Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1910, Blaðsíða 80
84
Ársrit Ræktunarfjelags Norðurlands.
eða þroskist þær mjög, getur það leitt til þess, að þær
skyggi um of á grasplönturnar, sem þá ná eigi þrifum.
Gagnsemi skjólplantanna verður þá að ógagnsemi. Hæfi-
legt er að sá 70 pd. af höfrum eða byggi á dagsláttu.
Sáningunni er hagað þannig: Pegar landið er undir-
búið, er skjólplöntufræinu dreift jafnt yfir svæðið. Petta
má gera með hendinni eða lítilli sáðvjel. Síðan er herf-
að með vanalegu beintindaherfi, og að því búnu er
grasfræinu sáð. Tegundunum er blandað saman þannig,
að þeim frætegundum sem Ijettar eru og stórar er bland-
að saman sjerstaklega og sáð út af fyrir sig (vingull, há-
liðagras o. fl.). Hinum þyngri og smærri frætegundum
er og blandað og sáð sjerstaklega (vallarfoxgras, sveif-
gras, smári o. fl.).
Með því að blanda frætegundunum þannig saman, er
auðveldara að sá þeim heldur en yrði, ef þeim væri öll-
um blandað saman í einu lagi. Hverri grasfræblöndu
þarf að sjálfsögðu að dreifa jafnt yfir alt svæðið.
Að sá grasfræi er mikið vandaverk, því það er auð-
skilið, að sje það óvandlega gert, er loku skotið fyrir,
að gott graslendi megi myndast. Pað, að mishepnast
hefir með grasfræsáningu, á oft rót sína að rekja til
þess, að illa er sáð, fræinu eigi dreift nógu jafnt, svo
stærri eða minni blettir hafa ekkert fræ fengið, og því
grær ekkert á þeim stöðum. Annarstaðar er fræið of
þjett.
77/ þess að jafnt og gott graslendi geti myndast, þarf
að dreifa frœinu eins yfir alt svœðið. Pegar því verki er
lokið, er farið með valta yfir svæðið, svo moldin jafnist
og þjettist, og er að þvf sinni ei annað gert.
Grasfræinu má sá án skjólplanta. Aðferðin er hin sama.
Með þessu getur myndast betra graslendi, en meiri van-
kvæðum er það bundið, að fá fræið til að köma jafnt
upp, og vart gerlegt að sá grasfræinu einu saman, nema
þar sem jarðvegurinn er nokkuð rakur, svo fræið geti
spírað fljótt.