Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1910, Blaðsíða 70
74
Ársrit Ræktunarfjelags Norðurlands.
vaxtarskilyrðin eru góð. Það er talið allgóð fóðurjurt.
Par sem jarðvegur er þur, ætti þetta gras að mynda
aðal-gróðurinn.
11. Akurfcix (Bromus arvensis). Pað er tvíær jurt (vex
að eins í tvö ár en deyr svo út, ef ekki er sáð á ný).
því var sáð fyrst 1904 og síðan flest árin. F*að sprettur
allvel árið sem því er sáð, og á öðru ári hefir heyaflinn
af því verið miklu meiri en af nokkurri annari grasteg-
und, eða sem svarar 6500 pd. af dagsláttunni að með-
altali. F*að hefir háa og gilda stöngla, og er þess vegna
nokkuð þyrkingslegt fóður. F*að vex best í rökum og
lausum jarðvegi. í grasfræblöndu má sá litlu einu af
akurfaxi; það eykur eftirtekjuna fyrstu árin. En margar
grastegundir spretta minna fyrsta og annað árið eftir að
þeim er sáð.
12. Axhnoðapuntur (Dactylis glomerata). F’ví var sáð
1904. Eftirtekjan var mjög lítil, einkum fyrstu árin. Hann
hefir þó Iifað, og árið 1909 spratt hann mjög vel, og
kom þá ax á hann. Erlendis er axhnoðapuntur talinn
með bestu fóðurgrösum. F*að þrífst best í myldnum og
hæfilega rökum jarðvegi þar sem vel er borið á. F*að er
vafasamt hvort hægt er að rækta axhnoðapunt hjer svo
að arðvænlegt sje.
13. Rýgresi (Lolium perenne). F'ví var fyrst sáð árið
1906. F’að kom jafnt upp og hefir sprottið allvel. Ry-
gresi er fremur smávaxið, en er fremur góð fóðurjurt,
og er rjett að hafa það í grasfræblöndunum með stór-
vaxnari tegundum. Pað þrífst best í myldnum leirblendn-
um jarðvegi, hæfiiega rökum.
14. Heyhafrar (Avena elatior). Til þeirra var sáð 1904.
F*eir uxu vel þegar fyrsta árið. Heyaflinn er sem svarar
2500 pd. af dagsláttunni til jafnaðar. Stundum hafa allar
plönturnar dáið út eftir eitt ár. F*ær þola illa næturfrost
á vorin. Heyhafrar vaxa best í myldnum leir og sandi
blönduðum jarðvegi.