Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1910, Blaðsíða 73
Ársrit Ræktunarfjelags Norðurlands. 77
litlum þroska. Verið getur að eitthvert ólag hafi valdið
þessu.
6. Villiertur (Lathyrus pratensis). Til þeirra hefir verið
sáð og gefist all-vel, en jurtin er svo smávaxin og eftir-
tekjan svo lítil, að varla er þess vert að rækta þær.
Helst væri að rækta þær í þurrum jarðvegi.
7. Gullkollur (Anthyllis vulneraria). Til hans hefir verið
sáð flest árin; þrífst hann ágætlega og getur borið full-
þroska fræ. Hann er að eins tvíær jurt, en getur haldist
við á sama blettinum mörg ár, þar eð hann sáir til sín sjálfur
Gullkoll var byrjað að rækta á Þýskalandi um 1860.
Par er hann ræktaður á allstórum svæðum í sendnum
og þurrum jarðvegi. í þeim jarðvegi þrífst hann vel, og
er best að rækta hann þar, þar eð fáar aðrar jurtir ná
þar varanlegum þrifum. Hann er allgóð fóðurjurt.
Sprettan er lítil það ár, sem til hans er sáð, en síðara
árið lík og á vanalegum túnum.
8. Maríuskór (Lotus corniculatus). Til hans hefir verið
sáð, en hann hefir náð litlum þrifum. Hann getur þó
þrifist í þurrum jarðvegi.
9. Blásmári (eða Luzerna) (Medicago sativa). Til hans
var fyrst sáð árið 1908. Hann kom vel upp og sprettur
nokkuð, en eftirtekjan hefir verið fremur lítil. F*að er óvíst
hvort ræktun blásmára getur hepnast hjer svo að gagni verði.
Blásmári er mikið ræktaður erlendis. Hans er fyrst
getið hjá Grikkjum á 5. öld fyrir Krists burð. A síðari
árum hefir ræktun hans tekið miklum framförum. Eftir-
tekjan er meiri en af nokkurri annari fóðurjurt, sem
ræktuð er vegna grassins. í Danmörku og sunnanverð-
um Noregi er farið að rækta hann. Hann þrífst best í
djúpum, lausum og kalkblendnum jarðvegi. Hann gerir
miklar kröfur til hita. Hann getur verið mörg ár á sama
stað, og rætur hans ná mjög langt niður í jörðina.
10. Rauðtoppur (Onobrychis sativa). Til hans var fyrst
sáð árið 1908, og hefir hann þrifist ágætlega.
Rauðtoppur var fyrst ræktaður á Frakklandi á 15. öld.