Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1910, Blaðsíða 24
28
Ársrit Ræktunarfélags Norðuilands.
og eru þeir fulltrúaráð. Allir félagar hafa málfrelsi og til-
lögurétt á fundum, en fulltrúar einir atkvæðisrétt.
Fulltrúaráðið kýs þriggja manna stjórn, sem annast fram-
kvæmdir félagsins. Stjórnin kýs sér sjálf varamenn og
skiftir störfum með sér þannig, að einn er formaður, ann-
ar gjaldkeri og þriðji skrifari. Stjórnin hefir umráð yfir
sjóði félagsins og öðrum eignum þess. Hún má ekki
skuldbinda félagið til langframa né veðsetja eignir þess
eða selja, nema með samþykki aðalfundar félagsitis.
Á ári hverju gengur einn maður úr stjórninni, sá er
þar hefir átt sæti þrjú síðustu árin.
9. grein.
Félagið heldur einn aðalfand ár hvert, á þeim tíma
sem stjórnin ákveður. Þar skulu lagðir fram reikningar
félagsins, endurskoðaðir, og kosnir endurskoðendur til
næsta árs. Aðalfundur kveður á um starfsemi félagsins
komandi ár. Fundir skulu haldnir til skiftis í sýslunum,
eftir því, sem síðasti aðalfundur ákveður.
10. grein.
Stjórnin annast um allar framkvæmdir félagsins. Hún
boðar til funda og undirbýr málefni þess til aðalfundar.
Einnig hefir stjórnin á hendi alla bókun fyrir félagið og
bréfaviðskifti og ræður starfsmenn þess. Stjórnin getur
boðað til aukafunda til að ræða einstök vandamál; einn-
ig er skylt að halda aukafundi, sé þess æskt af J/3 hluta
fulltrúa.
11. grein.
Félagið lætur árlega prenta skýrslu um starfsemi sína.
Sjái félagið sér fært, gefur það út tímarit eða smáritlinga
um jarðrækt. Alt það, sem félagið lætur prenta, verður
sent öllum félagsmönnum ókeypis.