Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1910, Blaðsíða 41
Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands.
45
inguna og við bruna þess. Líkaminn hefir þó að eins
not af nokkrum hluta hitans, og getum vér kallað hann
»notahita matvælanna«.
Við tilraunir er fundið (Atwater), að notahiti þessara
þriggja næringarefnaflokka er:
1 gramm af kolvetnum 4.1 caloria.
1 gramm af eggjahvítuefnum 4.1 caloria.
1 gramm af fitu 9.3 caloria.
Við þann hita, er myndast í líkamanum, er verðmæti
matvælanna miðað, og við að bera saman hve mikill hann
er, fæst samanburður sá, er hér er sýndur.
Ágreiningur er um hve margar caloriur maður þurfi
als, og hve margar eigi að vera af hverjum flokki.
Fyrir nokkrum árum — 20 — 30 — sögðu menn — með
Þjóðverjann Voit í broddi fylkingar — að maður þyrfti
3500 caloriur á dag.
Nú segja flestir að maður þurfi minna — sumir, t. d.
Hindhede, 1000, aðrir 2000 — 2500 — en flestir eru sam-
mála um, að 3500 sé of mikið.
Voit sagði að maður þyrfti að minsta kosti 118 gr. af
eggjahvítu á dag.
Nú segja aðrir að 40 sé meira en nóg og lágmarkið
sé neðar.
Voit sagði að holdgjafaefni úr jurtaríkinu væri manni
einkisvert.
Aðrir segja gagnstætt. Vitna þeir í það, að margir lifi
eingöngu á jurtafæðu og bragði aldrei annað.
Tilraunir hafa sýnt, að menn sem vanir voru við neyslu
mikils kjötmatar, urðu hraustari, sterkari og sællegri þeg-
ar kjötmetið var minkað.
Margir heimsfrægir íþróttamenn hafa aldrei borðað kjöt-
meti og ætíð neytt lítillar eggjahvítu.
Nú mun rétt vera, að það sé eigi meira en 2500 cal-
oriur, er maður þarf á dag, og nóg, að 200 — 250 af
þeim séu eggjahvítucaloriur.
Eftirfarandi skýrsla sýnir efnasamsetningu nokkurra