Dagblaðið - 09.07.1979, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 09.07.1979, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR9. JÚLÍ 1979. DB á ne ytendamarkaði BRAUDIN ÆTTUAÐ VERA MYGLUVARIN Mygla getur verið stórhættuleg! Margir halda að mygla í mat sé skaðlaus og það nægi að sk.era myglublettina í burtu. Þetta er mesti misskilningur. Mygla getur verið skaðleg, i henni getur verið krabba- meinsmyndandi eitur. Hins vegar er til skaðlaus mygla, eins og t.d. i mygluostum, gráðaosti. Við könnumst öll við að heimatilbúin sulta og sal't myglar fyrr en verk- smiðjusulta. Það er alls ekki hættu- laust að skafa mygluna ofan af og sjóða upp á sultunni á nýjan leik. í henni hefur myndazt eitur sem er hættulegt. Við verðum því að henda slikum vörum ef þær hafa myglað. Það nægir hins vegar að skera myglublettina úr brauði og osti en verið ekki að spara það sem burtu er numið. Skerið góðan bita úl l'rá myglunni. Frá þessari skaðsömu myglu er sagt nánar frá á Neytenda- siðu Vikunnar(l6. tbl.). Tilelni þessara „mygluskrifa” nú er að við höfum veitt þvi athygli að erlend brauð mygla alls ekki en aftur á móti mygla innlend brauð mjög fljótt. — Það er hvimleitt að þurfa að henda mat — en það kemur þvi miður oft fyrir að brauðið myglar svo að ekki er nokkur leið að nota það. Við höfðum samband við Matvæla- rannsóknir rikisins og spurðumst fyrir um þessa miklu myglusækni ís- lenzkra brauða. Mygluvarnarcfni ekki skaðleg „Mér er kunnugt um að myglu- varnarefni eru ekki látin í innlend brauð en það er einmitt gert erlendis,” sagði Guðlaugur Hannes- son matvælagerlafræðingur, for- stöðumaður Matvælarannsókna. „Mygluvarnarefni er hvorki hæltulegt eða dýrt en sennilega er erfitt fyrir bakara að koma því við að nota þetta efni. Meginþorri brauða selst sania daginn og þau eru bökuð. Hins vegar eru nú komin stórbakari sem framleiða brauð í miklu magni. Brauðin eru síðan seld í kjörbúðum og stórmörkuðum. Við höfum hins vegar ekki fengið kvartanir vegna myglu i brauði,” sagði Guðlaugur. „Þegar við eruni beðin að rannsaka brauð er það oft- ast vegna einhverra aðskotahluta í brauðunum. Þeir reynast langoftast vera deigleifar.” Guðlaugur minntist einnig á að neytendur ættu heimtingu á að fá Raddir neytenda \r. <s(.• ! p i.r .\v> .-fi-'T*-- *... y Sænsku brauðin Úrval af brauöum er gott á tslandi en nauðsynlegt er að bæta mygluvarnarefni I brauðin. brauðin dagstimpluð, í það minnsta ef þau eru seld innpökkuð annars staðar en þau eru bökuð. Loks sagði hann að ósennilegt væri að hið opin- bera ætti eftir að hvetja bakara til þess að nota mygluvamarefni í brauð sín því stefnan væri að hafa sem fæst aukaefni i matvælaframleiðslunni. Við getum hins vegar ekki komið auga á hvers vegna mygluvarnar- og DB-mynd Bjarnleifur rotvarnarefni er óæskilegt i brauði og öðrum mat ef það efni er ekki skað- legt á nokkurn hátt en mygla getur aftur á móti verið skaðleg! -A.Bj. Verðkönnun í Keflavík: Vísitölubrauðið og djöflatertan Umræður um hvers kyns neytenda- mál hafa á undanförnum mánuðum fengið byr undir báða vængi, ef svo mætti að orði komast. Margir hafa gengið fram fyrir skjöldu og gert verðkannanir, eins og t.d. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og ná- grennis og Verkakvennafélag Kefla- vikur og Njarðvikur. Hafa þessi félagasamtök gengizt fyrir verðkönn- unum í Keflavík og nágrenni. Nú síð- ast athuguðu fulltrúar þessara sam- taka verð á „bakkelsi” i þremur bakaríum Keflavíkur. í tilkynningu frá samtökunum kemur fram að við- komandi vörur voru keyptar og vigt- aðar og fundið út hvað hver eining kostaði. í ljós kom að af þeim fjórum tegundum sem kannaðar voru var aðeins ein, þ.e. franskbrauð, háð verðlagseftirliti. — Jafnframt kom í Ijós að ekkert af hinum þremur bakaríum, sem i könnuninni voru, var með „rétt og leyfilegt” verð á brauðunum. Þau voru öll rétt aðeins fyrir ofan það verð, þó var eitt baka- riið áberandi lengst frá leyfilegu verði. Þar var hins vegar „djöflatert- an” á mjög „góðu” verði, eða tals- vert mikið lægri en í hinum tveimur bakaríunum og sömuleiðis vínar- brauðslengjan. Hvíta tertan var hins vegar næst ódýrust i þessu bakaríi. Fer hér á eftir tafla með niðurstöðu þessarar könnunar: dýrari en íslenzk Þótt okkur þyki brauðin alveg nógu dýr hér á landi og höldum alltaf að „allt sé dýrast hjá okkur” kosta samt visitölubrauðin okkar langtum minna en t.d. í Svíþjóð. — Þar kostar 1 kg hveitibrauð (niðursueitt) sem svarar 845 kr. ísl. (9,35 s.kr.). Sam- Könnunin var Valgeirs- bakari Ragnars- bakarí Gunnars- bakarí svarandi verð á íslenzku brauði er 366 kr. (500 g brauð kostar 160 kr„ bæta má46 kr. við verðið fyrir niðurskurð- inn). — Sænska brauðið hefur þó það fram yfir það islenzka að það er mygluvarið og seinasta sneiðin er jafngóðogsú fyrsta. -A.Bj. gerð 25. júni sl. Vigt Verð Verð pr. 100 g Vigt Verð Verð pr. 100 g Vigt Verð Verð pr. 100 g Djöflaterta 500 g 950 kr. 190,00 kr. 520 g 950 kr. 182,69 kr. 830 g 1150 kr. 138,55 kr. Vinarbrauðsl. 300 g 520 kr. 173,33 kr. 420 g 520 kr. 123,81 kr. 490 g 480 kr. 97,96 kr. Hvít terta 400 g 725 kr. 181,25 kr. 520 g 700 kr. 134,62 kr. 390 g 600 kr. 153,85 kr. Franskbrauð, niðursn. 460 g 220 kr. 47,80 kr. 450 g 215 kr. 47,77 kr. 400 g 215 kr. 53,75 kr. Leyfilegt verð á niðursneiddu franskbrauði er 42,40 kr. pr. 100 g. Mh»Í4M ||f QB9 PLASTPOKAR O 82655 URVRL/ KJÖTVÖRUR OG ÞJÓRU/TR >li/allteitthvaó gott í matinn STIGAHLIÐ 45^47 SÍMI 35645 vertu ekki of seinn 7. flokkur Misstu ekki af möguleikanum á stórum vinningum, endurnýjaðu því tíman- lega. Mundu að endurnýjun hefst 14 dögum eftir drátt í hverjum mánuði. Við drögum 10. júlí. HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS Menntun í þágu atvinnuveganna 18 @ 1.000.000- 18.000.000- 36 — 500.000,- 18.000.000,- 324 — 100.000- 32.400.000,- 693 - 50.000,- 34.650.000- 8.172 — 25.000- 204.300.000.- 9 243 307.350.000,- 36 - 75.000- 2.700.000,- 9.279 310.050.000-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.