Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1905, Page 58
6o
Með því að eima saltpétursýruna og blanda hana með kalki
er henni breytt í saltpétursúrt kalk, sem notað er til áburðar.
Hiti sá, er hafa þarf til efnabreytinga þessara, fæst frá
rafmagnsljósinu. Það er sami hitinn, sem búinn er að vinna
hlutverk sitt við' breytingu loftsins. Þess vegna þarf ekkert
eldsneyti til að reka iðn þessa.
* *
*
Þess var getið að framan, að Norðmenn væru nú þegar
farnir að reka iðn þessa í stórum stíl, og nota þeir vatnsafl
tíl rafmagnsframleiðslunnar.
Sérstök tilraunastöð var sett á stofn í Vasmoen við Aren-
dal. Hreyfiaflið, sem þar má nota, er um iooo hestöfl.
Saltpétursverksmiðja í Notodden á Þelamörk tók til starfa
í síðastliðnum maímánuði. Hreyfiaflið er þar um 2500 hest-
öfl. Því er breytt í rafmagn, er framleiðir ljós í þrem ofn-
um. Þeir vinna alls um 75000 pt. lofts á mínútu.
I byrjun desembermánaðar síðastl. var myndað stórt hluta-
félag í Kristianíu. Stofnfé þess er 7 miljónir króna. Hluthafar
eru bæði norskir, sænskir, danskir og franskir.
Félagið hefir tekið að sér tilraunastöðina í Vasmoen og
saltpétursverksmiðjuna á Notodden. Það ætlar einnig að nota
foss einn mikinn þar í nánd með 30,000 hestöflum, og á
hann að reka nýja verksmiðju. Hún á að vera fullgerð 1907.
Þá hefir félagið og fengið hinn nafnkenda Rjúkanfoss*til um-
ráða og sömuleiðis Vammafossinn í Glommen.
* *
*
Nú er árlega eytt í heiminum ilh miljón smálesta (1 sml.
er 2000 pd.) af Chilisaltpétri, en fer sívaxandi. Með framan-
greindri aðferð má fá eina smálest af saltpétri á ári fyrir
hvert hestafl, sem notað er til framleiðslunnar.
Ur þessu er því ástæðulaust að bera kvíðboga fyrir á-
burðarskorti, þó námurnar í Chile tæmist innan skamms.
Loftið er sú köfnunarefnislind, er seint mun upp ausin. Nú
er hugmynd sú komin til verklegra framkvæmda, sem Eng-
lendingurinn Crookes lét í ljósi 1898: