Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1910, Blaðsíða 97
Ársrit Ræktunirfje’ags Norðurlands.
101
Mælt fyrir vatnsleiðslu inn í bæi á 7 stöðum. — Leið-
beint um hirðing áburðar á 7 stöðum.«
A tveim stöðum í Þingeyjarsýslu hafði verið leitað lið-
sinnis Ræktunarfjelagsins um votheysgerð. Ræktunarfje-
lagið varð við þeím tilmælum með því að fela Páli
Zóphoníassyni að sjá um framkvæmdir hennar i þessari
ferð. Peir, sem leituðu þessarar aðstoðar, voru nokkrir
bændur í Kinninni og Grímur Friðriksson bóndi á Rauðá.
í Kinninni höfðu nokkrir bændur í fjelagi slegið sem
svaraði 30 hestum af stararheyi. Hey þetta var síðan
tekið úr Ijánni og hlaðið saman í stakk og látið farg á
ofan sem svaraði nálægt 300 pd. á nfet. A Rauðá
höfðu líka nokkrir bændur slegið í fjelagi, sinn daginn
hver. Var farið með það hey á sama hátt og hitt. Um
verkun heysins í Kinninni hefir frjest, að það hafi verk-
ast vel inni í stakknum, en orðið allmiklar rekjur eða
úrgangur í honum utanverðum. Um heyið á Rauðá hef-
ir enn ekki frjest.
Enn þá er votheysgerð mjög lítið, óg langt of lítið,
tíðkuð hjer norðanlands. Veldur því mjög meðal annars
ótti manna fyrir því, að hún muni mishepnast. Bændur
þess vegna að vonum ófúsir á að leggja mikið hey í
»hættu« að þeim finst, til þess að reyna hana, einir síns
liðs. En hjer getur fjelagsskapurinn eins og víða annar-
staðar komið að góðum notum. Taki menn dæmi Ping-
eyinga sjer til fyrirmyndar, og heyi fleiri saman í fjelagi,
verður skaðinn hlutfallslega lítill fyrir hvern, þótt verk-
unin takist ekki sem ákjósanlegast fyrst í stað. Takist
hún vel, njóta þeir þess hlutfallslega jafnt. Og allir fá
þeir svipaða reynslu og þekkingu á votheysverkun, eins
og hver þeirra hefði gert það út af fyrir sig, og öllum
eykst þeim svo við það áræði og álit á votheyinu, að
ekki líður svo lengi, að þeim þyki meira fyrir að hlaða
saman heyinu blautu heima hjá sjer, en binda það mis-
jafnlega þurt inn í tóft eða hlöðu. Pá er líka fjelagsskap-
urinn úti af sjálfu sjer, enda tilgangi hans náð.