Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1910, Blaðsíða 71
Ársrit Ræktunarfjelags Norðurlands.
75
b. Ertublómaættin-
Reynt hefir verið að sá til alltnargra tegunda af þess-
ari ætt, sem líklegt þótti að gætu þrifist hjer og orðið
að gagni.
Tilraunirnar hafa hepnast miður en með grastegund-
irnar, oft dáið út meira og minna af plöntunum eða fræ-
ið komið strjált upp. Af þessum ástæðum verður eigi
hægt að geta um hve mikill heyaflinn hafi verið. — Rótt
allmargar af þessum tilraunum hafi mishepnast, er eigi
með því sagt, að eigi sje hægt að rækta þessar jurtir
hjer á landi. Margar þeirra munu geta þrifist og sprott-
ið vel. Ressar misfellur stafa meira af því, að jarðvegur-
inn í tilraunastöðinni er eigi vel fallinn til ræktunar jurta
af þessari ætt, nema á litlum bletti. Pær gera allar kröf-
ur til þess, að jarðvegurinn sje kalkblandinn, en það er
hann eigi þar, og þess vegna þarf að bera kalk á, ef
vel á að farnast með ræktun þessara jurta. Ress var eigi
gætt fyrstu árin.
Ressar tegundir hafa verið ræktaðar:
1. Rauðsmári (Trifolium pratense). Til hans hefir verið
sáð á hverju ári síðan 1Q04. Fyrstu árin mishepnaðist
ræktun hans algerlega; síðari árin hefir hún hepnast að
nokkru leyti og hefir hann náð góðum þroska á sumum
stöðum og borið blóm á sumrum.
Rauðsmári er mjög mikið ræktaður erlendis, og hann
er sú jurt sem valdið hefir mestum breytingum á jarð-
yrkju síðan farið var að rækta hann; en það var byrjað
í Suður-Evrópu á 15. og 16. öld, en á Norðurlöndum
eigi fyr en á 19. öld, svo að nokkuð kvæði að.
Rauðsmári er ágæt fóðurjurt og gefur mikla uppskeru.
Hann þrífst best í leir-, sand- og kalk-blendnum jarð-
vegi. Hann er nokkuð viðkvæmur fyrir tíðum hitabreyt-
ingum og vex vart lengur en 4 — 6 ár á sama stað. Hann
mun geta þrifist hjer í hinum betri sveitum og þar sem