Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1905, Síða 77
79
Nokkur næpnaafbrigði, er hafa má til manneldis, hafa og
verið ræktuð. Af þeim hafa reynst: »Rauð amerísk*, »Miinch-
ener«, »Ballangen Fladnæpe*, »Gule flade* og »Snebold«.
V. Tilraunir með aðrar matjurtir.
Auk gulrófna og næpna hafa ýmsar káltegundir og fieiri
tegundir matjurta verið ræktaðar. Reynsla þessara ára sýnir,
að margar þeirra má rækta með góðum árangri.
Að eins fáar tegundir skulu hér nefndar:
Ymsar káltegundir, svo sem: blómkál, rauðkál, grœnkál,
toppkál, blöðrukál og hnúðkál.
Blómkálið hefir reynst verða eins gott hér og venjulegt
er erlendis. Nokkur afbrigði gulrófna hafa verið reynd. Bezt
þeirra reynast: »Nantes karotter«, »halvlange hollandske«,
»halvlange Bordovikker« og »Douvikker«.
Rhabarber, piparrót, hreðkur og spínat- og salatjurtir m.
fl. hafa einnig þrifist vel.
VI. Trjárœktartilraunir
hafa einnig verið gerðar. Ymsum trjáfrætegundum hefir verið
sáð og útlendar plöntur gróðursettar. Margar af plöntunum
virðast dafna allvel. Af trjátegundum eru það einkum birki
og reyniviður, en af runnum rauðber (ribs), geitblað, víðir og
ýmsar rósategundir.
* *
*
Yfirleitt benda tilraunirnar til þess, að margt má rækta
hér á landi af útlendum plöntum, er verið geta til gagns og
prýði. Það ættu allir að muna og færa sér í nyt.
Að síðustu skal þess getið, að samkvæmt reikningum Bún-
aðarfélags íslands hefir það kostað eftirfylgjandi fjárupphæð-
um til gróðrarstöðvarinnar:
1901 kr. 2248.41,
1902 — 2095.99,
1903 — 2349.00,
1904 — 2586.99.
Alls . . . kr. 9280.39.