Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1910, Blaðsíða 29
Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands.
33
sem hver félagi og félagsdeild vinnur fyrír alla heildina
og öll heildin fyrir hvern einn — í einu orði: koma öll-
um Norðlendingum i eitt búnaðarfélag.
Ræktunarfélagið hefir óbifanlega trú á að þetta muni
takast og það fljótlega, svo framarlega að búnaðarfélög-
in og sýslunefndirnar fallast á tillögur vorar.
Eins og menn geta séð á lagafrumvarpi því, sem prent-
að er hér að framan, er gert ráð fyrir því, að búnaðar-
félögin greiði árgjald til Ræktunarfélagsins, er nemi 1 kr.
fyrir hvern íélaga, »enda sé hann ekki í Ræktunarfélag-
inu«. Félag, sem hefir t. d. 25 félaga og af þeim eru 15
Ræktunarfélagsmenn, greiðir þá ekki nema 10 kr. árgjald,
og séu allir félagar þess í Ræktunarfélaginu eða gangi í
það, verður búnaðarfélagið gjaldfrítt, enda ber þá að
skoða það sem deild af Ræktunarfélaginu með öllum fé-
lagsréttindum. Pað, sem búnaðarfélagið svo fær í aðra
hönd, er fyrst og fremst réttur til að senda fulltrúa á
fundi Ræktunarfélagsins, og í öðru lagi það, sem mest
er um vert, það fær búfróðan mann árlega heim tii
hvers einasta félaga síns til þess að mæla jarðabætur
þær, sem unnar hafa verið, og gefa skýrslur um þær til
landstjórnarinnar, en jafnframt leiðbeinir hann mönnum
í öllu, sem að jarðyrkju lýtur, og vinnur að því af al-
hug, að vekja áhuga manna á hverskonar búnaðarfram-
förum. Mun verða kostað kapps um að velja til þessa
starfa vel mentaða áhugamenn, og er nú, sem betur fer,
völ á slíkum mönnum ekki allfáum.
Til þess að gera mönnum hægra fyrir að gerast fé-
lagar Ræktunarfélagsins og jafnframt tryggja félaginu
nokkrar tekjur, þó þær verði litlar samanborið við ár-
gjöld þau, sem það nú hefir, var afráðið að færa æfitil-
lagið niður í 10 kr. Búumst vér við, að búnaðarfélögin
sjái sér hag í því, að sem flestir af félagsmönnum þeirra
og helst allir gerist félagar Ræktunarfélagsins, til þess að
losna við árgjaldið og njóta ókeypis allra þeirra hlynn-
3