Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1910, Blaðsíða 96
100 Arsrit Ræktunarfjeiags Norðurlands.
fyrirtæki hefir hann síðan gjört kostnaðaráætlun og sent
hlutaðeigandi bændum. Sökum skorts á mælingum og
nauðsynlegum upplýsingum hafa sum þessara fyrirtækja
beðið nú undanfarin ár. Með þessu nýja fyrirkomulagi
er nú úr þessu bætt. Hver búnaðarfjelagi getur nú feng-
ið nauðsynlegar mælingar og leiðbeiningar sjer að mjög
kostnaðarlitlu, sem hann áður varð vanalega annaðhvort
að fara algerlega á mis við, eða þá kaupa allháu verði.
Er ekki efamál, að hjer er um að ræða stórkostlega
breytingu til batnaðar, er mjög mun Ijetta og flýta fyrir
framkvæmdum ýmsra jarðabóta.
Eftir því, sem því varð við komið, kom Sig. Pálmason
á fundi búnaðarfjelaganna og var í samráði með fjelags-
mönnum um þau málefni, er þar voru höfð til með-
ferðar.
Á því svæði, sem samband búnaðarfjelaganna er enn
ekki komið á, ferðaðist búfræðiskandídat Páll Zóphonías-
son um til leiðbeiningar meðal fjelagsmanna. Var að
þessu sinni farið um Eyjafjörð og nokkurn hluta F*ing-
eyjarsýslu. Heimsótti hann að eins þá bændur, sem í
Ræktunarfjelaginu voru.
í niðurlagi skýrslu Páls um þessar ferðir segir svo:
»Á þessum ferðum hefi eg komið til leiðbeininga
á 80 bæi. Víðast hefir borið í tal og verið óskað leið-
beininga í tún- og engjarækt. í garðrækt hefi eg leið-
beint á 24 stöðum. Garðræktin og áhugi fyrir henni
virðist mjer vera að aukast, og bendir það meðal ann-
ars í þá átt, að eg hefi verið beðinn að velja ný garð-
stæði allvíða. Pó eru margir bæir enn þá, sem enga
garða hafa, en kjósa heldur að kaupa kartöflur dýru
verði.
Að sverði hefi eg leitað á 13 bæjum og fundið hann
á 10.
Lagt fyrir um vatnsveitingar og framræslu á 18 stöð-
um.