Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1905, Blaðsíða 48
50
áburðinum. Það er álitið að kalísöltin * geti að nokkru varnað
því, að jarðvegurinn verði of þur og að frost hafi mjög skað-
leg áhrif á jurtirnar. Þetta er sagt að eigi rót sína að rekja
eigi að eins til kalísins, sem er í áburðinum, heldur og til
annara efna, sem eru í söltunum.
Báeði kalísamböndin, og önnur efni í kalísöltunum, vinna
að því að leysa upp ýms efni í jarðveginum. Þetta er að
líkindum aðalorsök þess, að sum efni virðast hafa töluverð,
áhrif á þroska einstakra jurta. Klórmagnesium eykur d. t.
vöxt jurta af ertublómaættinni.
Reynslan hefir sýnt að klórsambönd geta haft áhrif á
efnasamsetning og þroska sumra jurta. Það er sagt að jarð-
epli verði bæði þroskalítil og minna í þeim af mjölefni ef
mikil klórsambönd eru í áburðinum. Þó hefir það litla þýð-
ingu, hvort kalíið er sem klórkalíum eða brennisteinssúrt
kalí, en önnur klórsambönd einkum þó klórnatríum geta haft
skaðlegar verkanir.
Það er nauðsynlegt að kalíáburðinum sé dreift vandlega.
Annars getur hann haft skaðlegar verkanir á jurtirnar, upp-
leysingin í jarðveginum verður of sterk, svo ræturnar þola
hana ekki og jurtirnar visna. Kalíáburð er bezt að bera á
að haustinu.
I leirjarðvegi er vanalega eigi skortur á kalí, og er því þarf-
Iaust að bera þar á kaiíáburð, og það því fremur, sem hann
oft getur haft þar slæmar verkanir, þéttir og herðir jarðveg-
inn þegar hann þornar.
Scndinn jarðvegur þarfnast kalís. Þar er því gott að
bera á kalíáburð. — Bezt gagn gerir þó kalíáburður á mold-
jörð og mýrajarðvegi einkum með fosforsýruáburði og kalki.
Eftirfarandi mynd af tilraunum, sem gerðar voru í norðan-
verðri Svíþjóð, skýrir þetta nánar.
Rófur og jarðepli þarfnast mest af kalí, allra ræktaðra
jurta, og geta náð því úr torleystum samböndum. Sé kalí
borið á þar sem þessar jurtir eru ræktaðar, virðist það oft
koma að litlum notum á fyrsta ári, en verður jurtunum að
beztum notum árið eftir.
* Juhlin Dannfeldt: Landbrukets bog bls. 478.