Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1910, Blaðsíða 78
82
Ársrit Ræktunarfjelags Norðurlancís.
koma upp til og frá um flagið. Gróðurinn verður því
sambland jurtanna, sem áður uxu á svæðinu, og þeirra
sem sáð er til. Með þessum hætti má gera gott gras-
lendi, að eins að ^þess sje gætt, að bera nægilega mikið
á. Þetta er ódýrasta og fyrirhafnarminsta aðferðin, og
hefir gefist vel, þar sem hún hefir verið reynd.
Eigi að vanda meira til fræsljettunnar, er jarðvegurinn
plægður fyrsta árið að vorinu, jafnaður, herfaður og bor-
ið á hann. Síðari er sáð í hann höfrum eða fóðurróf-
um. Um haustið er svo landið plægt á ný og látið
liggja þannig yfir veturinn. Næsta vor er herfað, borið
á, ef þurfa þykir, og síðan sáð grasfræi. Með þessu
móti verður jarðvegurinn myldnari og betur blandinn
næringarefnum. Pessi aðferð er hentug, einkum ef nauð-
syn er að nota búfjáráburð nær eingöngu eða alveg. Á
þessum fræsljettum gætir mest þeirra jurta, sem sáð er
til, og er því hægra að ráða því, hvaða jurtir vaxa þar,
en á hinum sljettunum.
Sje grasrótin mjög seig, eða eigi að rækta mýrajarð-
veg, getur verið nauðsyn á að láta jarðveginn liggja i
tröð (brak) eitt eða tvö ár, eftir að búið er að plægja
hann í fyrsta skifti. Að sjálfsögðu þarf áður að ræsa
hann nægilega vel.
Áburður. Til þess að fræsáning hepnist, er nauðsyn-
legt að bera vel á, og einkum sjá fyrir því, að næring-
arefnin sjeu í auðleystum samböndum í jarðveginum,
svo hinar ungu jurtir geti hagnýtt sjer þau um leið og
þær þurfa þeirra með. Að sá í næringarsnauðan jarðveg,
þar sem eigi er borið vel á, er sama og að kasta pen-
ingum í sjóinn; fræplönturnar vantar þar nauðsynlega
næringu, þær deyja, öll fyrirhöfn verður til ónýtis.
Búfjáráburður er borinn á eftir að búið er að sljetta
yfirborðið; hann er þá plægður eða herfaður saman við
moldina.
Tilbúnum áburði er dreift skömmu áður en sáð er;
það þarf að gerast vandlega: verður að mylja hann