Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1905, Page 34
36
til áburðar. Þessar rannsóknir leiddu í ljós, að hin sömu
næringarefni og eru í búfjáráburði, finnast í söltum, steinum,
gjalli, dýraleyfum o. fl. Séu þessi efni tilreidd á réttan hátt,
má nota þau til áburðar, og það er sá áburður, sem einu
nafni er nefndur tilbúinn áburður.
A 17. öld er sagt, að beinmjöl hafi verið notað til áburð-
ar og að notkun þess hafi farið vaxandi á Englandi á iS.
öld. Beinin voru möluð og notuð þannig. Efnasamböndin í
þessu beinmjöli leysast seint í sundur. Um 1840 sýndi Lie-
big fram á, að með því að blanda beinmjölið með brenni-
steinssýru verði efnin auðleystari. Tilraunir á Kothampsted
sönnuðu, að það kæmi jurtunum að fyllri notum.
Önnur tilbúin áburðarefni er eigi farið að nota að nokkr-
um mun fyr en um 1850, og fyrst eftir 1860 eykst notkun
hinna tilbúnu áburðarefna mjög mikið, og fer síðan stöðugt
vaxandi, einkum í þeim löndum, þar, sem jarðrækt er í góðu
lagi. Sem dæmi þess má nefna, að árið 1902 keyptu Norð-
menn tilbúin áburðarefni fyrir 1,208 miljónir króna. Auk
þess er mikið búið til í landinu sjálfu. Arið 1903 keyptu
Danir áburðarefni fyrir 4,805 miljónir króna.
Hver tnunur er á tilbúnum áburði og búfjáráburði?
I búfjáráburði eru það aðallega þrjú efni, sem hafa mesta
þýðingu fyrir næringu jurtanna, þar sem einkum er vöntun á
þessum efnum í jarðveginum. Þau eru nefnd kalí, fosforsýra
og köfnunarefni. Af þessum efnum er talið að vera í 100
pundum af góðum rotnuðum búfjáráburði.
J/2 pd. köfnunarefni.
ll 2 — kalí.
'/3 — fosforsýra.
Efnasamsetningin er þó mjög breytileg, og fer það eftir
fóðri dýranna, hirðing áburðarins o. fi. Því betra fóður því
betri áburður, því betri hirðing þvf meiri og betri áburður.
Verðmæti áburðarins er að mestu komið undir því, hve mikið
er í honum af köfnunarefni, kalí og fosforsýru. Auk þessara
efna eru í vanalegum búfjáráburði í hverjum 100 pundum