Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1905, Page 23
VI.
Jleiðbeiningaferdir
starfsmanna Rœktunarfélags Norðurtanas,
sumarið 1905.
1. Bjarni Benediktsson ferðaðist um Glæsibæjarhrepp í Eyja-
fjarðarsýslu, dagana frá 19.—31. ágúst.
í niðurlagi skýrslu sinnar til Ræktunarfélagsins segir hann
svo frá:
»Þannig hefi eg þá komið á átta bæi, þar sem eg gaf
verulegar leiðbeiningar. Þær hafa aðallega verið fólgnar í:
að velja garðstæði (á 3 stöðum),
— leita að sverði (á 3 stöðum),
— mæla fyrir flóðgörðum (á 2 stöðum),
— segja fyrir um framræslu og túnyrkju (á 3 stöðum).
Samtals 11 sérstakar leiðbeiningar.
Auk þess hefi eg svarað ýmsum fyrirspurnum viðvíkjandi
garðyrkju, tilbúnum áburðarefnum, túnrækt o. fl. á nokk-
urum stöðum.«
2. Ingimundur Gusmundsson búfræðingur ferðaðist um Húna-
vatnssýslu dagana frá 8. maí til 11. júní. Hann kom á
52 bæi og gaf leiðbeiningar
um framræslu (á 10 stöðum),
— garðrækt (- 24 — ),
— girðingar (-2 — ),
— ræktun á óræktuðu landi (-10 — ),
— trjárækt (- 5 — ).
Mælingar voru gerðar á 2 stöðum.
Svarðarleit var gerð á 1 stað.
AHs 54 sérstakar leiðbeiningar.