Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1905, Page 35
37
70—9° pund vatn og 10—20 pd. lífræn, eða moldmyndandi
efni.
Vatnið í áburðinum hefir litla þýðingu fyrir næringu jurt-
anna. Moldmyndandi efnin eru eigi jurtnærandi (að undan-
teknum köfnunarefnissamböndunum) en þau gera gagn á
þrennan hátt:
1. Þegar lífræn efni rotna, mynda þau mold. Moidin getur
haldið í sér raka og næringarefnum. Þetta hefir mikla
þýðingu fyrir sendinn jarðveg.
2. Lifrænuefnin rotna og breytast aðallega í mold, kolsýru
og vatn, við þessar efnabreytingar myndast hiti í jarð-
veginum, sem kemur á stað öðrum efnabreytingum. Þetta
hefir því þýðingu fyrir næringarstarfsemi jurtanna, eink-
um þar, sem loftslagið er kalt.
3. I búfjáráburði er mesti urmull af bakteríum. Með áburð-
inum dreifast þær um jarðveginn. Séu hinir eðlisfræðislegu
eiginlegleikar jarðvegsins góðir, vinna bakteríurnar að því
að leysa í sundur ýms efni í jarðveginum.
Tilbúinn áburður er ólíkur búfjáráburði í þessu:
1. I honum er mikið af næringarefnum, en í hverri áburðar-
tegund er oftast eitt næringarefni — sjaldan tvö eða fleiri.
I hverjum 100 pundum af áburði getur verið:
Af köfnunarefni 9—20 pund.
- fosforsýru 9—45 —
- kalí 9—62 —
2. I tilbúnum áburði er oftast ekkert af lífrænum efnum.
Lítið af vatni. En auk næringarefnanna er nokkuð af
öðrum steinefnum, sem annaðtveggja geta haft gagnlegar
eða skaðlegar verkanir á jurtagróðurinn.
Hvar og hvernig á að nota tilbúinn áburð?
Með hverri uppskeru flyzt mikið af næringarefnum úr jarð-
veginum. Þenna missi þarf að bæta honum aftur með áburð-
inum. Þar, sem jarðrækt er stunduð af þekkingu, þarf að sjá
fyrir, að nægur forði af næringarefnum sé í jarðveginum, því
það er fyrsta skilyrðið fyrir því, að góð uppskera fáist. Þegar