Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1905, Page 33
lCm tilbúinn áburðC
Eftir
Sig. Sigurðsson.
Motto:
Láttu tvö strá vaxa, þar, sem áður
óx eitt. —
Saga. Snemma á öldum hafa menn lært að nota búfjár-
áburð. En það er eigi tyr en á síðustu öld sem tarið er að
nota tilbúin áburðarefni að nokkrum mun. Orsökin var, að á
meðan menn ekki þektu næringarefni jurtanna eða á hvern
hátt þær tækju þau, þá gátu menn eigi fundið þau efni, sem
enginn vissi hver voru, eða hvar var að leita. Fyrst þegar
hinn þýzki efnafræðingur Liebig á fyrri hluta 19. aldar, hafði
með rannsóknum sínum sýnt og sannað, hver efni væru jurt-
unum nauðsynleg, og á hvern hátt þær tækju þessi efni úr
jarðvegi og lofti, ** þá var vegur ruddur til þess að fara
að leita eftir, hvort eitthvað af þeim efnum, sem mest vöntun
er á í jarðveginum, fyndsut eigi f náttúrunni (annarstaðar en
í búfjáráburði) í svo miklum rnæli að hægt væri að nota þau
* Við samningu ritgerðar þessarar hefi eg stuðst við þessi rit:
Prof. H. Juhlin Dannfeldt: Landbrukets Bok.
Prof. Westermann: Landmandsbogen.
N. Odegaard: Jordbrugslære.
Bastian R. Larsen: Akervekstforsög.
P. Hellström: Berattelse om virksomheten vid Kemisk Váxt-
biologiske anstalten. Luleá.
Salmonsen Konversations Leksikon.
** A hvern hátt jurtir af ertublómaættinni taka köfnunarefni úr
loftinu, fann Hellriegel fyrst 1887.
3;