Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1905, Page 99
IOI
4. Hvað mikið og djúpt d að sd.
Við sáningu er það afaráríðandi að af fræinu sé sáð hæfi-
lega miklu og að því sé komið mátulega djfipt niður í mold-
ina. Sé þessa eigi gætt er eigi hægt að búast við mikilli
uppskeru.
Hve miklu þarf að sá, fer eftir því um hverjar tegundir
er að ræða, en af sömu tegund er þó oft sáð mismunandi
miklu. Það þarf að sá meiru í þurran og sendinn jarðveg,
en frjóvan og rakan jarðveg. Einnig getur verið mismunandi
hve sömu tegund er sáð djúpt, og kemur hið sama hér til
greina. Eftirfarandi tafla sýnir, hve mikið þarf að sá í eina
dagsláttu í góðan myldinn jarðveg, og með hvað þykku
moldarlagi þurfi að hylja fræin.
Tegundir. Útsæði á vallardag- sláttu. Pd. Fræinn á að sá þml. á dýpt.
Af höfrum 150 I — 2
- byggi 140 I — 2
- haustrúg 120 I — 2
- korntegundum með grasfræi . . IOO I — 2
- grasfræsamblandi af ýmsum teg- undum 28 1/4
- jarðeplum 1200 2—4
- fóðurrófum 4 1/4
Jarðeplum er bezt að sá í raðir og sé 21 þumlungs bil á
milli raðanna, en 12 þml. milli plantanna í röðunum. Fóður-
rófum er einnig sáð í raðir og séu 20 þml. milli raðanna, í
þær er fræinu sáð þétt, en plönturnar síðan grisjaðar, svo
að 12 þumlunga bil verði á milli þeirra.
5. Geymsla jarðepla.
í hinu sænska búnaðarblaði »Landtmannen« (nr. 27. 1905),
er skýrt frá tilraunum, sem gjörðar hafa verið með geymslu