Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1910, Blaðsíða 52
56
Ársrit Ræktunarfjelags Norðurlands.
gera einstaklingum þetta mögulegt. En hvenær verður
það? Ætli það verði fyrri en landið á allar jarðirnar?
Og það verður langt þangað til; en jeg held það verði,
einhverntíma. Líklega lifum við það þó ekki.
þessi leið, að fjölga fólkinu, hvort sem það svo er
gert með þessu eða hinu ráðinu, er seinfarin. Okkur,
sem liggur á að finna ráð sem minki kostnaðinn við
vinnuna, þykir hún því ekki fær nú sem stendur. En
það er hugsjón, hún hefir framtíðargildi. Við byrjum á
að bollaleggja um skipagöngur til Ameríku og hús-
menn; eftirkomendurnir — eða við seinna — framkvæm-
um bollaleggingarnar.
2. Nota ódýrara afl en mannsaflið.
Af öflum, sem hjer geta komið til greina, er gufu-
aflið, vatnsaflið, rafmagnsafl og vindafl; ennfremur kem-
ur hjer undir afl dýranna sem við notum.
Um fjögur fyrstu öflin má segja, að ekkert þeirra
verður alment notað fyrst um sinn.
Margt þarf að breytast til þess, en þó munu þeir
tímar koma, að fossarnir verða teknir, vatnsaflinu þar
breytt í rafmagn og þannig sent heim á heimilin, inn á
hvert einasta heimili, inn til allra smábændanna, sem þá
verða komnir. F*á lýsir oss rafmagnslampi, þegar við
komum í hlaðið seint að kvöldi, og þá sjáum vjer raf-
knúðar vjelar vinna þau verk, sem vjer nú með bogið
bak og hnýttar hendur stritum við. Gaman er að búa á
fagra Fróni nú, en hvað verður það þá? Sljett, frjó tún,
unnin með vjelum, sem knúðar verða af rafmagni.
Mannshöndin stjórnar og stýrir, og vjer njótum ávaxtanna.
En þó þetta rætist, og þið megið vera viss um að svo
fer, þá verður það ekki í nánustu framtíð. Verða líklega
fyrst barnabörn vor eða þeirra börn, sem það lifa, en
að það verðum við, sem nú lifum, til þess þori jeg
vart að hugsa, og þó veit enginn hvað fyrir kann að
koma.
En hestaflið er afl, sem nota má undir eins. Við er-