Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1910, Blaðsíða 99
Árstit Ræktunarfjeiags Norðurlands.
103
arefni, fræ, plöntur, útl. áburð o. fl. Þannig löguð við-
skifti hefir fjelagið í flestum hreppum hjer norðanlands.
Eykur það mjög örðugleika þessarar starfsemi, hve við-
skiftasvæðið er stórt, en samgöngur óhagfeldar á ýmsan
hátt. Fjelagsmenn þurfa því að senda pantanir sínar í
tíma, ef þær eiga að geta orðið afgreiddar í tæka tíð,
því fyrirliggjandi birgðir hefir fjelagið sama sem engar,
en kaupir að eins samkvæmt pöntunum fjelagsmanna.
Fjelagið hefir nú sambönd við ýms verslunarhús og
verksmiðjur í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Danmörku,
þýskalandi og Bretlandi og pantar frá hverjum það er
best virðist henta. Meðan þessi pöntunarstarfsemi var á
reynsluskeiði að leitast fyrir um verkfærakaupin á ýms-
um stöðum, vildi til að fjelaginu voru send verkfæri, er
ekki voru allskostar hentug eftir vorum staðháttum.
Petta hefir fjelaginu verið fundið til foráttu af ýmsum.
En þegar tekið er tillit til allrar afstöðu, virðist mega
líta á það mildari augum. Og nú getur fjelagið fært sjer
í nyt reynslu fyrri ára.
Ýms jarðyrkjuverkfæri, sem fjelagið útvegar, svo sem
plógar, herfi, moldrekur o. fl., einnig aktygi allskonar,
eru nú smíðuð hjer á Akureyri. Fást þau ei ódýrari eft-
ir gæðum frá útlöndum, og þá síst ástæða til þess að
sækja þau þangað. Alls hefir fjelagið útvegað á þessu
ári vörur fyrir 6,543.00 kr. Þar af er um Vs girðingar-
efni, fræ og áburður fyrir svipaða upphæð, um 20 kerr-
ur með aktygjum og hitt ýmiskonar verkfæri.
IV.
Verðlauri.
Verðlaun fyrir vermireiti eða garðyrkju hafa á þessu
ári verið veitt þeim Sigurgeiri Jónssyni bónda á Heliu-