Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1910, Blaðsíða 34
Rœða
Sigurjóns Friðjónssonar
á aðalfundi Ræktunarfélagsins 1910.
Þó ég sé kominn hér í stólinn, þá get ég engu góðu
lofað um erindið — ekki einu sinni því, að það verði
stutt. Því ég veit ekkert hvað það verður, sem ég segi,
eða hvernig það verður. En mig langar þó til að tala
nokkur orð til Ræktunarféiagsins, áður en sá skilnaður
verður, sem nú er firir höndum. »Ef þú vin átt, þann
er þú vel trúir, og vilt þú af honum gott geta, geði
skaltu við hann blanda, og gjöfum skifta, fara að finna
oft«, segir í Hávamálum. Mér þikir vænt um Ræktun-
arfélagið og ég vil blanda við það geði.
Og þá kemur mér first í hug að þakka félaginu og
stjórn þess firir það traust, sem það hefir sínt Reikjadal
með því að hafa hér þennan fund, sem nú er á enda.
Rað þarf talsvert til, að um svona stóran fund geti farið
sæmilega vel, langt upp til sveita, og að fél. hefir treist sveit-
inni í því efni, ber vott um tiltrú, sem ég leifi mér að
þakka firir hennar hönd. Hitt veit ég vel, að ímsu er
ábótavant í viðtökunum, en vænti að fundarmenn taki
þar viljann fyrir verkið.
Um fundinn vil ég segja fáein orð. — Eitt mál hafði
hann til meðferðar, sem ég hafði sérstaka samhigð með:
sameining og samband hinna smærri búnaðarfélaga hér
norðanlands við Ræktunarfélagið. Nú baukar hvert jarða-
bótafélag og búnaðarfélag einangrað í sínu horni, og að-