Dagblaðið - 09.07.1979, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 09.07.1979, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 9. JÚLÍ 1979. Kúba: Castro ræðst gegn spilling- unniikerfínu Castro forseti Kúbu hefur hafið mikla baráttu gegn lélegum vinnu- brögðum stjórnvalda þar í landi. í ræðu sem birt var í dag þar sem for- setinn ávarpar þing landsins segir hann að afköst og dugnaður í stjóm- kerfi Kúbu jafnist ekki á við það sem sé í kapítalískum löndum. í ræðu sinni segir Castro að meðal annars hafi komið fram miklir gallar í stjórnkerfi samgangna á Kúbu, sem hafi leitt til mun minni þjónustu við almenning en eðlilegt væri. Einnig hafi sams konar tilvik komizt upp í menntakerfinu, heilbrigðiskerfinu, þjónustu veitingahúsa og víðar. Castro sagði að þessa galla mætti rekja til margs konar atriða, sem væru sök fjölmargra, bæði háttsettra og lægra settra starfsmanna. Nefndi hann bæði æðstu stjórnendur, póli- tíska leiðtoga, forustu verkalýðs- félaga, fjölmiðla og kennara. Kannski er þetta kerfi okkur að kenna, sagði forsetinn í ræðu sinni. Líkur bentu til þess að löggjöf ýmiss konar, til dæmis um verkalýðsmál, væri ekki nægilega vönduð. Þess væru dæmi að verkamenn sem brytu í bága við lög og reglur slyppu við refsingu. Heldur er farið að verða ófiriðlegra á milli þeirra hópa múhameðstrúarmanna sem stóðu fyrir byltingunni gegn keisaranum f tran. Á myndinni sjást hægrísinnaðir stuðningsmenn trúarleiðtogans Khomeinis fara um svæði háskólans i Teheran þar sem vinstrí sinnaðir andstæðingar hans héldu útifund til að leggja áherzlu á kröfur sinar. Evrópubrídge: ISLAND SIGRAÐI SPÁN OG FRAKKLAND —íríand ífyrsta sæti eftir þrettán umferðir írland er komið í fyrsta sæti eftir tólftu umferð á Evrópumótinu í bridge, sem haldið er í Lausanne í Sviss. Síðan juku þeir forustu sína eftir þrettándu umferðina. íslenzku sveitinni gekk vel í bæði tólftu og þrettándu umferðinni. Sigruðu Frakkland í þeTrri tólftu með 16 stigum gegn 4 en Frakkland hafði verið í forustu keppninnar um langa hríð en féll nú niður í annað sæti. Úrslit í tólftu umferð urðu annars þessi: Austurríki—V-Þýzkaland 11—9 Sviss—Finnland 20—0 Tyrkland—Svíþjóð 15—5 Júgóslavía—Portúgal 11—9 ísland—Frakkland 16—4 Bretland—ísrael 14—6 Holland—Spánn 17—3 írland—Ungverjaland 20—0 Danmörk—Pólland 18—2 Ítalía — Noregur 12—8 Úrslit í þrettándu umferð urðu þessi: V-Þýzkaland—Sviss 11—9 Tyrkland—Austurriki 11—9 Finnland—Portúgal 14—6 Svíþjóð—Frakkland 14—6 ísrael—Júgóslavía 16—4 ísland—Spánn 18—2 Bretland—Ungverjaland 19—1 Danmörk—Holland 20—0 írland—Belgía 10—10 Pólland—Ítalía 11—9 Staðan er þá þannig eftir þrettán umferðir að írland er með 189 stig, Frakkland 181, italía 169, Noregur 163, Austurríki 162, Bretland 161, Pólland 158, Danmörk 155, ísland 153, Svíþjóð 139, ísrael 138 og Sviss 122. Uganda: Lule fymim forseti á sjúkrahús í London Lule, fyrrum forseti Uganda, kom flugleiðis til London í morgun og var fluttur beint af flugvellinum í sjúkra- 'bifreið til Hammersmith sjúkrahússins. ,,Ég held að hann sé mjög veikur,” sagði sonur hans um hinn 69 ára gamla föður sinn. „Ég veit að hann þjáist af einhvers konar blóðsjúkdómi en mér hefur ekki verið skýrt nákvæmlega frá hvað honum veldur.” Lule var forseti Uganda í sex vikur eftir að Idi Amin hafði verið steypt af stóli af andstæðingum hans og herliði frá Tansaníu. Hann kom til London frá Dar es Salam enþarsást hann í fylgd með Julius Nyerere forseta Tansaníu, sem sagður er hafa haldið honum þar' nauðugum. Lule var neyddur til að, segja af sér þegar hann komst í and- stöðu við meirihluta byltingarráðs Uganda. Bandaríkin: CARTER FÆR STUDNING ríkissTJORA Tuttugu rikisstjórar í bandaríska Demókrataflokknum hafa lýst yfir fullum stuðningi við Jimmy Carter í komandi forsetakosningum í land- inu, sem fram eiga að fara 1980. Fundur ríkisstjóranna sem fram fór fyrir luktum dyrum í Louisville í Kentucky í gær þykir nokkur uppbót fyrir Jimmy Carter Bandaríkja- forseta eftir nær stöðugar fregnir af minnkandi fylgi hans meðal þjóðar- innar og versnandi horfur á að hann ætti möguleika á að vinna forseta- kosningarnar á komandi ári og þar með gegna forsetaembætti í annað kjörtímabil. Ákvörðun ríkisstjóranna á fundin- um í LouisviUe var þó ekki samhljóða og neituðu fjórir ríkisstjóranna sem styðja demókrata að undirrita stuðningsyfirlýsingu við framboð forsetans. Fundurinn var haldinn að frum- kvæði Walters Mondale varaforseta en í tilkynningu frá honum segir að síðan Carter hafi tekið við embætti forseta Bandaríkjanna hafi tekizt að snúa bandarisku þjóðinni aftur að markvissri vinnu, tekizt hafi að tryggja friðinn, og forsetanum hafi auðnazt að gera vinnubrögð stjómar- stofnana í Washington markvissari. í tilkynningu fundarins segir einnig að Jimmy Carter hafi í verkum sínum verið trúr grundvaUarstefnu Demó- krataflokksins og því eigi hann skilið stuðning allra stuðningsmanna þess flokks. Erlendar fréttir Jóhannes Páll páQ brá á glens fyrír nokkru við móttöku I Vatikaninu. Litu yfir- menn i sjötta flota Bandaríkjanna við hjá páfa og hann mátaði eina einkennishúfu foríngjanna. ÖLAFUR GEIRSSON;

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.