Dagblaðið - 30.11.1979, Síða 19

Dagblaðið - 30.11.1979, Síða 19
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1979. BRAÐABIRQDABUGI SI&TTA SPIL VERKSPLA TAN Mikiö ergefiö út afhljómplötum ídag en... Eagles—The LongRun: Nýjasta plata Spilverks þjóðanna — sú fyrsta sem Hljómplötuútgáfan hf. gefur út — er komin í verzlanir um land allt. Plata þessi nefnist Bráðabirgðabúgí og er sú sjötta sem Spilverkið sendir frá sér. Að þessu sinni syngur Spilverkið um hjón að vestan, þau Valda, Línu og son þeirra Einbjörn, sem farinn er að stunda kúluspilastofur, reykja Salem og detta iða. Lögin og text- arnir eru allir eftir Valgeir Guðjóns- son og Sigurð Bjólu, sem sjá um allan söng á plötunni ásamt Sigrúnu Hjálmtýsdóttur. Nokkrir hljóðfæraleikarar koma við sögu á Bráðabirgðabúgí utan Spilverksins sjálfs. Atkvæðamestir eru Haraldur Þorsteinsson, Þorsteinn Magnússon og David Logeman trommuleikari i jazzrokkhljómsveit Jakobs Magnússonar. Hann kom gagngert vestan frá Bandaríkjunum til að spila inn á þessa plötu. Þrír til viðbótar eiga nokkra tóna á Bráða- Fyrsta plata Mezzo- forte komin út Fyrsta hljómplata Mezzoforte- sveitarinnar og jafnframt fyrsta alíslenzka jazzrokkplatan leit dags- ins ljós í síðustu viku. Sjö af átta lögum plötunnar eru eftir liðsmenn hljómsveitarinnar. Gunnar Þórðar- son upptökustjóri plötunnar og að- stoðarmaður við útsetningar semur eitt. Mezzoforte er skipað fimm hljóðfæraleikurum, sem allir eru undir tvítugu. Þeir hafa starfað saman síðastliðin þrjú ár, með hléum þó, og hefur hljómsveitin verið í senn aðaláhugamál þeirra og góður skóli. Lög þeirra á plötunni hafa sum orðið til í gegnum árin, önnur voru samin sérstaklega fyrir plötuna. í tveimur lögum plötunnar nýtur Mezzoforte aðstoðar Magnúsar Kjartanssonar, Andrésar Helgason- ar og Kristins Svavarssonar. Að öðru leyti sérhljómsveitinsjálf um allan hljóðfæraslátt. Sú breyting hefur orðið á liðs- skipan Mezzoforte frá því er plata þeirra var hljóðrituð að Stefán Stefánsson saxófónleikari er hættur. í stað hans kom hljóm- borðsleikarinn Bjöm Thorarensen. Aðrir í Mezzoforte eru Jóhann Ásmundsson, Gunnlaugur Briem, Eyþór Gunnarsson og Friðrik Karlsson. Tveir þeir síðastnefndu semja bróðurpartinn af tónlist plötu þeirra. - ÁT ÖTT ÁRIB KOMU ÚT UU 100 PLÖTUR HJÁ FÁLKANUM HLJÓMPLÖTU- UMSAGNIR EINAFBEZTU PLÖTUM ÁRSINS birgðabúgíi, Karl Sighvatsson, Magnús Kjartansson og Halldór Pálsson. Spilverk þjóðanna. Plata þeirra, Bráðabirgðabúgi, segir frá hjónum að vestan og syni þeirra, Einbirni, sem að sjálfsögðu er einbirni. DB-mynd. önnur mynd frá Fálkanum að Laugavegi 24. Þannig muna margir Reykvfkingar verzlunina. Glymskrattinn er á sinum stað úti f horni. Síðustu árin hefur hljómplötuút- gáfa hér á landi stóraukizt. — Árið 1979 sýnir reyndar nokkur sam- dráttareinkenni en titlar eru þó tals- vert margir. Útkomnar plöiur það sem af er árinu eru vel á fjórða tuginn og eiga áreiðanlega nokkrar eftir að koma enn. Það hefði þó ekki þótt mikið hér fyrr á árum, þegar ein og sama úgáfan sendi á markaðinn um það bil eitt hundrað hljómplötur sama árið. Það var hljómplötudeild Fálkans sem sendi frá sér þennan titlafjölda uppúr 1930. Sumar þeirra seldust vel, í um 1000—2000 eintökum. Forsaga þessarar miklu útgáfu var sú, að þvi er segir í fréttabréfi sem Fálkinn sendi frá sér í tilefni 75 ára afmælis fyrirtækisins, að gerður var samningur við Columbia hljómplötu- fyrirtækið um að senda tæknimenn til landsins og hljóðrita dagskrána á Alþingishátíðinni að Þingvöllum árið 1930. Það reyndist ekki unnt en i staðinn var samkomuhúsið Báran í Reykjavik tekin á leigu og upptöku- tækjunum komið fyrir þar. í Bárunni voru síðan hljóðritaðar 60—70 plötur með íslenzkum lista- mönnum. Tveimur árum síðar var ævintýrið endurtekið og þá teknar upp um 100 plötur. Á blaðamannafundi með Fálkan- um í tilefni stórafmælisins á dögun- um kom fram að hljómplötudeildin hefur gefið út um eitt þúsund titla síðan hún tók til starfa á þriðja áratugnum. -ÁT- Eagles - THE LONG RUN Asylum Records/Steinar hf. Þrjú ár liðu frá því að platan Hotel California kom út þar til Eagles sendu frá sér The Long Run. Hvað eftir annað var útkomu plötunnar frestað og aðdáendur hljómsveitarinnar voru undir lokin orðnir anzi óþolinmóðir margir hverjir. Og útkoman? Aflsappað vestur- strandarrokk sem fyrr; plata sem við fyrstu hlustun lætur lítið yfir sér en vinnur stöðugt á. — The Long Run er ein vandaðasta og eigulegasta plata sem ég hef heyrt á þessu ári og eru þær þó margar góðar. Það eru ekki grípandi melódíur og sölulög sem þera The Long Run uppi heldur vönduð vinnubrögð. Hvergi er kastað til höndunum. AUur hljóðfæraleikur er pottþéttur, svo og öll tæknivinna við gerð plötunnar. Mér segir svo hugur um að liðsmenn Eagles hafi verið orðnir hálf pirraðir á bið fólks eftir plötu frá þeim. Ég legg textann við titillagið In The Long Run til grundvallar þessari skoðun minni: Eagles — Aðdá- endur mega áreiðanlega biða nokkuð lengi eftir næstu plötu hljóm- sveitarinnar. I used to hurry a lot I used to worry a lot I used to stay up till the break of day. Oh that didn’t get it It was hard time, I quit it I just couldn’t carry on that way. Oh I did some damage I know it’s true Didn’t know I was so lonely Till I found you How can go the distancc we’ll find out In the long run. Við megum áreiðanlega bíða í nokkur ár eftir næstu plötu Eagles. Þessum strákum liggur ekkert á. Þeir þekkja stöðu sína þegar til langs tíma er litið. -ÁT- Hljómplötudeild Fálkans. Eftir klæðnaði viðskiptavinanna að styrjöld úti i heimi um þær mundir sem myndin var tekin. dæma hefur geisað

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.