—72 = 285 72— 72—74—70 = 288 71— 73—71—73 = 288 70— 73—70—75 = 288 71— 72—70—75 = 288 Sigurður Sverrisson Borg er sá bezti —vann Wimbledonkeppnina fjórða árið í röð um helgina Hinn 23 ára gamli, tágranni Svíi, Björn Borg, sýndi það enn einu sinni og sannaði svo ekki verður um villzt, að hann er bezti tennisleikari sem uppi hefur verið. Á laugardag tókst honum að sigra í hinni árlegu Wimbledon tenniskeppni fjórða áríð í röð — fyrstur allra tennisleikara. Sigurinn á laugardag var þó enginn dans á rósum þrátt fyrir að Borg var álitinn mun sterkarí en andstæðingur hans, Roscoe Tanner. Gífurlega mikil pressa var á Borg í þessum leik og 18.117 áhorf- endur fylgdust náið með hverri hreyfingu hans. Áhorfendurnir, sem hafa aldrei verið fleiri á úrslitaleik Wimbledon-keppninnar, fengu svo sannarlega eitthvað fyrir peningana. Leikur þeirra Borg og Tanner tók tæpar þrjár klukkustundir og var æsi- spennandi og þurfti 5 lotur til þess að útkljá hann. Fyrstu lotuna vann Tanner 7—6 og það fór kliður um á- horfendabekkina er ljóst var að Borg hafði tapað fyrstu lotunni. Ætlaði hann að tapa fyrir Tanner? í næstu lotu náði hann sér á strik og vann 6—3. en í þeirri þriðju hafði Tanner lítið fyrir 6—3 sigri sinum. Tanner þurfti því að vinna næstu lotu til þess að tryggja sér sinn fyrsta sigur á Wimbledon. Borg, svipbrigðalaus að vanda, hóf 4. lotuna af krafti og hafði sigrað i henni 6—3 á mjög skömmum tíma. Við þetta var eins og Tanner legði árar í bát, því þrátt fyrir að Borg ynni aðeins 6—4 í loka- lotunni^var sigur hans tiltölulega fyrir- hafnarlítill í lokin. ,,Ég var ótrúlega taugaóstyrkur í lokin og ég átti í vandræðum með að hafa stjórn á spaðanum.” Þrátt fyrir þessi ummæli Borgs var aldrei hægt að sjá á honum nein svipbrigði fyrr en i lokin, en þá brosti hann út í annað. „Þetta er erfiðasti Ieikur, sem ég hef leikið um ævina,” bætti hann síðan við. „Borg lék geysilega vel,” sagði Tanner, ,,en hann er ekkt óstgrandt. Eg er í rauninni ekki búinn að gera mér fyllilega grein fyrir því ennþá hversu nærri ég var að sigra hann. Ég geri mér sennilega ekki grein fyrir þvi fyrr en á morgun og þá á þessi ieikur eftir að halda fyrir mér vöku — ég hefði getað gert betur,” sagði Tanner. Þrátt fyrir tapið var Tanner mjög fagnað og reyndar þeim báðum, þvi af- rek Borg er einstakt í tennissögunni. Þrátt fyrir ungan aldur, aðeins 23 ár, hefur Borg yfir að ráða stórkost- legri blöndu hæfileika og skapsmuna og það öðru fremur hefur fært honum alla þá sigra, sem hann hefur unnið um ævina. Borg hefur nú unnið 28 leiki í röð á Wimbledon, en metið á Ástralski fennisleikarinn Rod Laver, sem vann 31 leik í röð á árunum 1961—70. Hjartsláttur Borg er helmingi hæg- ari en í venjulegu fólki (35—40 slög á mínútu). Fyrir bragðið er hann mjög rólegur og yfirvegaður og það hefur ekki litið að segja í stórkeppnum. Borg kynntist tennisíþróttinni af algerri tilviljun þegar hann var 9 ára gamall. Faðir hans vann tennisspaða í verðlaun á borðtennismóti og gar 't'num spaðana. Það var eins og við mannini, nælt — Borg sleppti varla spaðanum frá sér eitt augnablik og eyddi öllum deginum úti á tennisvellinum. Hann var ekki gamall þegar hann ákvað að tennis skyldi verða hans lifibrauð. Rúmlega 15 ára gamall hætti hann i skóla og fljótlega eftir það kynntist hann þjálfara sínum, Lennart Bergelin. Bergelin var fyrstu árin þjálfari hans en nú hefur dæmið snúizt við og Borg þjálfar sig að mestu leyti sjálfur. Bergelin er nú eins konar umboðs- maður hans. Bergelin og rúmenska tennisstúlkan Mariana Simionescu, sem Borg er trúlofaður, eru ein af fá- um, sem teljast til vina Borg. Þrátt fyrir að vera mjög vingjarnlegur i viðmóti er hann um leið fjarlægur og kynnist ekki mörgum. Borg vann sitt fyrsta stórmót þegar hann var 17 ára gamall. Þá sigraði hann í opna ítalska meistaramótinu og sama ár vann hann opna franska meistaramótið, sem hann hefur unnið fjórum sinnum alls. Franska meistara- mótið er alltaf haldið rétt á undan Wimbledon og Borg var einmitt nýbú- inn að sigra i því þetta árið, þcgar hann kom, sá og sigraði á Wimbledon. Flestir tennisleikarar eiga erfitt nteð að skipta snögglega yfir af hörðurn tennis- völlum, eins og leikið er á i opna franska meistaramótinu, á grasvelli, sent eru notaðir á Wimbledon. Þrátt fyrir hinn gífurlega auð, scm Borg hcfur unnið sér inn með glæsilcg- um sigrum sinum er enga breytingu á honum að sjá. Hann cr ennþá jafnrólegur og hlédrægur og hann var þegarhann fyrst hóf keppni. ..Wirnble- don verður alltaf mitt æðsta takmark — þótt ég eigi e.t.v. eftir að vinna 10 sinnum,” sagði Borg. Þjálfaranámskeið Námskciðið hefst föstudaginn 28. scptembcr 1979 kl. 16.00 og lýkur á sunnudagskvöld 30. september. Um- sóknir þurfa að berast skrifstofu KSÍ eigi síðar en 15. ágúst nk. Umsóknar- eyðublöð eru til staðar á skrifstofu KSÍ og geta þeir er óska, fengið þau póst- send. Kins og fram kemur þurfa um- sóknir að bcrast 1 1/2 mánuði fyrir námskeið og er það gert fyrst og fremst til að hægt sé að senda gögn varðandi námskeiðið til þátttakcnda og einnig að ganga úr skugga um þátttökufjölda með nægum fyrirvara. Allar frekari upplýsingar gefnar á skrifstofu KSÍ. ..ognúeruþað SÓFASETTIN Við erum að bera im 15—20 mismunandi genðir af sófasettum Komdu og skoðaðu þau Bíldshöfða 20 - Sv81410 - 81199 Sýningahöllin - Ártúnshöfða

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.