Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1905, Page 12
14
í tilraunastöðinni hefir verið bygt hús til að geyma
í plöntur að vorinu, svo hægt sé að verja skemdum, er
senda þarf burtu. Húsið er bygt af torfi 8 álnir á lengd
en 5 álnir á breidd.
Uppskera úr tilraunastöðinni var nokkuð mismunandi, sem
von er. Sumar tilraunirnar hepnuðust vel, aðrar miður vel.
Uppskera var alls:
Af jarðeplum 14588 pd.
- fóðurrófuin 5222 -
- gulrófum 8566 -
• - fóðurgrasi 2400 -
Auk þess nokkuð af öðrum matjurtum. Verð allrar upp-
skerunnar er kr. 979.90
2. Tilraunastöðin á Húsavík.
Þar voru gerðar tilraunir með:
Fóðurrófur 6 afbrigði
Næpur 2 —
Hafra og bygg 3 —
Lúpínur 2 —
Grastegundir 16 —
Enn fremur hafa verið gerðar tilraunir með áburð og
nokkrar garðjurtir og gróðursettar nokkrar trjáplöntur af
sömu tegundum og síðastliðið ár.
Umsjónarmaður tilraunastöðvarinnar er Páll Kristjáns-
son á Húsavík. Næsta ár hafa Húsvíkingar í hyggju að
stækka tilraunasvæðið.
3. Ti/raunastöðin á Æsustöðum
er nú öll tekin til ræktunar. Síðastliðið sumar voru par
gerðar tilraunir með áburð, sjö afbrigði af fóðurrófum,
bygg og gulrófur. Þessar trjá og runnategundir hafa verið
gróðursettar: sólber, rauðber, björk, greni og fura.
Umsjónarmaður tilraunastöðvarinnar er Sigurður Pálma-
son i Æsustöðum. Öll vinna og hirðing á tilraunastöð-
inni er prýðisvel af hendi leyst.