Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1905, Side 46
48
Myndirnar 2. og 3. af þessum áburðartilraunum skýra þetta
atriði nánar. *
Wiborgfosfat er búið til úr appatit. I því er 20—22°/o
fosforsýra. Það hefir líka eiginleika og er notað líkt og
thomasfosfat.
IV. Kalíáburður.
Kalíáburður er búinn til úr söltum sem finnast í jörðu.
Við Strassfurt á Þýzkalandi eru ákafiega mikil saltlög. Það
er álitið að söit þessi séu mynduð á þann hátt, að eitt sinn
hafi legið sjór þar yfir sem nú eru saitlögin. Við miklar
breytingar á yfirborði jarðarinnar, hefir nokkur hluti sjávar-
ins skilist frá meginhafinu. Landið hefir hækkað. Af þeim
hiuta, sem var skiiinn frá hafinu, hefir vatnið gutað upp, en
sölt þau, sem voru í sjávarvatninu, orðið eftir, og myndað
saltlögin. Það, sem styður þessa hugmynd, er, að í salt-
námunum eru sömu etni og í sjávarvatninu. Ofan á salt-
lögunum liggja 130 feta þykk jarðlög, þá koma kalísöltin
7 — 20 faðma þykk og undir þeim matarsaltlög sem á stundum
geta verið alt að 500 faðmar á þykkt.
Um 1860 var byrjað að nota kalísöltin til áburðar, en
síðan hefir notkun þeirra stöðugt farið vaxandi. Sem dæmi
þess má nefna að í námunum við Strassfurt var
árið 1860 grafin upp 4.5 miljónir pund
— 1880 — — 1300.0 — —
— 1901 — — 6900.0 — —
Af tölum þessum sést að notkun kalíáburðar hefir aukist
stórkostlega á síðari hluta 19. aldar. Það eru til ýmsar
tegundir af kalísöltum. Þessi hafa verið notuð til áburðar.
Kflinit er vanalega rauðleitt að lit. Saltið er malað og notað
til áburðar. I því er 12 °/0 kalí.
Carmalit, er líkt að útliti og kainit. I því er 9 °/o af kalí, það
þarf einnig að mola það áður en það er notað til áburðar.
Sylimit er farið að nota á síðari árum. I því eru 12 °/0 kalí.
* Hér vanta því miður 2 myndir til samanburðar, er sýni gróður
á áburðarlausu landi, og á Iandi, sem fosforsýruáburður er borinn
á einvörðungu. Þessar myndir voru pantaðar, en komu ekki í tíma.