Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1910, Side 62
66 Ársrit Ræktunarfjeiags Norðurlands.
úð sje lögð við að rækta þær jurtir, sem mestum þrif-
um geta náð við þau skilyrði, sem fyrir hendi eru eða
þær eiga við að búa. Það skiftir eigi svo miklu, hvort
það eru ávextir, korntegundir, rófur eða gras, heldur
að eins það, að ræktunin sje í góðu lagi, og að upp-
skeran sje svo mikil að arður sje að henni.
í nágrannalöndum vorum eru kornyrkja, rófnarækt og
grasrækt mest stundaðar. Áður var kornyrkja aðalatriðið.
En þetta er smátt og smátt að breytast. Grasrækt og
rófnarækt þykja aú víða arðvænlegri en kornyrkja.
Reynslan hefir sýnt að heyaflinn af túnum vorum
hjer á landi getur verið eins mikill og af jafn stóru
svæði erlendis, og það er næg sönnun þess, að jarð-
yrkja getur verið eins arðvænleg hjer og víða annars-
staðar, enda höfum vjer betri jarðveg en nágrannar
vorir.
Á síðustu árum hefir verið gert allmikið að umbótum
á jarðyrkju, einkum til að auka heyaflann. Engjarnar hafa
verið ræstar fram og víða veitt vatni á þær. Túnin hafa
verið sljettuð, og hefir verið allmikið að því unnið síðan
1860. Frá því ári og fram að árinu 1909 hafa alls verið
sljettaðar á landinu 11,500 dagsláttur eða á þessum tæp-
um 50 árum rúml. 130 □faðmar fyrir hvert mannsbarn
á landinu. — Vegna þessara umbóta hefir töðufallið auk-
ist. Eftir landshagsskýrslunum var það árin 1880—1890
381,000 hestar árlega að meðaltali. Eftir aldamótin er
það talið að vera um 600,000 hestar árlega að meðaltali.
Engjaheyskapurinn hefir einnig aukist. Á árunum 1880
— 1890 var hann 765,000 hestar árlega að meðaltali, en
eftir aldamótin um 1,250,000 hestar árlega. Af þessu
sjest að heyaflinn hefir aukist eigi all-lítið á síðustu ár-
um, og þó er það mest um vert að grasvöxturinn hefir
aukist, túnin eru betur ræktuð og auðunnari. Retta sjest
Ijósast af því, að nú mun vart fleira fólk vinna að hey-
vinnu en áður, þótt heyaflinn hafi aukist.
En þótt nokkuð hafi verið gert til þess að auka gras-