Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1905, Page 88
*
Slæktað land á Js/andi
er talið að vera 1903:
Stærð hins ræktaða lands. Uppskera.
Taða. Hestar. Jarðepli. Tunnur. Rófur. Tunnur.
Tún, dagsláttur .... 53445-e 575753 5
Kálgarðar og annað sáð-
land, Q faðmar . . . 804912.5 13642.5 131392
Eftir þessu hefir töðufengur af dagsláttu verið að meðal-
tali sem næst 11 hestar. Uppskera af jarðeplum og rófum
hefir verið til samans að meðaltali af dagsláttu tæpar 30 tn.
og er það afarlítil uppskera, ef gengið er útfrá því, að rófur
og jarðepli hafi verið ræktaðar á öllu því landi, sem hag-
skýrslurnar kalla kálgarða og annað sáðland. Útheysafli hefir
verið á árinu 1,197,860 eða rúmlega helmingi meiri að
vöxtunum en af töðunni.
Arið 1903 voru fluttar frá útlöndum hingað til lands 5823
tunnur af jarðeplum og hafa þær kostað 53,219 krónur, eða
sem næst kr. 9.14 tunnan. íslenzk jarðepli hafa verið ræktuð
um langan tíma á Akureyri og hefir það þótt arðvænleg
atvinnugrein. Hafa þau þó gengið þar kaupum og sölum á
8 krónur tunnan. Auðvitað hafa þau stundum verið dýrari,
en mjög sennilegt er, að menn geti ræktað þau nú með
góðum árangri fyrir 8 krónur tunnuna. Sýnist þetta því vera
fullkomin hvöt fyrir menn til þess að fara að rækta jarðepli,