Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1905, Page 62
64
Fyrir þessa sök verður að öllum líkum mest girt með vír
fyrst um sinn, og ef til vill um langan tima, þó ýmsir gall-
ar séu taldir á þeim girðingum. En um suma þá galla, sem
vírgirðingum eru taldir til foráttu, mun óhætt að fullyrða, að
þeir séu tilfinnanlegastir fyrir það, að reynt er að koma
girðingunni upp með sem allra minstum kostnaði, en af því
leiðir að sjálfsögðu, að girðingin verður með tímanum þvi
dýrari og gallaðri, sem hún var ódýrari i fyrstu.
Aðalgallarnir á gaddavírsgirðingunum, sem nú eru að
tíðkast, eru taldir:
1. að þær séu hættulegar fyrir skepnur.
2. að þær muni reynast endingarlitlar.
Qallar á gadda- Að Þvl er snert'r fyrra atriðið, þá er það
vírsæirðingum. ekki að ástæðulausu, þó menn séu hræddir
við að skepnur kunni að meiða sig eða slasa á göddum
vírsins. Þetta getur vel viljað til. En hættan í þessu efni
verður þó mun minni, sé girðingin svo vel gerð, að skepnur
treystist ekki að leita á hana.
Um síðara atriðið er óhætt að fullyrða, að þar veltur mjög
svo mikið á því, hvernig girðingin er gerð. Sé hún sett
skynsámlega niður og gerð vel traust eftir föngum, þá mun
endingin reynast töluverð. En eins og vírgirðingar eru nú
gerðar allvíða hjá oss, þá er hætt við að þær endist illa.
Erlendis hafa bændur 1 ýmsum löndum notað vírgirðingar svo
lengi, að fengin er reynsla, sem ótvírætt bendir í þessa átt.
Og reynslan er þessi: Því traustari, sem girðingin er í
fyrstu, því meiri verður endingin í hlutfalli við tilkostnað.
MikilsverO En t'* þess að vírgirðing geti heitið vel traust,
atriði. í? íí þa verður að leggja áherzlu á, að fullnægt sé
sem bezt nokkrum ákveðnum skilyrðum. Og það, sem í
þessu efni ber sérstaklega að athuga er:
1. að ekki sé of langt bil á milli vírstrengjanna.
2. að nægilega þétt sé stólpað, stólparnir sterkir og vel um
þá búið, og
3. að vírinn sé vel strengdur.
En af því að hér hjá oss mun allvíða vera misbrestur á
því, að gætt sé alls þess, er vera þyrfti, og þessi atriði