Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1905, Page 6
8
17. Lögð fram 12 frumvörp til reglugjörðar fyrir ýmsar
deildir Ræktunarfélagsins, athuguð af nefnd peirri,
sem jafnframt hafði lög Ræktunarfélagsins til endur-
skoðunar. Frumvörpin voru frá þessum deildum og
þannig athuguð:
1. Saurbæjarhreppsdeild. Ekkert að athuga.
2. Þórshafnardeild. Sömuleiðis.
3. Búnaðarfélagi Lýtingsstaðahrepps. Sömuleiðis.
4. Ræktunarfélagsdeild Öngulstaðahrepps:
í stað 3. gr. komi: „í deildinni eru allir hrepps-
búar, sem eru meðlimir „Ræktunarfélags Norður-
lands" og gjalda árstillag 2 kr. samkvæmt lögum
þess."
5. Ræktunarfélagsdeild Sveinsstaðahrepþs:
Vantar að tilgreina, að árgjald til „Ræktunarfélags
Norðurlands" sé tiltekið í lögunum.
6. Reykdæladeild. Árgjald til „Ræktunarfélags Norður-
lands" þarf að tilgreina.
7. Mývatnsdeild. — í 2. gr. á eftir orðunum: „Rækt-
unarfélag Norðurlands" bætist „samkvæmt lögum
þess".
8. Ræktunarfélag Sauðárhrepps. Árgjald til „Ræktunar-
félags Norðurlands" þarf að tilgreina.
9. Ræktunardeild Arnarnesshrepþs. Ekkert að athuga.
10. Jarðyrkjufélag Seiluhreþps. Ekkert að athuga.
11. Jarðræktarfélag Akureyrar. Ekkert að athuga.
12. Staðardeild í Öxarfirði Ekkert að athuga.
18. Rætt um samband búnaðarfélaganna á Norðurlandi
við „Ræktunarfélag Norðurlands". Málið var nokkuð
rætt, en engin ályktun tekin í því.
19. Fundarstjóri skýrði frá því hvernig sýslufélögin á
Norðurlandi hefðu tekið undir það, að styrkja eina
eða fleiri tilraunastöðvar í hverri sýslu, með fjárfram-
lagi af sýslusjóði, og að undirtektirnar í því máli
hefðu verið góðar. Skólastjóri Sigurður Sigurðsson
skýrði jafnframt frá því, á hvaða stigi þetta atriði
stæði að öðru leyti.