Dagblaðið - 09.07.1979, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 09.07.1979, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 9. JULI 1979. „Frjálshyggfa” og markaðsdýrkun Fyrir svo sem tuttugu árum var í tísku meðal fræðimanna að tala um dauða hugmyndafræðanna. Vestur- landabúar væru vaxnir upp úr skýja- glápi hugmyndafræðinga, í framtið- inni myndu menn einbeita sér að skynsamiegum og hagnýtum lausnum .„áþreifanlegra” vandamála og láta allar draumsjónir lönd og leið. „Heimspekin lömuð haltrar út . . .” Engum datt í hug, að e.t.v. væri kenningin um dauða hugmyndafræð- anna hugmyndafræði í sjálfri sér, og ,að hugtök eins og skynsamleiki og hagkvæmni væru ekki pólitískt hlut- laus! Endurfæðing ídeológíunnar Postular hugmyndafræðiloka fengu heldur betur skell á síðasta ára- tug þegar nývinstribylgjan fór um lönd, með tilheyrandi áhuga á ídeológískum skeggjúðum á borð við Karl Marx, og jafn óskynsamlegu at- hagfi og götuvirkjagerð á vinstri- bökkum Signu. 4 Á þessum áratug, seiB nú er að líða, hefur orðið hliðstæð (?) hug- myndafræðileg vakning meðal hægrimanna í mynd svonefndrar frjálshyggju, sem er lítið annað en gamla trúin á hina ósýnilegu hönd markaðarins, sem öllu á að bjarga. Þessa nýju hægrifræðimennsku ber öðrum þræði að skoða sem and- svar við endurreisn fræðamarxism- ans, hinum sem viðbragð við efna- hagskreppu síðustu ára. Auk þess hafa atburðir eins og Víemamstríðið og Watergatehneykslið knúð hægri- menn til að ígrunda málstað sinn betur en með tilvísun til ágætis Ameriku og lýðræðisins. „Og lautinant Valgerður vitnar ..." íslendingar hafa fengið sinn skerf og vel það af hinni nýju frjálshyggju- bylgju, og líður nú vart sá dagur, að ekki sé vitnað um ágæti hins frjálsa markaðar í fjölmiðlum. Einnig hafa komið út nokkrar bækur, sem skrifaðar eru í þessum anda, og eru gæði þeirra umdeilan- leg, svo ekki sé meira sagt. Ég fæ ekki betur séð, en að finna megi a.m.k. eina alvarlega rökveilu í málflutningi „frjálshyggjumanna”. Þeir segja annars vegar, að eftir- spum á markaði sé eini raunhæfi mælikvarðinn á mannlegar þarfir, sem völ sé á, hins vegar, að markað- urinn sé sú félagslega stofnun, sem best fullnægi mannlegum þörfum. Hér er blandað saman mælitæki og því sem mæla á, auðvitað fullnægir markaðitrinn best eftirspurn á mark- aði. Það segir sig sjálft, að með „rök- semdafærslu” af þessu tagi má „sanna” hvað sem er. Ef takmarkið með áðurnefndri skilgreiningu er að gera þarfahug- takið „óperasjónelt” má benda á, að til er annar mælikvarði á þarfir sem er skoðanakönnun. Með þessu er að sjálfsögðu ekki sagt, að skoðana- kannanir komi í staðinn fyrir mark- aðinn sem boðmiðlar, aðeins að þær gefa ýmsar upplýsingar sem mark- aðurinn getur ekki geflð. Markaður og lýðræði „Frjálshyggjumenn hampa mjög þeirri skoðun, að markaðurinn sé ákaflega lýðræðislegt fyrirbæri, með atferli sínu greiði neytandinn „at- kvæði” með vörum, sem honum líki. En hér er um að ræða „lýðræði” peninganna, því meiri auð sem menn eiga, því fleiri „atkvæði” hafa þeir. Og fjárvana menn hljóta því að telj- ast atkvæða- og þarfalausir! Skrítið lýðræðiatarna! Kenningin um að markaðurinn tryggi hagvald almennings hefur auk þess að forsendu, að þarfir manna séu í einhverjum skilningi sjálfs- sprottnar, að hvorki fyrirliggjandi framboð né auglýsingar hafi áhrif á eftirspumina. Þess utan þýðir kenningin, að neytandinn hafi fullkomna yfirsýn yfir þá valkosti sem markaðurinn býður upp á, og að hann hafi í höfð- inu gefna forgangsröð (list of prefer- ances) yfir þarfir sínar. Fyrri forsend- an er greinilega röng í flóknu nútíma- þjóðfélagi, og neytandinn með for- gangsröðina hlýtur að vera afar sjald- gæft fyrirbæri. Postular „frjálshyggjunnar” halda því fram, að markaðskerfi sé nauð- synleg forsenda lýðræðis á stjórn- málasviðinu. Þessi fuUyrðing er röng, hægt er að benda á fleiri en eitt dæmi rum tiltölulega lýðræðislega stjórnar- hætti meðal svonefndra fmmstæðra þjóða, sem búa við e.k. sameignar- skipulag. Skýrasta dæmið er þið ár- þúsundára gamla þorpalýðræði á Indlandi, þar sem konur hafa kosn- ingarétt tU jafns við karla. Hitt er svo annað, hvort draga megi víðtækar ályktanir af stjórn- skipulagi lítUla, einfaldra, og vanþró- aðraþjóðfélaga. Hvað sem því líður hafa ýmsir leið- andi markaðssinnar með Hayek og WUliam Simon í broddi fylkingar viðurkennt, að sambúð markaðar og lýðræðis gangi engan veginn snurðu- laust. Stjórnmálamenn grípi inn í starfsemi markaðarins á ýmsan hátt til að þóknast umbjóðendum sínum og þrýstihópar noti (eða misnoti) leikreglur lýðræðisins til að afla sér lífsgæða, sem þeir hefðu ekki fengið á markaðnum. WilUam Simon gengur svo langt að segja, að lýðræðið hafi veikt mjög stoðir markaðarins á undanförnum árum. Og félagsvísindamaðurinn Pareto, einn af ættfeðrum ítalska fasismans, andæfði lýðræðinu m.a. á þeim forsendum, að það græfi undan hinum frjálsa markaði. Það er engin tilviljun, að þær til- raunir, sem gerðar hafa verið á síðustu árum til að innleiða nokkurn veginn „frjálst” markaðskerfi hafa verið gerðar af einræðisstjórnum, í Chile og Argentinu. Með því að banna verkalýðshreyfinguna upp- hefja þau einokun hennar á vinnuafl- inu sem vöru. Og þessar stjórnir Kjallarinn Stefán Snævarr þurfa að sjálfsögðu ekki að hafa áhyggjur af ljótum, vondum stjórn- málamönnum, sem krukki i markað- inn til að tryggja sér endurkjör! Þess skal geuð, að Karl Popper Og enn má minnast þess, að árið 1975 var talið mögulegt, að íslendingar gætu fengið keypta olíu frá Norðmönnum um og eftír 1976 og kom þetta fram i viðræðum for- sætisráðherra landanna beggja þá. Það er því ólíklegt, að ekki sitji enn við það sama nú, þótt látið sé líta svo út núna, að hvergi sé möguleiki á viðskiptum þessum, nema í Sovét- ríkjunum. Allir þessir möguleikar eru nú vandlega faldir og olíukreppan talin varanlegt vandamál, sem engin merki sjáist um að muni leysast, að sögn viðskiptaráðherra! Og ennfremur staðhæfir viðskiptaráðherra, gegn betri vitund, að „mönnum hafi ekki sézt yfir hagstæða markaði hér og þar” eins og hann orðar það á fundi með blaðamönnum. Ef einhver töggur væri í þeirri stétt, sem kennir sig við blaða- og fréttamennsku, væri henni í lófa lagið að gera sjálfstæða könnun á því, hvar við getum fengið hagstæðust viðskipti í olíukaupum, úr því hinir svoköliuðu landsfeður sjá ekki annað en „varanlegt vandamál”, nema við höldum áfram að láta Sovétmenn stunda eins konar „selstöðuverzlun” á olíu gegnum Rotterdammarkað. Sannleikurinn er sá, að við eigum afskaplega fáliðaðan hóp manna, sem eru færir um að standa í samningaviðræðum á alþjóðlegum vettvangi, og þeir fáu, sem hafa lagt sig eftír slíku eru ekki á lausu, til þess að ganga erinda al- eða hálf- opinberra stofnana, enda ekki kær- komnir í þann „kreds”. Samningar við erlend riki eru sannanlega veika hliðin hjá okkur íslendingum og höfum við enda löngum sopið seyðið af þeirri hliðinni, og virðist þessi þáttur í verzlun og viðskiptum fara versnandi ár frá ári, með augljósum af- leiðingum. Vart verður þess að vænta, að þótt enn ein könnunarnefndin hafi nú verið sett á laggirnar og ráðið sér rithöfund sem „ritara” nefndarinnar „með öllu, sem því fylgir” (eins og forstöðumaður nefndarinnar upp- lýsti), til að kanna og gera grein fyrir þeim viðskiptakostum, sem aðgengi- legastir kunna að vera, þá verði slitið hinu „trygga” sambandi sem við höfum við Sovétríkin um sölu á léleg- um fiski þangað og kaup á lélegu bensíni þaðan. Eina og sjálfsagða lausnin Þótt nú sé svo komið, að lands- menn séu um það bil að sætta sig við, að heimatílbúin olíukreppa á íslandi verði „varanlegt vandamál” eins og viðskiptaráðherra boðar, verður að vænta þess að lokatílraun verði gerð, til þess að brjóta á bak aftur með al- menningsálitið eitt að vopni, þá auð- sveipni, sem núverandi ríkisstjórn í heild sýnir Sovétríkjunum með því að láta kúga sig til þess að halda áfram núverandi „selstöðuviðskiptum” með olíuvörur til landsins. Sú leið verður ekki farin með orða- |agi því, sem svokölluð Samstarfs- nefnd bifreiðaeigenda lét frá sér fara i bréfi sínu til fjármálaráðherra fyrir stuttu, en þar var sett fram sú krafa, að „orkuverð til bifreiðaeigenda hækki ekki að óþörfu! og að vega- gjald verði ákveðið hlutfall tekna ríkissjóðs af bensíni og olíuverði og ,verði ekki undir 70%”! Höfðu ein- ihverjir grun um, að þessar vörur ihækkuðu kannske að óþörfu? Varla verður hjá því komizt, að menn viðurkenni, að hér verði að fara nýjar leiðir. Endurnýjaðir samningar við Bandaríkjamenn um fisksölu eru fyrsta skrefið. Niður- felling tolla af fullunnum fiskaf- urðum okkar er nauðsyn. Sömuleiðis þarf að komast að samkomulagi við Bandaríkjamenn um aðstoð við uppbyggingu og þróun orkugjafa úr fallvötnum og jarðhita, sem við höfum nóg af, en verður nú brátt um seinan að koma upp, áður en nýir orkugjafar verða tiltækir. Einnig verður uppbygging á samgöngukerfi landsins, hvort sem um er að ræða varanlega vegi eða flugvelli, að haldast í hendur og verður ekki að veruleika, hvort eð er, nema með náinni samvinnu við erlenda aðila. Nýir orkugjafar eru í sjónmáli og ekki aðeins á takmörkuðu sviði, heldur í margvíslegu formi. Það er t.d. ekki langt í framleiðslu á svo- kölluðu gervibensíni í Banda- ríkjunum og sem framleitt verður úr kolum og jafnvel grjóti og enn öðrum efnum og eru nú lög fyrir bandaríska þinginu, sem áætla framleiðslu á gervibensíni þegar árið 1984 til notkunar fyrir almenning þar. Það er lítið rætt um það, að bensín, sem íslendingar verða að notast við, er svo slæmt, að flestar bifreiðavélar slitna miklu fyrr en annars staðar, vegna þess hve bensínið, sem flutt er inn frá Sovét- rikjunum, er veikt. — Það fór lítið fyrir kröfu samstarfsnefndar bif- reiðaeigenda til hins opinbera um að bæta gæði þessarar vöru, sem þeir nota svo mjög, eða að flutt yrði inn bensín með mismunandi styrkleika. Bandaríkjamenn hafa opinberlega lýst því yfir, að þeir hafi lofað Ísraelsmönnum að sjá þeim fyrir olíu næstu fimmtán árin, takist þeim ekki að útvega hana annars staðar. Eina sjálfsagða lausnin á hinu „varanlega vandamáli” við viðskiptaráðherra og sem er heima- tilbúið, er að semja við Bandaríkja- menn um kaup á olíuvörum, sam- hliða sölu þangað á öllum þeim fisk- afurðum, sem við höfum yfir að ráða, ekki hráefni í formi fiskflaka, heldur fullunnum fiski i neytenda- pakkningum. Fiskur er því aðeins verðmæt vara að hann sé fullunníhn, en sem hrá- efni er hann lítils virði. Fáum þjóðum öðrum en íslendingum dytti í hug að flytja út fisk í sama formi í dag og gertvarístríðslok. Hið sígilda svar forráðamanna í Kjallarínn Geir R. Andersen fisksölumálum um, að núgildandi tollareglur i Bandarikjunum leyfi ekki innflutning á fullunnum fiskaf- urðum, er enn ein staðfesting á því, hversu óhæfir íslenzkir stjómmála- menn eru, að þeir skuli láta sér lynda slík svör. Auðvitað þarf að taka upp samningaviðræður við Bandaríkin um þessi mál, ásamt samningum um olíukaup þaðan. — Núverandi á- stand færir okkur einungis heim sanninn um það, að hægt en örugglega er stefnt að því að gera þessa þjóð svo háða Sovétríkjunum, að við getum okkur hvergi hreyft, nema með þeirra samþykki. Það er ekki tilviljun ein, að ráðherra-þrístírnið frá Alþýðubanda- A „Eina sjálfsagða lausnin á „varanlegu vandamáli” viðskiptaráöherra er aö semja viö Bandaríkin um kaup á olíuvörum samhliða sölu þangað á öllum fiskafurðum, fullunnum fiski í neytendapakkningum.” (sem markaðssinnar hafa „þjóð- nýtt”) heldur því fram, að út í hött sé að tala um algjört afskiptaleysi hins opinbera af efnahagslífinu, annað- hvort verndi það rétt hinna fátæku til að stofna með sér félög, eða „frelsi” vinnumarkaðarins. Frjálshyggja og fasismi f framhaldi af því, sem sagt var um Pareto, má benda á, að frjálshyggja og fasismi eiga sér ýmsa hugmynda- sögulega skurðpunkta, hvað sem líður öllu skraflinu um „frjáls- hyggju” og „alræðishyggju” (fas- ismi + kommúnismi). Einn þekktasti talsmaður hins „frjálsa” markaðar, Herbert Spencer, taldi hvers kyns tilraunir hins opinbera til að rétta hlut hinna verst settu í andstöðu við lögmál nátt- úrunnar, en það var einmitt fyrir sama viðhorf, sem nasistar urðu hvað illræmdastir. Á valdatímum nasista var dregið stórlega úr fjárframlögum til velferðar- og heilbrigðismála í Þýskalandi. „Frjálshyggjumenn” og fasistar eiga sameiginlega andjöfnunar- hyggju, andúð á verkalýðshreyfing- unni, og stéttasamvinnustefnu. Og í ritum nasista má finna lofræður um „frjálsa” samkeppni. Prófessor Harald Ofstad, þekktur sérfræðingur í nasískri hugmynda- fræði, segir, að nasískt hugarfar verði helst til í þjóðfélögum, sem ein- kennast af harðri samkeppni. í slíkum samfélögum sé auðvelt að ímynda sér, að þeir, sem ekki standi sig í Iífsbaráttunni, séu öðrum óæðri frá náttúrunnar hendi. Það er vissulega rétt, að margt var likt með Hitlersþýskalandi og Sovét- ríkjum Stalíns. En það er einnig margt líkt með utanríkisstefnu Bandaríkjanna og Sovétríkjanna í dag, án þess að nokkrum detti í hug, að halda því fram, að bæði löndin hafi sama eða náskylt stjórnskipulag. Hér er ekki rúm til að taka fyrir allt hjalið um meintar sameiginlegar rætur nasisma og marxisma. Það er alla vega Ijóst, að skipting stjórn- málahorfa í „frjálshyggju” og „al- ræðishyggju” er vægast sagt yfir- borðsleg, svo ekki sé dýpra í árina tekið. Stefán Snævarr laginu var skipað ungum mönnum, en hinir gömlu voru látnir víkja til hliðar. Það þarf unga og óþreytta, en fyrst og fremst dygga fylgismenn heimskommúnismans til þess að stappa stálinu í heila þóð, þótt fá- menn sé. Og það tekst með þolin- mæðinni, uppfinningu slagorða, sem henta vel hjá þjóð, sem áður hefur búið við selstöðuverzlun og hör- mangara, og ekki varð meint af. Og meðan enginn mælir því í mót, að olíukreppan sé varanlegt vanda- mál, sem engin merki sjáist um, að muni leysast, ekki einu sinni þeir, sem kosnir voru til þess að vera í andstöðu við slíkt og þvílík sjónar- mið uppfundin af kommúnistum, og sjá einu færu leiðina að krjúpa fyrir Sovétmönnum og biðja um endur- skoðun á nauðungarsamningunum um olíusölu, þá geta menn ekki búizt við öðru en áfram stígi á ógæfuhliðina. Ný tegund verðbólgu Sú verðbólga sem lengi hefur verið landlæg, flestum til blessunar og framgangs, hefur nú sagt skilið við landsmenn í því formi, sem hún var, en í staðinn komin eins konar öfug verðbólga sem lýsir sér í því, að nú er það einungis vöruverð og þjónusta sem þenst út og bólgnar, — en kauphækkanir eru fyrir bí, þannig að innan tíðar er kaupgeta fólks á þrotum og fyrirtæki og atvinnu- rekstur dregst saman eða leggst niður. — Verðbólgulán, sem menn hafa löngum nýtt sér til þess hjaðna nú ekki á sama hátt og áður og „heilagt verðlagsstríð” er skollið á, fólk greinir ekki lengur hvaða vörur hækkuðu i gær eða hvað þær hækkuðu mikið, og stærsti seðillinn í myntkerfínu dugir skammt þegar keyptar eru minnstu og brýnustu nauðsynjar. En lausn er til. Hún hefur verið sett fram hér. í raun eru henni allir sammála, en kjark þarf til þess að kynna og framfylgja þeim sjónar- miðum og fáir eru eftir, sem þora.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.