Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1910, Side 37
Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands.
41
traustari í lund; af ræktarhug þeim, sem hjá honum hef-
ir þróast til jarðarinnar, sprettur einatt ræktarhugur til
sveitarinnar og þaðan aftur ættjarðarást í víðari og fall-
egri merkingu. Og hann mun flestum fremur og á ein-
faldan og eðlilegan hátt komast að raun um hve mikil
sannindi eru í þeim orðum skáldsins, að »sæla reinast
sönn á storð, sú mun ein að gróa«. Hann mun komast
að raun um, hve nátengt líf mannsins er við jörðina og
hve nátengt það á við hana að vera; komast að raun
um hve staðgóð til farsældar hún er, meðvitundin um
gróandi líf, í manninum sjálfum og í kring um hann, á
jörðinni og í mannlífinu — og ekki síst meðvitundin um
að rétta því hjálparhönd — því velvildin er það, sem ætíð
verður mannsins æðsta eigin og aðal-farsældarlind, hvað-
an og á hvern hátt sem rakið er.
Og þá kem ég að útsíninni ifir hina komandi tíma.—
Mér er þannig varið — og oss er líklega flestum þannig
varið — að ég hefi vænt mikils af hinni ókomnu tíð. Eg
hefi vænt þess, að land vort og þjóð ætti firir höndum
framtíð, sem langt bæri af nútíðinni og langt af vor-
um frægasta fornaldartíma. þessar vonir hafa að sumu
leiti grundvallast á því að ég er bjartsínn að eðlisfari,
að sumu leiti á þeim almennu skoðunum, að alt líf á
jörðinni sé í framþróun, og að sumu leiti á vitneskjunni
um það, að vér íslendingar erum af góðum kinstofni
runnir. En ég get ekki dulist þess, að þessar vonir mín-
ar hafa fengið alvarlegt áfall á síðustu árum. Og ef vel
er hugað er það líka Ijóst, að grundvöllur þeirra er eng-
an veginn þannig, að honum megi fullkomlega treista.
Bjartsíni er nauðsinlegt skilirði firir framþróun, en er þó
engu að síður, eitt út af firir sig, laus grundvöllur og
óábiggilegur. Stórar þrár og vonir bera vott um hæfi-
leika til framþróunar; en á hinn bóginn geta þeim líka
filgt misbrestir, sem vegi þar á móti, þó duldir séu. Og
þó það virðist sannað, að lífið á jörðinni sé og hafi ver-
ið í stöðugri framþróun, þegar á heildina er litið, er hitt