Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1905, Page 82
Sarðyrkjufélag Sei/uhrepps.
í Ársskýrslu Ræktunarfélags Norðurlands 1904 er lítið
eitt minst á Garðyrkjufélag Seiluhrepps og startsemi þess.
Félagið hefir nú haldið áfram starfi sínu, og látið undirbúa
til sáningar alt það land, er það hefir til umráða.
Var kartöfium og nokkru af rófum sáð í hér um bil 2h
hluta garðsins, en höfrum og lúpínum í V3.
Vorið 1905 yar byrjað að vinna í garðinum 28. aprfl, en
8. maí var farið að setja niður 1' þá hluta hans, sem heitastir voru
og bezt undirbúnir. Þær kartöflur voru orðnar fullsprotnar
og því teknar upp í iok ágústmánaðar. í hina köldu hluta
garðsins var ekki sett fyr en í síðari hluta maí og byrjun
júnímánaðar, enda ekki tekið upp fyr en 21 — 24. septbr.
Með því ekki er hægt að fá neinn verulegan undirbúning
á svo misjöfnum og víða ófúnum og seigum jarðvegi á fyrsta
ári, þá varð uppskeran mjög misjöfn; mátti hvergi heita vel
sprottið þar sem ekki naut einhvers jarðhita, annaðhvort frá
uppsprettunum sjalfum eða ræsunum, því eins og getið er í
síðustu ársskýrslu er hitinn leiddur um garðinn með malar-
lokræsum. Bezt leiðist hitinn útfrá hinum þremur aðalræsum,
sem veita vatninu frá uppsprettunum niður eftir garðinum.
Til frekari skýringar um hitaleiðsluna og árangur hennar set
eg hér nokkrar tölur, sem sýna lengd lokræsanna, vatnsmagn
þeirra og hitalát frá uppsprettunum til enda lokræsisins.
Lokræsin. Lengd lokræsanna. Faðm. Hitastig við uppsprett- una. C. 0 Hitalát vatnsins. C. ° Vatns- magnið. Pr. sekundu
Syðstaræsi .... IOO ' 84 20 1.2
Miðræsi 63 74 I I 3
Yztaræsi 45 79 I I 4.4