Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1910, Blaðsíða 98
102
Ársrit Ræktunarfjelags Norðurlands.
3. Búnaðarnámsskeiðið á Stóra-Ósi.
Samkvæmt tilmælum Vestur-Húnavatnssýslu með brjefi
dags. 1. apríl 1909 gekst Ræktunarfjelag Norðurlands fyr-
ir því, að komið var á fót búnaðarnárrisskeiði fyrir bænd-
ur þar í sýslu síðastliðinn vetur. Lagði það til kenslunn-
ar starfsmann sinn, búfræðiskandídat Pál Jónsson, en
með tilstyrk Búnaðarfjelags íslands og Vestur-Húnavatns-
sýslu kendu þar að auki: Jakob H. Líndal búfræðingur
frá Hrólfsstöðum og Sigurður Pálmason garðyrkjuinaður
frá Æsustöðum. Ætlast var til þess, að námsskeiðið yrði
á Hvammstanga, en þar kom upp taugaveiki, og var því
afráðið að flytja það að Stóra-Osi. Pann 22. febrúar var
námsskeiðið sett og stóð til 28. s. m. Kenslan fór fram
í fyrirlestrum. Voru 5 fyrirlestrar haldnir á dag, frá kl.
10 f. h. til kl. 3 e. h. Frá kl. 5 — 7 voru svo haldnir
málfundir. Voru flest umræðuefnin búnaðarlegs efnis,
og flesta daga var fundartími framlengdur um '/2 — 2
tíma samkvæmt ósk fundarmanna.
Fyrirlestrana sóttu að jafnaði 15 — 30 tilheyrendur dag-
lega, en sökum heimilisanna gátu sumir ekki notið kensl-
unnar allan tímann.
Auk fyrirlestra þeirra, er haldnir voru á námsskeiðinu,
var boðað til sjerstakrar samkomu sunnudaginn þ. 27. s.
m. Par hjeldu kennararnir sinn fyrirlesturinn hver, en
umræður urðu á eftir. Samkomu þessa sóttu um 50 til-
heyrendur, karlar og konur.
III.
Vörupöntuij.
Talsvert mikilsverður þáttur í starfsemi fjelagsins er
að útvega fjelögum sínum nauðsynleg verkfæri, girðing-