Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1905, Page 95
Verðlaun fyrir uermireiti.
í fyrra vetur hét stjórn Ræktunarfélagsins lítils háttar
styrk þeim mönnum, er kæmu upp vermireitum. Styrkurinn
var bundinn því skilyrði, að hver vermireitur væri að minnsta
kosti 2400 Q þuml. að stærð og að uppskeran af hinum
gróðursettu rófum væri minst 7 tunnur.
Verðlaunin skyldu vera einhver garðyrkjuverkfæri.
A fundi sínum 19. þ. m. veitti stjórnin þessjjih mffnnúín
verðlaun:
1. Hannesi Davíðssyni á Hofi í Hörgárdal . . . . kr. 15.00
2. Kristjáni Jónssyni í Glæsibæ................— 15.00
1
3. Einari Eiríkssyni í Bót.......................— 12.00
4. Gísla Jónssyni á Hofi í Svarfaðardal..........— 12.00
5. Magnúsi Þorlákssyni í Vesturhópshólum ... — 12.00
6. Sigurði Sigurðssyni á Halldórsstöðum..........— 12.00
7. Birni Jóhannssyni á Skarði....................— 10.00
8. Birni Jónssyni á Veðramóti....................— 10.00
9. Gísla Helgasyni í Skógargerði.................— 10.00
10. Kristjáni Kristjánssyni á Litlu-Hámundarstöðum — 10.00
11. Stefáni Þ. Björnssyni á Skíðastöðum ..........— 10.00
12. Stefáni Jónssyni á Munkaþverá............... — 10.00
Til leiðbeiningar fyrir þá, sem síðar kynnu að sækja um
verðlaun, skal það tekið fram, að umsókninni þarf að fylgja:
1. Vottorð tveggja manna um uppskeruna.
2. Stærð vermireitsins og garðsins, sem gróðursett er í.
3. Lýsing á garðinum, legu hans og jarðvegi. Getið skal
um, hvort sáðlandið er nýbrotin jörð eða gamall garður,
hvaða áburður var notaður næsta ár á undan, ef um
gamlan garð er að ræða, og hvaða áburður er notaður
það ár, sem gróðursett er í garðinn.
Akureyri 30. maí 1906.
Sig. Sigurðsson.
7