Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1910, Blaðsíða 31
Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands.
35
ins falið að leita hófanna hjá sýslunefndum og búnað-
arfélögum á félagssvæðinu um fyrirkomulag líkt því sem
hér er farið fram á. í fyrra vetur var svo búnaðarfélög-
unum og sýslunefndunum skrifað um málið. Allar sýslu-
nefndirnar tóku liðlega í málið og tjáðu sig því hlyntar,
og Húnavatnssýslurnar báðar lögðu fram fé (200 kr.)
til þess nú þegar að maður væri ráðinn í sumar. Rækt-
unarfélagið lét ekki standa á sér og réði garðyrkjumann
Sigurð Pálmason til þess að ferðast um sýslurnar, og
hefir hann jafnframt yfirumsjón með tilrauna- og sýnis-
stöðinni á Blönduósi. — Suður-Pingeyjarsýslu má og telja
vísa eftir því sem ræður manna féllu á Ræktunarfélags-
fundinum, og þá er vonandi að hinar sýslurnar láti ekki
standa á sér.
Búnaðarfélög þau, sem svarað hafa málaleitunum Rækt-
unarfélagsins, hafa og flest tekið vel í málið, og telja
má víst, að þau verði enn ljúfari á að sinna málinu nú,
í því formi sem það hefir fengið. Mörg búnaðarfélög
hafa árlega goldið jafn mikið fyrir jarðabótamælingar og
árgjaldi því nemur, sem ætlast er til að þau greiði Rækt-
unarfélaginu, svo hér verður ekki um aukin úlgjöld að
ræða, og þar sem margir af búnaðarfélagsmönnum eru
í Ræktunarfélaginu er það hreinn peningalegur hagur að
ganga í þetta samband, eins og þegar hefir verið bent
á. Væntanlega verður því engin fyrirstaða á því af hálfu
búnaðarfélaganna, að fyrirkomulag þetta komist á, því
það mætti kalla ósæmilegar getsakir í þeirra garð að bú-
ast við því, að nokkurt búnaðarfélag hefði á móti þessu
fyrir þá sök, að hroðvirkir menn og óvandaðir ættu með
þessu fyrirkomulagi örðugra uppdráttar og gætu tæplega
iiáð í styrk úr landsjóði fyrir jarðabótakák sitt eða jarð-
skemdir.
En einmitt vegna þessa ætti hið opinbera að styðja
þessa viðleitni Ræktunarfélagsins. Eftirlitið þarf að skerpa
eins og drepið var á hér að framan, og því verður tæp-
3*