Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1910, Blaðsíða 55
Ársrit Ræktunarfjelags Norðurlands.
59
vjel. Pó ska! athygli vakin á, að beðasljetturnar, sem
alment hafa verið gerðar, eru slæmur þrándur í götu
sláttuvjelanna. Par er ilt — afleitt — að slá með sláttu-
vjel, og sú kemur tíðin, að þær verða sljettaðar um
aftur vegna þess. Með nýju greiðunni má óhætt fullyrða
að slá má tún; er nú komin á þær nokkur reynsla i því
efni, og sýnir hún það. Þó það sje ofurlítill útúrdúr, þá
get jeg ekki stilt mig um að segja:
Rjett mun vera að slá fyrri slátt með sláttuvjel og slá
hann snemma, bera síðan forar- eða þvagáburð yfir og
slá seinni slátt á engjaslætti.
Rakstrarvjelar eru vart svo góðar enn, að bændum
þyki þær raka nógu vel. En þær taka vel ofan af. Að
raka með þeim í múga, beita síðan hestinum fyrir planka
og aka öllum múgnum heim að tótt er áreiðaniega fljót-
asta og besta aðferðin við heysamantekningu. (Hafi hey-
ið svo verið slegið með sláttuvjel, aldrei rakað, heldur
látið liggja og snúið með snúningsvjel, þá eru manns-
brögð á heyskapnum, og þá gengur hann, sje sljett.)
Annars væri ugglaust auðgert að fá rakstrarvjelunum
breytt svo þær rökuðu betur, ef vissa væri fyrir að þær
seldust.
Snúningsvjelar eru til margar (4), og snúa þær allar
vel. Pær kosta um 200 kr., og það borgar sig því að
eins að fá þær, að heyskapurinn sje mikill og mikið not
fyrir þær.
Vagna og kerrur. Allstaðar þar sem mögulegt er að
aka vegna veganna, á að hætta að nota reiðinginn. Taka
upp sið fornmanna og fara að aka. En þó ekki sje hægt
að nota hvern manna til aksturs heima við, þá borgar
hún sig samt. Ekkert heimili getur án hennar verið til
lengdar. Svo batna vegirnir nú óðum, og ekki mun
líða á mjög löngu þar til aka megi um aðalþjóðveg í
flestum sýslum landsins. Og þá kemst hver bóndi af
með 5 sinnum færri hesta en nú, og verður það Ijettir
á fóðrunum.