Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1905, Síða 71
Um matreiðs/u gulrófna.
í síðustu ársskýrslu Ræktunarfélagsins er ritgerð eftir
skrifara félagsins, Sig. Sigurðsson skólastjóra, um gulrófur.
Er það fyrsti kafli af langri ritgerð um rófnarækt yfirleitt.
Var svo tilætlast að framhald af þeirri 'ritgerð kæmi í þessu
ársriti, en þegar til kom þótti réttara 'að fresta því þar til
meiri innlend reynsla væri fengin fyrir því, hverjar rófnateg-
undir helzt bæri að rækta hér á landi og hversu ræktun
þeirra mætti bezt haga. Reglur þær, sem hér fara á eftir
um matreiðslu gulrófna, eftir ungfrú Jónínu Sigurðardóttir,
ber að skoða sem viðauka við ritgerð Sigurðar bróður henn-
ar. Þótti nauðsynlegt að gefa mönnum bendingar um hagnýt-
ing rófnanna ekki síður en ræktun þeirra.
1. Gulrófusúpa.
Efni:
6 gulrófur meðalstórar, io kvint smjörs,
3 pt. kjötsoðs, 4 matskeiðar hveitimjöls,
i laukur, 3 — Sherry eða Madeiravíns,
vatn, 2 — salts.
Gulrófurnar og laukurinn eru flysjuð og soðin í saltvatni,
er ekki sé meira en svo að yfir fljóti. Þegar rófurnar eru
mauksoðnar skal núa þeim gegnum sáld eða gróft léreft.
Smjörið er brætt, hveitið hrært saman við, kjötsoðinu og
gulrófnaseyðinu smáhelt útí og stöðugt hrært í með sleif.
Þegar súpan er orðin mátulega þykk er hún soðin í io—15
mínútur og salti bætt í eftir smekk. Eftir að súpan er tekin
ofan er víninu hrært saman við hana.
Gulrófusúpa er borin á borð í stórskálum (tarinum) og
borðuð með soðnu kjöti.