Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1905, Page 14
V.
Ci/raunir
Rœktunarfélags Norðurlands IQO5.
Síðastliðið ár var gerð allítarleg grein fyrir tilraunum
þeim, sem Ræktunarfélagið lét gera það ár. — Þetta var
gert til þess, að bæði væri hægt að fá sem glegsta hug-
mynd um tilraunaaðferðina, og hvern árangur þær hefðu
borið, þegar á fyrsta ári.
Til þess að fá fulla vissu um eitthvert atriði, sem á að
hafa almenna þýðingu, þarf vanalega að gera tilraunir í
nokkur ár og á mörgum stöðum. Þegar svo er tekið
meðaltal af þessum árangri, eru líkindi til að lítið beri á
þeim undantekningum, sem ætíð geta átt sér stað við til-
raunir, og sem eiga rót sína að rekja til ýmsra staðhátta
(jarðvegs, áburðar, loftslags o. fl).
Eftirleiðis er ætlast til að ársskýrslan flytji á hverju ári
skýrslur um þær tilraunir, sem lengst eru á veg komnar,
og ætla má að hafi verulega þýðingu.
Síðastliðið sumar hefir tilraununum verið haldið áfram
í sama stýl og gert er grein fyrir í ársskýrslunni 1904.
Hefir árangur þeirra að mörgu leyti verið í samræmi við
reynslu fyrra árs. Virðist þvf eigi þöif að gera ítarlega
grein fyrir því á ný, heldur að eins taka fram hið helzla.
A. Áburðartilraunir.
Áburðartilraununum hefir verið hagað á líkan hátt og
síðastliðið ár, sbr. Ársk. Rktfél. bls. 13 — 36. Auk þeirra