Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1910, Page 7
Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands.
9
„tilraunir til votheysverkunar hjá einstökum mönn-
,/um, er að því vildu vinna, og hafi stjórn félags-
„ins heimild til að verja fé til þessa."
Tillagan samþykt í einu hljóði.
b. Með öllum atkvæðum var samþykt svohljóðandi til-
laga frá formanni félagsins:
„Fundurinn ályktar að veita dbrm. Jóni Chr. Ste-
„þhánssyni á Akureyri 100 kr. þóknun úr félagssjóði
„þetta ár, í viðurkenningarskyni fyrir ágæta um-
„sjón með trjáræktarstöð félagsins."
c. Jakob H. Líndal kom fram með svohljóðandi tillögu:
„Fundurinn skorar á stjórnina að sjá um, að til-
„raunastöð félagsins hafi stöðugt á boðstólum trjá-
„plöntur handa félagsmönnum með vægara verði
„en hingað til hefir átt sér stað."
Eftir nokkrar umræður var tillagan feld með öllum
þorra atkvæða. þar sem menn iitu svo á, að trjá-
plöntuverð félagsins gæti ekki lægra verið en það
er nú. — Viðaukatillaga frá Páli Zóphóníassyni um
að félagið næsta ár gæfi félögum sínum nokkrar
plöntur, var einnig feld.
d. Björn Jóhannsson kom fram með svohljóðandi til-
lögu:
„Fundurinn felur stjórninni að auglýsa nákvæmar
„en hingað til um verð og úthlutun á trjáplönt-
„um frá tilraunastöðinni."
Samþykt með 6 atkvæðum gegn 4.
9. Lagabreytinganefndin lagði fram álit sitt.
Eftir alllangar og ítarlegar umræður voru tillögur fé-
lagsstjórnarinnar til breytinga á lögum félagsins sam-
þyktar með örfáum breytingum, og voru þær svohljóð-
andi:
1. Við 3. gr.: 2. töluliður orðist svo: „Að gróðursýnis-
reitum verði komið upp víðsvegar um
Norðurland, að minnsta kosti einum í
hverri sýslu, þar sem sýndar yrðu eink-