Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1905, Qupperneq 57
59
þessu. Það er síðatl notað sem áburður. Framieiðslan hefir
verið lítil hingað til.
I öðru lagi hefir verið reynt að nota áhrif rafmagnsins til
framleiðslunnar. Þrumur og eldingar orsakast af rafmagni í
loftinu. Því hefir verið veitt eftirtekt, að við rafmagnsverk-
anirnar í loftinu verða efnabreytingar í því. Við þær mynd-
ast saltpéturssýra (köfnunarefnissamband). Af henni getur
verið lítið eitt í regnvatninu.
Með hliðsjóh af þessu hefir verið reynt að láta rafmagns-
ljós verka á andrúmsloftið. Verksmiðja hefir verið sett á
stofn við Niagarafossinn í Ameríku til að vinna efnið úr loft-
inu á þennan hátt. Verksmiðja þessi má heita á tilraunastigi
enn. Aðferðin hefir hepnast vel að því leyti, að tekist hefir
að ná efninu úr loftinu, en það hefir verið svo seinlegt, að
það hefir ekki svarað kostnaði.
* *
*
Samkvæmt skýrslum þeim, er nýlega hafa verið birtar í
Noregi, er máli þessu svo langt komið þar, að kalla má, að
áburðarefni séu nú þegar unnin þar úr loftinu í stórum stíl.
Aðferðin er fundin upp af prófessor Birkeland og Eydc
verkfræðingi.
Þeir nota einnig rafmagnsljós, en með alt öðru móti. Hefir
þeim tekist að vinna köfnunarefnið úr miklu loftmagni með
tiltölulega litlum áhöldum.
Arið 1903 gerðu þeir fyrstu tilraunir sínar. Hreyfiaflið,
sem þeir notuðu til rafmagnsmyndunar, var að eins þrjú
hestöfl. Ljósið myndaðist í eins konar ofnum, sem loftið var
látið streyma í gengum og leika um ljósið. Ofnanir voru
mjög litlir í fyrstu.
Þetta reyndist vel. Tilraununum var því haldið áfram í
stærri stíl og hepnuðust þær mjög vel. Má því segja, að
fengin sé næg reynsla fyrir því, að aðferðin sé örugg.
Loftið, sem leitt er gegnum ofnana, verður brúnleitt af
köfnunarefnissýringi, er myndast við áhrif rafmagnsljóssins.
Það er síðan leitt inn í háa steinturna. Þar er því sumpart
breytt í þynta saltpétursýru og sumpart í saltpétursúrt kalk.