Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1910, Blaðsíða 46
50
Arsrit Ræktunarfjelags Norðurlands.
Margir eru þeir sem álíta að þetta sje nýr erfiðleiki,
sem við, kynslóðin sem nú lifir, fyrst hafi orðið varir
við. Það halda nefnilega margir, að alt sje verst, alt sje
örðugast, fyrir sig. F*eir sjá ekki erfiðleikana, sem aðrir
hafa við að stríða, og erfiðleikana sem forfeður vorir
hafa haft. Þeir sem þó sigruðu þá, og fjellu sigri hrós-
andi að velli. Pennan erfiðleika — vinnukraftsleysið —
þektu þeir vel. Strax á 13. og 14. öld bryddi á því hjer
á landl, og það var eitt af því, sem ráðasmiðir 18. ald-
arinnar voru að leita að ráðum við. En nú á tímum er
það meira en áður. Er það eðlileg afleiðing af því, að
tolki því fækkar, sem vinnur að landbúnaði, í hlutfalli
við tölu landsmanna. F*að eru ekki fleiri, sem lifa af
landbúnaði nú, en árið 1800. Og þó hefir fólkinu fjölg-
að mikið. Pá voru það 85 % af öllum landsmönnum,
nú eru það um 50%, sem lifa af landbúnaði. Pess
vegna er orðið örðugra að fá fólk. En það er ekki ein-
ungis það, að örðugra sje að fá fólk. Kaupgjald hefir
líka hækkað, og kröfur manna til lífsins hafa vaxið.
F’að er því síst ofmælt, að það sje 2 — 3 sinnum dýr-
ara að halda fólk nú, heldur en fyrir fjórðung aldar.
Bændurnir hafa takmarkaðar inntektir — því miður —
og þær geta ekki aukist nema smátt og smátt. F’eim
ríður því lífið á að spara öll útgjöld eftir þvf sem þeir
best geta. Og hvað er þá eðlilegra en athuga og aðgæta
hvort ekki megi spara ögn þann útgjaldalið í búinu, sem
hæðstur er og þyngst hvílir á herðum bóndans, þann
útgjaldaliðinn, sem vinnan, beint eða óbeint, hefir í för
með sjer.
Til þess vilja menn aðallega halda þrjár leiðir, og
eru þær:
1. Fjölga fólkinu í sveitunum.
2. Nota ódýrari vinnu en mannsaflið og nota að eins
mannsaflið til að stjórna henni.
3. Hagnýta þá krafta og þau öfl, sem vjer höfum,